Íbúafundurinn: „Þið eruð hyski!“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 13:28 Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona." Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona."
Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44
Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03