Olíuiðnaðurinn bíður eftir að komast í Jan Mayen-gögnin Kristján Már Unnarsson skrifar 30. janúar 2013 19:16 Olíustofnun Noregs hyggst innan tveggja mánaða birta áætlun um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Helsti áhrifamaður norska olíuiðnaðarins segir auðlindamatið ráða miklu um hversu mikill áhugi verður á olíuleit þar. Hann er forstjóri ConocoPhilips í Noregi og jafnframt formaður samtaka norska olíu- og gasiðnaðarins og heitir Steinar Våge. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö í síðustu viku flutti hann erindi um olíuvinnslu við erfið skilyrði á heimskautasvæðum og var einnig á pallborði með utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Noregs. Steinar Våge segir að norski olíuiðnaðurinn hafi vissulega áhuga á Jan Mayen-svæðinu en menn bíði eftir að sjá hvort norska Stórþingið ákveði í vor að leyfa þar olíuvinnslu. „Við bíðum öll eftir því hvað norsk stjórnvöld vilja gera þarna," segir Steinar Våge í viðtali við Stöð 2. „Auk þess eru upplýsingar og væntingar á svæðinu lítt þekktar innan greinarinnar. Það er því of snemmt að segja til um hve áhugavert þetta verður. Við verðum fyrst að vita hvort stjórnvöld vilja opna svæðið og síðan fá aðgang að upplýsingum um bergmálsmælingar og slíkt." Vitað er að norski olíuiðnaðurinn hefur lengi þrýst á að umdeild svæði nær Noregsströndum, kennd við Lófót og Vesturál, verði fyrst opnuð. En er það svo að Jan Mayen-svæðið þykir ekki spennandi? „Við vitum auðvitað að þetta er langt frá þjónustukerfinu, þetta er nýtt svæði í mikilli fjarlægð og það krefst tiltölulega mikillar fjárfestingar til að hægt sé að hefja starfsemi þar, hvort sem það er að leita og síðan, - ef eitthvað finnst, - að hefja vinnslu. Þetta skiptir miklu máli en það fyrsta og mikilvægasta er að kortleggja hvað svæðið getur gefið af sér," segir Steinar Våge. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Olíustofnun Noregs hyggst innan tveggja mánaða birta áætlun um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Helsti áhrifamaður norska olíuiðnaðarins segir auðlindamatið ráða miklu um hversu mikill áhugi verður á olíuleit þar. Hann er forstjóri ConocoPhilips í Noregi og jafnframt formaður samtaka norska olíu- og gasiðnaðarins og heitir Steinar Våge. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö í síðustu viku flutti hann erindi um olíuvinnslu við erfið skilyrði á heimskautasvæðum og var einnig á pallborði með utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Noregs. Steinar Våge segir að norski olíuiðnaðurinn hafi vissulega áhuga á Jan Mayen-svæðinu en menn bíði eftir að sjá hvort norska Stórþingið ákveði í vor að leyfa þar olíuvinnslu. „Við bíðum öll eftir því hvað norsk stjórnvöld vilja gera þarna," segir Steinar Våge í viðtali við Stöð 2. „Auk þess eru upplýsingar og væntingar á svæðinu lítt þekktar innan greinarinnar. Það er því of snemmt að segja til um hve áhugavert þetta verður. Við verðum fyrst að vita hvort stjórnvöld vilja opna svæðið og síðan fá aðgang að upplýsingum um bergmálsmælingar og slíkt." Vitað er að norski olíuiðnaðurinn hefur lengi þrýst á að umdeild svæði nær Noregsströndum, kennd við Lófót og Vesturál, verði fyrst opnuð. En er það svo að Jan Mayen-svæðið þykir ekki spennandi? „Við vitum auðvitað að þetta er langt frá þjónustukerfinu, þetta er nýtt svæði í mikilli fjarlægð og það krefst tiltölulega mikillar fjárfestingar til að hægt sé að hefja starfsemi þar, hvort sem það er að leita og síðan, - ef eitthvað finnst, - að hefja vinnslu. Þetta skiptir miklu máli en það fyrsta og mikilvægasta er að kortleggja hvað svæðið getur gefið af sér," segir Steinar Våge.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira