Birta myndir af meintum nauðgurum á nýjan leik 31. janúar 2013 00:00 Svo virðist sem fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna vikna um barnaníðinga hafi blásið lífi í hópinn „Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum" á Facebook. Hópurinn var stofnaður í maí 2010 og vakti mikla athygli. Á tímabili voru meðlimir um 13 þúsund en eru þegar þetta er skrifað 526. Á einni viku hafa verið birtar átta myndir af karlmönnum sem meðlimir hópsins segja vera af dæmdum barnaníðingum. Myndbirtingunum fylgir í flestum tilfellum tengill á frétt eða dómsúrskurð vegna nauðgunar eða barnaníðs. Þá kemur nafn mannanna fram og í sumum tilfellum heimilisfang. Einn meðlimur hópsins veltir upp spurningu um framtak hópsins. Hann segir þessa menn einnig eiga fjölskyldur og minnir á að þeir séu líka manneskjur. „Þeir eru bara veikir og það þarf að lækna þá...ekki tala ljótt um þá," skrifar sá við litlar undirtektir annarra í hópnum: „Veikir hvað????? Í tillanum!!! Skera undan þeim,málið leyst!" „Afhverju ekki að vara aðra við,einhvern veginn þarf að stoppa þá,ekki gera þeir það sjálfir!" „held þú ættir frekar að reyna sitja þig í spor þeirra sem hafa lent í kynferðislegu ofbeldi,þótt þeir eiga fjölskyldur þá eigum við börn,sem þarf að vara við svona mönnum eins og þessum." Meðlimir hópsins fagna því að virkni sé komin í hópinn á nýjan leik. Skúli Steinn Vilbergsson, stofnandi hópsins, sagði eftirfarandi í viðtali við Pressuna í maí 2010 aðspurður um hópinn: „Það verður enginn rógburður liðinn þarna og honum verður umsvifalaust eytt. Það er ekkert mál. Þetta kemur sér ekki illa fyrir neinn nema sjálfa afbrotamennina sem um ræðir," sagði Skúli Steinn á sínum tíma. Þá sagði Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í sama viðtali, að lögreglan myndi líkast til ekkert aðhafast í málinu nema lögð yrði fram kæra. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Svo virðist sem fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna vikna um barnaníðinga hafi blásið lífi í hópinn „Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum" á Facebook. Hópurinn var stofnaður í maí 2010 og vakti mikla athygli. Á tímabili voru meðlimir um 13 þúsund en eru þegar þetta er skrifað 526. Á einni viku hafa verið birtar átta myndir af karlmönnum sem meðlimir hópsins segja vera af dæmdum barnaníðingum. Myndbirtingunum fylgir í flestum tilfellum tengill á frétt eða dómsúrskurð vegna nauðgunar eða barnaníðs. Þá kemur nafn mannanna fram og í sumum tilfellum heimilisfang. Einn meðlimur hópsins veltir upp spurningu um framtak hópsins. Hann segir þessa menn einnig eiga fjölskyldur og minnir á að þeir séu líka manneskjur. „Þeir eru bara veikir og það þarf að lækna þá...ekki tala ljótt um þá," skrifar sá við litlar undirtektir annarra í hópnum: „Veikir hvað????? Í tillanum!!! Skera undan þeim,málið leyst!" „Afhverju ekki að vara aðra við,einhvern veginn þarf að stoppa þá,ekki gera þeir það sjálfir!" „held þú ættir frekar að reyna sitja þig í spor þeirra sem hafa lent í kynferðislegu ofbeldi,þótt þeir eiga fjölskyldur þá eigum við börn,sem þarf að vara við svona mönnum eins og þessum." Meðlimir hópsins fagna því að virkni sé komin í hópinn á nýjan leik. Skúli Steinn Vilbergsson, stofnandi hópsins, sagði eftirfarandi í viðtali við Pressuna í maí 2010 aðspurður um hópinn: „Það verður enginn rógburður liðinn þarna og honum verður umsvifalaust eytt. Það er ekkert mál. Þetta kemur sér ekki illa fyrir neinn nema sjálfa afbrotamennina sem um ræðir," sagði Skúli Steinn á sínum tíma. Þá sagði Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í sama viðtali, að lögreglan myndi líkast til ekkert aðhafast í málinu nema lögð yrði fram kæra.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“