Útlent starfsfólk sent í próf Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Hjúkrunarheimilið Skjól. „Það er bara sjálfsagður hlutur að fara fram á að fólk tali málið," segir Guðný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, sem á síðustu dögum hefur sent starfsmenn af erlendu bergi brotna í stöðupróf í íslensku. Guðný segir stöðupróf hafa verið notuð áður á Skjóli og síðast fyrir þremur árum. Starfsmennirnir sem um ræðir eru allir í stéttarfélaginu Eflingu nema einn sem tilheyrir Sjúkraliðafélagi Íslands. Sumir hafa áralanga starfsreynslu og eru með íslenskan ríkisborgararétt. Að sögn Guðnýjar hefur Skjól í gegn um tíðina hvatt starfsfólkið til að styrkja sig í íslensku með of litlum árangri. „Það hefur ekki tekið okkur nógu alvarlega og farið eftir okkar óskum og leiðbeiningum," segir hún. Því hafi mannskapurinn verið sendur í stöðupróf hjá Málaskólanum Mími. Hugmyndin sé að hver og einn fái síðan íslenskukennslu við hæfi. Það nám fari fram í vinnutímanum á Skjóli. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segist ekki þekkja til málsins á Skjóli. Hins vegar sé félagið áhugasamt um að fyrirtæki efli íslenskukunnáttu erlends starfsfólks. „Þegar við höfum kannað hjá þessum hópi hvað þau telja að geti hjálpað þeim mest að komast inn í samfélagið þá nefnir fólk málakunnáttu." Guðný undirstrikar að margir af umræddum starfsmönnum séu til fyrirmyndar. Sumir séu þó staðnaðir með lítinn grunn í íslenskunni þótt þeir hafi verið margbeðnir að bæta sig. „Þannig að þetta verður svona barnalegt tal. Ef fólk vinnur ekki með okkur þá verður það að hugsa sína stöðu. Ætli fólk sér að búa hérna er ágætt að tala málið til að geta borið höfuðið hátt og haldið sinni virðingu." Ekki var skylda að fara í stöðuprófið þótt Guðný segir starfsmennina eindregið hafa verið hvatta til að mæta svo meta mætti þörf þeirra fyrir aðstoð. Nokkrir hafi þó ekki farið og hún muni ræða við þá. „Ef fólkið vill ekki læra meiri íslensku þá kannski þarf það að fara að leita sér að annarri vinnu," segir Guðný. Aðrar kröfur séu gerðar í dag en áður, þegar „neyðin hafi rekið" Skjól í að ráða fólk sem hafði ekki vald á íslenskunni. „Við erum búin að vera lin hérna en nú sækja fleiri Íslendingar um störf en áður þannig að ég hef úr meiru að velja." Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
„Það er bara sjálfsagður hlutur að fara fram á að fólk tali málið," segir Guðný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, sem á síðustu dögum hefur sent starfsmenn af erlendu bergi brotna í stöðupróf í íslensku. Guðný segir stöðupróf hafa verið notuð áður á Skjóli og síðast fyrir þremur árum. Starfsmennirnir sem um ræðir eru allir í stéttarfélaginu Eflingu nema einn sem tilheyrir Sjúkraliðafélagi Íslands. Sumir hafa áralanga starfsreynslu og eru með íslenskan ríkisborgararétt. Að sögn Guðnýjar hefur Skjól í gegn um tíðina hvatt starfsfólkið til að styrkja sig í íslensku með of litlum árangri. „Það hefur ekki tekið okkur nógu alvarlega og farið eftir okkar óskum og leiðbeiningum," segir hún. Því hafi mannskapurinn verið sendur í stöðupróf hjá Málaskólanum Mími. Hugmyndin sé að hver og einn fái síðan íslenskukennslu við hæfi. Það nám fari fram í vinnutímanum á Skjóli. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segist ekki þekkja til málsins á Skjóli. Hins vegar sé félagið áhugasamt um að fyrirtæki efli íslenskukunnáttu erlends starfsfólks. „Þegar við höfum kannað hjá þessum hópi hvað þau telja að geti hjálpað þeim mest að komast inn í samfélagið þá nefnir fólk málakunnáttu." Guðný undirstrikar að margir af umræddum starfsmönnum séu til fyrirmyndar. Sumir séu þó staðnaðir með lítinn grunn í íslenskunni þótt þeir hafi verið margbeðnir að bæta sig. „Þannig að þetta verður svona barnalegt tal. Ef fólk vinnur ekki með okkur þá verður það að hugsa sína stöðu. Ætli fólk sér að búa hérna er ágætt að tala málið til að geta borið höfuðið hátt og haldið sinni virðingu." Ekki var skylda að fara í stöðuprófið þótt Guðný segir starfsmennina eindregið hafa verið hvatta til að mæta svo meta mætti þörf þeirra fyrir aðstoð. Nokkrir hafi þó ekki farið og hún muni ræða við þá. „Ef fólkið vill ekki læra meiri íslensku þá kannski þarf það að fara að leita sér að annarri vinnu," segir Guðný. Aðrar kröfur séu gerðar í dag en áður, þegar „neyðin hafi rekið" Skjól í að ráða fólk sem hafði ekki vald á íslenskunni. „Við erum búin að vera lin hérna en nú sækja fleiri Íslendingar um störf en áður þannig að ég hef úr meiru að velja."
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira