Sigurður Harðarson, stjórnarmaður í Félagi Sjálfstæðismanna í Grafarvogi, biðst afsökunar á orðum sem hann lét falla á íbúafundi í Grafarvogi með Jóni Gnarr borgarstjóra í gærkvöldi.
Það gerði hann í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Jón leit á ummælin sem einelti og ofbeldi og vöktu viðbrögð borgarstjórans mikla athygli.
Sigurði þótti verra að ummæli hans hefðu fengið alla athyglina en ekki gagnrýnin sem hann vill meina að snúi upp á meirihluta borgarstjórnar.
„Þetta er íbúafundur og ég stíg fram til að setja fram ákveðið sjónarmið en óheppilegt orðfæri, sem ég biðst afsökunar á, fær alla athyglina," sagði Sigurður í samtali við RÚV.
Myndbandið frá fundinum má sjá hér.
