Fleiri fréttir Páll mætti ekki í þingfestinguna Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa notað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum , skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 30.1.2013 11:11 Enginn matarskortur í mestu matarkistu landsins Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að opnað verði fyrir umferð um Oddskarð í dag. Íbúar á Neskaupstað hafa verið innlyksa vegna snjókomu og hvassviðris síðan á sunnudag. 30.1.2013 11:10 Rafmagnsbílar á útsölu Þeir bílaframleiðendur sem selja rafmagnsbíla eiga flestir í vanda að finna kaupendur. Ford er einn þeirra en fyrirtækið hefur boðið Ford Focus rafmagnsbíl í nokkurn tíma. Ekki hefur betur tekist til við sölu hans en svo að heildarsalan í fyrra var einungis 685 bílar. Ford hefur nú brugðist við því með því að lækka bílinn um 4.000 dollara. Þó virðist enn hagstæðara að taka hann á rekstrarleigu til þriggja ára því leigan hefur lækkað sem nemur 10.750 dollurum. Þannig má leigja hann fyrir 285 dollara á mánuði, eða 36.700 kr. og aka honum allt að 17.000 kílómetra á ári. Nissan hefur átt í sama vanda með Leaf rafmagnsbíl sinn og hefur boðað 18% lækkun á 2013 árgerð hans. Hann mun kosta 28.800 dollara, eða 3,7 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir rafmagnsbíl og einsýnt að Nissan græðir ekki mikið á sölu hvers bíls heldur tapar líklega á hverju seldu eintaki. 30.1.2013 11:00 Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30.1.2013 10:44 Lagt til að lögleiða alsælu Dómsmálaráðherra Kólumbíu segir að nýtt lagafrumvarp myndi lögleiða einkaneyslu verksmiðjuframleiddra lyfja svo sem e-töflunnar. 30.1.2013 10:30 Frakkar ná bænum Kidal í Malí á sitt vald Frakkar segja að herlið þeirra í Mali sé komið til bæjarins Kidal en bærinn er síðasta vígi íslamista í norðurhluta landsins. Herliðið hefur náð flugvellinum í Kidal en ekki er ljóst hvort búið sé að tryggja yfirráðin yfir öllum bænum. 30.1.2013 09:51 Þú færð nostalgíu Ef þú fæddist á milli áranna 1984 og 1988, ættir þú að hækka í botn og njóta nostalgíunar sem fylgir þessu myndbandi. 30.1.2013 09:37 Sigurkokkur krýndur í dag Seinni dagur Bocuse d'Or-matreiðslukeppninnar er hafinn, en það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, matreiðslumaður á Vox, sem keppir fyrir Íslands hönd. 30.1.2013 09:27 Aflaverðmætið hækkaði um 10 milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa var 10 milljörðum hærra á fyrstu tíu mánuðum liðins árs en á sama tímabili árið áður. Verðmætið nam 137,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, samanborið við 127,6 milljarða á sama tímabili árið áður. 30.1.2013 09:23 Magni ríður á vaðið Röð laganna í úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fer á laugardagskvöldið liggur fyrir. Sjö lög berjast um að verða framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Malmö í maí. 30.1.2013 09:21 Styttist í eins líters bíl Volkswagen Í mörg ár hefur Volkswagen unnið að þróun bíls sem ekki á að eyða meira en einum lítra af eldsneyti á hverja hundrað kílómetra. Svo langt er smíði hans komin að verið er að prófa bílinn í miklum kulda og snjó. Prófanirnar eiga að sjálfsögðu að vera leynilegar en eins og ávallt tekst einhverjum ljósmyndurum að ná myndum af gripnum. Þar sést í fyrsta skipti ljósabúnaður hans að framan. Heiti bílsins er Volkswagen XL1. Hann er tveggja dyra bíll með tveggja strokka 0,8 l. dísilvél, 48 hestafla og rafmótora sem skila aukalega 27 hestöflum. Skiptingin er 7 gíra DSG sjálfskipting með tveimur kúplingum. Loftmótsstaða bílsins er sú lægsta sem um getur í bíl eða 0.186 Cd. Til að minnka viðnám er bíllinn á afar mjóum dekkjum og hluti af lágri loftmótsstöðu bílsins skýrist af því að bæði aftur- og framhjólin eru inndregin frá brettunum, eins og sést á myndinni. Bíllinn lítur út fyrir að vera nokkuð stór en raunveruleikinn er annar, hann er svipað langur og breiður og Volkswagen Polo. Hann er einstaklega léttur enda allt verið gert til að hafa hann eins léttan og kostur er svo hann nái takmarkinu um eins lítra eyðslu. Hann er 796 kíló og erfitt að finna léttari bíl. Mjög misvísandi fréttir eru af getu bílsins og herma sumar að hann sé heilar 32 sekúndur að ná 100 km hraða meðan aðrar sögur segja 11,9 sékúndur. Fréttir frá Volkswagen herma að XL1 bíllinn muni koma til valdra söluaðila í takmörkuðu magni á þessu ári. Því er ekki langt að bíða þessa tímamótabíls, sem ekki myndi kosta meira að aka til Akureyrar en 1.000 krónur. 30.1.2013 09:00 Þriggja ára strákur fær inngöngu í Mensa klúbbinn Aðeins þriggja ára gamall enskur strákur hefur fengið inngöngu í Mensa klúbbinn eftir að greindarpróf sýndi að hann er með greindarvísitölu upp á 136 stig. 30.1.2013 07:44 Óvissustig enn í gildi á Austfjörðum Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Töluvert nýsnævi hefur bæst ofan á gamla snjóinn sem var fyrir um helgina og hafa flóð fallið til fjalla. 30.1.2013 07:05 Karlaflensan virðist til eftir allt saman Ólík virkni heila kynjanna leiðir til þess að karlar verða veikari en konur af umgangspestum ýmiss konar. Þetta er niðurstaða Amöndu Ellison, prófessors í lífeðlisfræði við Durham-háskóla í Bretlandi. 30.1.2013 07:00 Dönsk klámstjarna gerir upp fortíð sína Þegar Katja Kean, ein af þekktustu klámmyndaleikkonum Dana í sögunni, var á toppi ferils síns eftir aldamótin notaði hún tæplega 1,5 milljónir króna á mánuði í dagleg útgjöld. 30.1.2013 06:45 Rafmagnsskömmtun að mestu lokið á Vestfjörðum Viðgerð lauk á flutningslínu Landsnets, Breiðadalslínu 1, síðdegis í gær og lauk þar með skömmtunum og keyrslu varaaflsvéla á norðanverðum Vestfjörðum að Þingeyri undanskilinni. 30.1.2013 06:38 Kettir ein helsta ógnin gegn villtu dýralífi Kettir eru orðnir að einni helstu ógn gegn villtu dýralífi í Bandaríkjunum. Ný rannsókn vísindamanna þarlendis bendir til að kettir drepi allt að rúmlega þrjá milljarða fugla á hverju ári og allt að 20 milljarða smærri spendýra eins og mýs og íkorna. 30.1.2013 06:32 Pólitísk Pandóruaskja Óhætt er að segja að fá mál hafi verið jafn áberandi í íslenskum stjórnmálum síðustu árin, ef ekki áratugina, og Icesave. Fyrir fram benti fátt til þess að starfsemi íslensks banka á erlendri grundu ætti eftir að skekja flestalla stjórnmálaflokka, valda afsögn ráðherra og ógna lífi ríkisstjórnar. Sú varð hins vegar raunin. 30.1.2013 06:30 Gillard boðar þingkosningar í Ástralíu Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti óvænt í morgun að næstu þingkosningar í landinu verði haldnar þann 14. september eða eftir átta mánuði. Reglan í Ástralíu er að boða þingkosningar með nokkurra vikna fyrirvara. 30.1.2013 06:29 Staðfestu John Kerry sem utanríkisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gærkvöld tilnefningu John Kerry, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna með miklum meirihluta eða 94 atkvæðum gegn 3. 30.1.2013 06:24 Rappstjarnan Rick Ross slapp lifandi frá skotárás Skotárás var gerð á rapparann Rick Ross þegar hann ók Rolls Royce bíl sínum um götur Forth Lauderdale í Flórída í fyrrakvöld. Ross náði að flýja undan árásinni en ók þá bílnum á nærliggjandi húsvegg. 30.1.2013 06:18 Reglan að rafmagnið fari Íbúar á Vestfjörðum eru orðnir langþreyttir vegna langvarandi rafmagnsleysis og -skömmtunar undanfarin misseri. Rafmagnslaust var víða á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna skemmda á flutningslínum í Breiðadal, norður frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem Vestfirðingar glíma við rafmagnstruflanir sem raska meðal annars rekstri fyrirtækja. 30.1.2013 06:00 Skattar hækkuðu lán um 21 milljarð Tæplega tíu prósent af nafnverðshækkun íbúðalána frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2012 eru vegna skattkerfisbreytinga sem stjórnvöld hafa ráðist í. 30.1.2013 06:00 Risalaxeldi má ekki hindra olíuleitarskip Ef áform Laxa fiskeldis ganga eftir mun framleiðsla fyrirtækisins á eldislaxi í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði verða ríflega tuttugu þúsund tonn á ári. 30.1.2013 06:00 Hagkerfið vantar 10.000 störf Skapa þarf tíu þúsund störf á næstu árum til að koma á fullri atvinnu hér á landi og mæta vaxandi fjölda einstaklinga á vinnumarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju tímariti Samtaka atvinnulífsins (SA) sem verður til umræðu á opnum morgunverðarfundi SA í Hörpu á morgun. 30.1.2013 06:00 Þjóðin klofin í afstöðu sinni Ríkisstjórn François Hollande, forseta Frakklands, hefur kynnt umdeilt frumvarp þess efnis að hjónaband samkynhneigðra verði gert löglegt í landinu. 30.1.2013 02:00 Þúsundir Egypta hunsa útgöngubann Yfirmaður egypska hersins segir að Egyptaland geti riðað til falls linni ekki hinum harkalegu pólitísku átökum sem tröllriðið hafa landinu síðustu daga og vikur. 30.1.2013 01:30 Stjórnarflokkarnir endurskoða ekki EES Norsk stjórnvöld munu ekki krefjast endurskoðunar EES-samningsins á næsta kjörtímabili haldi núverandi stjórnarmynstur áfram eftir kosningar í haust. Þetta segja forsvarsmenn stjórnarflokkanna þriggja, Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðjuflokksins, rauðgræna samstarfsins svokallaða. 30.1.2013 01:00 Kerry tekur við af Clinton Öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry mætti engri mótstöðu í utanríkismálanefnd deildarinnar í gær þegar hún samþykkti einróma að hann yrði næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 30.1.2013 00:30 Söngvari sveitarinnar var handtekinn Þrír hafa verið handteknir vegna eldsvoðans á næturklúbbnum Kiss í háskólaborginni Santa Maria syðst í Brasilíu í fyrrinótt. 30.1.2013 00:00 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29.1.2013 22:03 Segja að hljómsveitin hafi kveikt í skemmtistaðnum Kiss Rannsakendur á eldsvoðanum á skemmtistaðnum Kiss í Brasilíu, sem varð 234 að bana fyrr í vikunni, telja fullvíst að eldur hafi kviknað út frá blysum sem hljómsveit notaði sama kvöld. 29.1.2013 21:44 Dómurinn mikilvægt lóð á vogarskálarnar Már Guðmundsson seðlabankastjóri, segir alveg ljóst að niðurstaða EFTA dómstólsins í Icesave-málinu hafi jákvæð áhrif á losun fjármagnshafta. "Það er ekki hægt að segja nákvæmlega hver þau eru eða hversu mikil," segir hann. Það hafi verið orðið ljóst að hin fjárhagslega áhætta sem tengdist Icesavemálinu hafði minnkað verulega þegar ljóst varð hversu góðar heimturnar urðu úr þrotabúi Landsbankans. "Og það hafði að einhverju leyti þegar endurspeglast í lánshæfismatinu og viðurkennt af lánshæfismatsfyrirtækjum. "En það er alveg ljóst að þetta hefur jákvæð áhrif á möguleika þessarar losunar," segir hann. 29.1.2013 20:30 Sögðu Icesave hátt í 600 sinnum á fjórum árum Nærri lætur að orðið Icesave hafi komið fyrir í nærri þriðjungi allra kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá hruni eða 590 sinnum 29.1.2013 19:59 Tíu milljón króna skuld endaði hjá annarri fjölskyldu Ábyrgðarmenn hjóna sem fóru í greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara sitja eftir með skuldir þeirra, eða um tíu milljónir króna. Umboðsmaðurinn hefur ítrekað vakið athygli á þessum vanda. Það var ruv.is sem greindi frá málinu. 29.1.2013 19:43 Nýr Kia til höfuðs Nissan Juke Kia mun kynna nýjan og sportlegan bíl á bílasýningunni í Genf í byrjun mars og lofa myndir af honum góðu. Kia hefur sjálft látið þær í té svona til auka aðeins spennuna fyrir honum. Þessum bíl er meðal annars ætlað það hlutverk að keppa við Nissan Juke jepplinginn og er ekki ósvipað form á þeim tveimur. Bíllinn virðist liggja einhversstaðar á milli stallbaks og jepplings og útlitið hans er skemmtilega djarft og framsækið. Fleiri upplýsingar um bílinn, svo sem um vélbúnað, liggja ekki fyrir og bíður sýningarinnar í Genf. Á myndunum að dæma er enginn B-póstur í bílnum fyrir aftan hurðirnar og afar smár gluggi þar fyrir aftan, eins og títt er með sportbíla. Afturendi bílsins er ári bólginn kringum afturhjólin og skottlínan há. Grillið á bílnum er talsvert frábrugðið öðrum Kia bílum. Nýrnalaga formið heldur sér þó en er mjög teygt og mjótt. Í heildina má segja að erfitt sé að greina að þetta sé bíll frá Kia, en gefur ef til vill tóninn um það sem frá kóreska framleiðandanum kemur á næstunni. Það væri ekki til tjóns ef marka má myndirnar. 29.1.2013 19:00 Íslenska þjóðin var orðin langeyg eftir jákvæðum fréttum Það fór gleðistraumur um samfélagið í gær vegna tíðindanna um Icesave og það er vitað mál að jafn góðar og þýðingamiklar fréttir hafa góð áhrif út í viðskiptalífið og svo atvinnulífið. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 29.1.2013 18:59 Snjóflóðahætta á Austfjörðum - einnig hætta á Vestfjörðum Snjóflóðahætta er á Austfjörðum en á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að töluvert nýsnævi hefur bæst ofan á gamla snjóinn sem var fyrir um helgina og hafa flóð fallið til fjalla. 29.1.2013 18:28 Viltu njóta lífsins - þá er þetta starf líklega fyrir þig "Þetta felst aðallega í því að prófa vörurnar okkar. Við viljum fá fólk sem prófar vörur og þjónustu, þannig starfið gengur eiginlega bara út á það að fara út að borða, fara á hótel eða í nudd eða dekur og annað eins,“ segir Kristján Einar Kristjánsson, viðskiptastjóri Hópkaups.is, þegar hann reynir að útskýra fyrir hlustendum Bylgjunnar í Reykjavík síðdegis í dag, út á hvað besta starfið á Íslandi gengur. 29.1.2013 17:58 Ók aftan á bensínlausan bíl Ekið var aftan á bensínlausa bifreið á Miklubrautinni við Ártúnsbrekku skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð ökumaður bensínlaus á leiðinni og skildi því bílinn eftir. 29.1.2013 17:25 Segir eðlilegt að íhuga vantraust Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að stjórnarandstaðan hljóti að íhuga vantrauststillögu á ríkisstjórnina við þær aðstæður sem nú eru uppi. Stjórnin hafi ekki lengur meirihluta á þingi og þá spili niðurstaða Icesave málsins inn í. Eins og Vísir greindi frá í dag íhuga sjálfstæðismenn og framsóknarmenn að leggja fram vantrauststillögu. 29.1.2013 17:19 Laglegri og betri Auris Ný kynslóð Toyota Auris var kynnt blaðamönnum fyrir stuttu í strandbænum Cascaís suður af Lissabon, höfuðborg Portúgals. Toyota Auris er í C-stærðarflokki og á hann 3 minni bræður af Toyota gerð, IQ, Aygo og Yaris, en næsti bíll fyrir ofan hann að stærð er Corolla. Um talsvert breyttan bíl er að ræða og mun fallegri en síðustu kynslóð hans. Toyota hefur sagst ætla að hverfa frá afturhaldssamri og átakalítilli hönnun á bílum sínum og gerast djarfari og marka skarpari línur. Það hefur að nokkru tekist með ytra útlit Auris, hann er talsvert fríðari en djörfung er kannski ekki fyrsta orðið sem kemur í hugann þegar hann er barinn augum. Auris hefur verið vinsæll bíll frá því hann fyrst leit dagsljósið árið 2006 og ári seinna í Evrópu. Hann hefur alls selst í 5 milljónum eintaka og í fyrra seldust 189 eintök hans hér á landi, sýnu fleiri með bensínvél en díselvél. Það gæti breyst í ár. Góð dísilvél en Hybrid öflugastur Sjaldgæft er að þrjár vélargerðir séu í boði í prufunum en Auris var prófaður með bensínvél, díselvél og í Hybrid útfærslu. Tvær þeirra líkuðu mjög vel en ein síður. Dísilvélin er 1,4 lítra og skilar 90 hestöflum. Hún togar mjög vel og aflið er merkilega gott fyrir ekki stærri vél. Bensínbíllinn var með 1,33 lítra og 100 hestafla vél. Með henni er bíllinn ansi latur og uppfyllir seint kröfur ökumanna sem ekki vilja ávallt silast áfram í umferðinni. Aflmesti bíllinn var Hybrid útgáfa Auris með 1,8 l. bensínvél með tvinntækni sem skilar 136 hestöflum.Það þarf þó ekki að þýða að hann sé besti akstursbíllinn því þyngd hans dregur úr hæfninni og dísilútgáfan með sprækri en lítilli vél er sá liprasti þeirra að mati greinarskrifara. Hybrid bíllinn er með uppgefna fáheyrða eyðslu uppá 2,1 l. á hverja hundrað kílómetra. Leit er að öðru eins. Bíllinn með dísilvélinni nýðist ekki heldur beint á náttúrunni því uppgefin meðaleyðsla hans er 3,8 lítrar, en 5,4 l. með litlu bensínvélinni. Bensínbíllinn er líka umtalsvert ódýrastur þeirra og munar 300.000 krónum á honum og ódýrasta dísilbílnum. Lipur akstursbíll sem hefur batnað Talsverðu hefur verið breytt frá fyrri kynslóð sem eykur aksturshæfni hans. Bíllinn er 50 kg léttari, hefur lækkað um 5,5 cm og sætisstaðan um 4 cm. Því er þyngdarpunkturinn umtalsvert neðar. Hann er með nýjan undirvagn og fjöðrun, er allur stífari og betur hljóðeinangraður. Fyrir vikið er bíllinn mun betri og liprari í akstri og var þó forverinn enginn stirðbusi. Ánægjulegt var að henda honum eftir oft á tíðum hlykkjóttum vegum smábæja og vogskorinni ströndinni. Auris er ferlega einfaldur og ljúfur í keyrslu og grær utanum ökumann. Ekki versnar það þegar komið er á meiri hraðakstursvegi og eru fáir bílar af þessari stærð eins stöðugir á vegi á dágóðri ferð. Athygli vakti einnig að bíllinn náði meira en uppgefnum hámarkshraða og fór einkar vel með það á góðum hraðakstursvegi. Ein stærsta og jákvæðasta breytingin milli kynslóða er nákvæmara stýri sem svarar ökumanni betur. Auris má bæði fá með beinskiptingu og CVT-sjálfskiptingu. Beinskiptingin er fín og lipur í notkun en ekki hefur enn tekist að gera CVT-sjálfskiptinguna nógu góða til að hún komi til greina framyfir bílinn beinskiptan. Hún hefur til dæmis þann ókost að ef þarf að flýta sér hækkar snúningurinn endalaust og hávaðinn eftir því. Viðbrögðin er oftast þau að fara af bensíngjöfinni og þá er gamanið dálítið búið. Lygilega rúmgott innanrými Að innan er Auris sniðuglega hannaður og rúmmikill. Fótarými afturí hefur lengst um 2 cm og skottið er heilir 360 lítrar, þökk sé sniðuglegri hönnun. Það á einnig við Hybrid bílinn, því batteríin sem tóku af því 120 lítra áður eru nú komin undir sætin. Innréttingin er hagnýt og hún og mælaborð ári laglegt en í heild er innréttingin í meðallagi af fegurð sökum slakari efnisnotkunar en hjá mörgum samkeppnisbílum hans. Allt er greinilega vel smíðað sem ávallt hjá Toyota, en viss hráleiki streymir frá innréttingunni sökum þessa. Taka þarf sérstaklega fram að það á ekki við Hybrid bílinn sem og dýrustu útfærslur á innréttingum hinna bílanna. Það er ekki að efa að Auris mun vegna vel sem fyrr, en hann á samt í höggi við marga ágæta bíla í sama stærðarflokki, svo sem Volkswagen Golf, Ford Focus, Kia cee´d, Hyundai i30, Mazda3, Honda Civic, Opel Astra, Renault Megane og Citroën C4, svo einhverjir séu nefndir. Kostir: Merkilega rúmur að innan Mikið bætt akstursgeta Spræk dísilvél Ókostir: Efnisnotkun í innréttingu CVT-sjálfskiptingin 29.1.2013 17:15 Óvissustig á Austfjörðum Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. 29.1.2013 16:52 Skólastjóri beðinn um að hætta ekki Jóhann Geirdal skólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ hefur verið beðinn um að endurskoða ákvörðun sínan um að segja upp störfum, en hann sagði upp á fimmtudag í síðustu viku vegna óánægju með framlög til skólans. Hann sagði rekstrarkostnað skólans um 15% undir kostnaði skóla í Reykjavík og að skert framlög kæmu niður á sérkennslu við skólann. 29.1.2013 16:34 Landspítalinn áfram á óvissustigi Landspítalinn verður áfram á óvissustigi. Þetta var niðurstaða framkvæmdastjórnar Landspítalans sem hélt fund með yfirlæknum og deildarstjórum í hádeginu í dag til þess að fara yfir stöðu mála vegna plássleysis og flensu. 29.1.2013 16:08 Sjá næstu 50 fréttir
Páll mætti ekki í þingfestinguna Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa notað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum , skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 30.1.2013 11:11
Enginn matarskortur í mestu matarkistu landsins Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að opnað verði fyrir umferð um Oddskarð í dag. Íbúar á Neskaupstað hafa verið innlyksa vegna snjókomu og hvassviðris síðan á sunnudag. 30.1.2013 11:10
Rafmagnsbílar á útsölu Þeir bílaframleiðendur sem selja rafmagnsbíla eiga flestir í vanda að finna kaupendur. Ford er einn þeirra en fyrirtækið hefur boðið Ford Focus rafmagnsbíl í nokkurn tíma. Ekki hefur betur tekist til við sölu hans en svo að heildarsalan í fyrra var einungis 685 bílar. Ford hefur nú brugðist við því með því að lækka bílinn um 4.000 dollara. Þó virðist enn hagstæðara að taka hann á rekstrarleigu til þriggja ára því leigan hefur lækkað sem nemur 10.750 dollurum. Þannig má leigja hann fyrir 285 dollara á mánuði, eða 36.700 kr. og aka honum allt að 17.000 kílómetra á ári. Nissan hefur átt í sama vanda með Leaf rafmagnsbíl sinn og hefur boðað 18% lækkun á 2013 árgerð hans. Hann mun kosta 28.800 dollara, eða 3,7 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir rafmagnsbíl og einsýnt að Nissan græðir ekki mikið á sölu hvers bíls heldur tapar líklega á hverju seldu eintaki. 30.1.2013 11:00
Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30.1.2013 10:44
Lagt til að lögleiða alsælu Dómsmálaráðherra Kólumbíu segir að nýtt lagafrumvarp myndi lögleiða einkaneyslu verksmiðjuframleiddra lyfja svo sem e-töflunnar. 30.1.2013 10:30
Frakkar ná bænum Kidal í Malí á sitt vald Frakkar segja að herlið þeirra í Mali sé komið til bæjarins Kidal en bærinn er síðasta vígi íslamista í norðurhluta landsins. Herliðið hefur náð flugvellinum í Kidal en ekki er ljóst hvort búið sé að tryggja yfirráðin yfir öllum bænum. 30.1.2013 09:51
Þú færð nostalgíu Ef þú fæddist á milli áranna 1984 og 1988, ættir þú að hækka í botn og njóta nostalgíunar sem fylgir þessu myndbandi. 30.1.2013 09:37
Sigurkokkur krýndur í dag Seinni dagur Bocuse d'Or-matreiðslukeppninnar er hafinn, en það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, matreiðslumaður á Vox, sem keppir fyrir Íslands hönd. 30.1.2013 09:27
Aflaverðmætið hækkaði um 10 milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa var 10 milljörðum hærra á fyrstu tíu mánuðum liðins árs en á sama tímabili árið áður. Verðmætið nam 137,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, samanborið við 127,6 milljarða á sama tímabili árið áður. 30.1.2013 09:23
Magni ríður á vaðið Röð laganna í úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fer á laugardagskvöldið liggur fyrir. Sjö lög berjast um að verða framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Malmö í maí. 30.1.2013 09:21
Styttist í eins líters bíl Volkswagen Í mörg ár hefur Volkswagen unnið að þróun bíls sem ekki á að eyða meira en einum lítra af eldsneyti á hverja hundrað kílómetra. Svo langt er smíði hans komin að verið er að prófa bílinn í miklum kulda og snjó. Prófanirnar eiga að sjálfsögðu að vera leynilegar en eins og ávallt tekst einhverjum ljósmyndurum að ná myndum af gripnum. Þar sést í fyrsta skipti ljósabúnaður hans að framan. Heiti bílsins er Volkswagen XL1. Hann er tveggja dyra bíll með tveggja strokka 0,8 l. dísilvél, 48 hestafla og rafmótora sem skila aukalega 27 hestöflum. Skiptingin er 7 gíra DSG sjálfskipting með tveimur kúplingum. Loftmótsstaða bílsins er sú lægsta sem um getur í bíl eða 0.186 Cd. Til að minnka viðnám er bíllinn á afar mjóum dekkjum og hluti af lágri loftmótsstöðu bílsins skýrist af því að bæði aftur- og framhjólin eru inndregin frá brettunum, eins og sést á myndinni. Bíllinn lítur út fyrir að vera nokkuð stór en raunveruleikinn er annar, hann er svipað langur og breiður og Volkswagen Polo. Hann er einstaklega léttur enda allt verið gert til að hafa hann eins léttan og kostur er svo hann nái takmarkinu um eins lítra eyðslu. Hann er 796 kíló og erfitt að finna léttari bíl. Mjög misvísandi fréttir eru af getu bílsins og herma sumar að hann sé heilar 32 sekúndur að ná 100 km hraða meðan aðrar sögur segja 11,9 sékúndur. Fréttir frá Volkswagen herma að XL1 bíllinn muni koma til valdra söluaðila í takmörkuðu magni á þessu ári. Því er ekki langt að bíða þessa tímamótabíls, sem ekki myndi kosta meira að aka til Akureyrar en 1.000 krónur. 30.1.2013 09:00
Þriggja ára strákur fær inngöngu í Mensa klúbbinn Aðeins þriggja ára gamall enskur strákur hefur fengið inngöngu í Mensa klúbbinn eftir að greindarpróf sýndi að hann er með greindarvísitölu upp á 136 stig. 30.1.2013 07:44
Óvissustig enn í gildi á Austfjörðum Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Töluvert nýsnævi hefur bæst ofan á gamla snjóinn sem var fyrir um helgina og hafa flóð fallið til fjalla. 30.1.2013 07:05
Karlaflensan virðist til eftir allt saman Ólík virkni heila kynjanna leiðir til þess að karlar verða veikari en konur af umgangspestum ýmiss konar. Þetta er niðurstaða Amöndu Ellison, prófessors í lífeðlisfræði við Durham-háskóla í Bretlandi. 30.1.2013 07:00
Dönsk klámstjarna gerir upp fortíð sína Þegar Katja Kean, ein af þekktustu klámmyndaleikkonum Dana í sögunni, var á toppi ferils síns eftir aldamótin notaði hún tæplega 1,5 milljónir króna á mánuði í dagleg útgjöld. 30.1.2013 06:45
Rafmagnsskömmtun að mestu lokið á Vestfjörðum Viðgerð lauk á flutningslínu Landsnets, Breiðadalslínu 1, síðdegis í gær og lauk þar með skömmtunum og keyrslu varaaflsvéla á norðanverðum Vestfjörðum að Þingeyri undanskilinni. 30.1.2013 06:38
Kettir ein helsta ógnin gegn villtu dýralífi Kettir eru orðnir að einni helstu ógn gegn villtu dýralífi í Bandaríkjunum. Ný rannsókn vísindamanna þarlendis bendir til að kettir drepi allt að rúmlega þrjá milljarða fugla á hverju ári og allt að 20 milljarða smærri spendýra eins og mýs og íkorna. 30.1.2013 06:32
Pólitísk Pandóruaskja Óhætt er að segja að fá mál hafi verið jafn áberandi í íslenskum stjórnmálum síðustu árin, ef ekki áratugina, og Icesave. Fyrir fram benti fátt til þess að starfsemi íslensks banka á erlendri grundu ætti eftir að skekja flestalla stjórnmálaflokka, valda afsögn ráðherra og ógna lífi ríkisstjórnar. Sú varð hins vegar raunin. 30.1.2013 06:30
Gillard boðar þingkosningar í Ástralíu Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti óvænt í morgun að næstu þingkosningar í landinu verði haldnar þann 14. september eða eftir átta mánuði. Reglan í Ástralíu er að boða þingkosningar með nokkurra vikna fyrirvara. 30.1.2013 06:29
Staðfestu John Kerry sem utanríkisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gærkvöld tilnefningu John Kerry, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna með miklum meirihluta eða 94 atkvæðum gegn 3. 30.1.2013 06:24
Rappstjarnan Rick Ross slapp lifandi frá skotárás Skotárás var gerð á rapparann Rick Ross þegar hann ók Rolls Royce bíl sínum um götur Forth Lauderdale í Flórída í fyrrakvöld. Ross náði að flýja undan árásinni en ók þá bílnum á nærliggjandi húsvegg. 30.1.2013 06:18
Reglan að rafmagnið fari Íbúar á Vestfjörðum eru orðnir langþreyttir vegna langvarandi rafmagnsleysis og -skömmtunar undanfarin misseri. Rafmagnslaust var víða á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna skemmda á flutningslínum í Breiðadal, norður frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem Vestfirðingar glíma við rafmagnstruflanir sem raska meðal annars rekstri fyrirtækja. 30.1.2013 06:00
Skattar hækkuðu lán um 21 milljarð Tæplega tíu prósent af nafnverðshækkun íbúðalána frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2012 eru vegna skattkerfisbreytinga sem stjórnvöld hafa ráðist í. 30.1.2013 06:00
Risalaxeldi má ekki hindra olíuleitarskip Ef áform Laxa fiskeldis ganga eftir mun framleiðsla fyrirtækisins á eldislaxi í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði verða ríflega tuttugu þúsund tonn á ári. 30.1.2013 06:00
Hagkerfið vantar 10.000 störf Skapa þarf tíu þúsund störf á næstu árum til að koma á fullri atvinnu hér á landi og mæta vaxandi fjölda einstaklinga á vinnumarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju tímariti Samtaka atvinnulífsins (SA) sem verður til umræðu á opnum morgunverðarfundi SA í Hörpu á morgun. 30.1.2013 06:00
Þjóðin klofin í afstöðu sinni Ríkisstjórn François Hollande, forseta Frakklands, hefur kynnt umdeilt frumvarp þess efnis að hjónaband samkynhneigðra verði gert löglegt í landinu. 30.1.2013 02:00
Þúsundir Egypta hunsa útgöngubann Yfirmaður egypska hersins segir að Egyptaland geti riðað til falls linni ekki hinum harkalegu pólitísku átökum sem tröllriðið hafa landinu síðustu daga og vikur. 30.1.2013 01:30
Stjórnarflokkarnir endurskoða ekki EES Norsk stjórnvöld munu ekki krefjast endurskoðunar EES-samningsins á næsta kjörtímabili haldi núverandi stjórnarmynstur áfram eftir kosningar í haust. Þetta segja forsvarsmenn stjórnarflokkanna þriggja, Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðjuflokksins, rauðgræna samstarfsins svokallaða. 30.1.2013 01:00
Kerry tekur við af Clinton Öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry mætti engri mótstöðu í utanríkismálanefnd deildarinnar í gær þegar hún samþykkti einróma að hann yrði næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 30.1.2013 00:30
Söngvari sveitarinnar var handtekinn Þrír hafa verið handteknir vegna eldsvoðans á næturklúbbnum Kiss í háskólaborginni Santa Maria syðst í Brasilíu í fyrrinótt. 30.1.2013 00:00
Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29.1.2013 22:03
Segja að hljómsveitin hafi kveikt í skemmtistaðnum Kiss Rannsakendur á eldsvoðanum á skemmtistaðnum Kiss í Brasilíu, sem varð 234 að bana fyrr í vikunni, telja fullvíst að eldur hafi kviknað út frá blysum sem hljómsveit notaði sama kvöld. 29.1.2013 21:44
Dómurinn mikilvægt lóð á vogarskálarnar Már Guðmundsson seðlabankastjóri, segir alveg ljóst að niðurstaða EFTA dómstólsins í Icesave-málinu hafi jákvæð áhrif á losun fjármagnshafta. "Það er ekki hægt að segja nákvæmlega hver þau eru eða hversu mikil," segir hann. Það hafi verið orðið ljóst að hin fjárhagslega áhætta sem tengdist Icesavemálinu hafði minnkað verulega þegar ljóst varð hversu góðar heimturnar urðu úr þrotabúi Landsbankans. "Og það hafði að einhverju leyti þegar endurspeglast í lánshæfismatinu og viðurkennt af lánshæfismatsfyrirtækjum. "En það er alveg ljóst að þetta hefur jákvæð áhrif á möguleika þessarar losunar," segir hann. 29.1.2013 20:30
Sögðu Icesave hátt í 600 sinnum á fjórum árum Nærri lætur að orðið Icesave hafi komið fyrir í nærri þriðjungi allra kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá hruni eða 590 sinnum 29.1.2013 19:59
Tíu milljón króna skuld endaði hjá annarri fjölskyldu Ábyrgðarmenn hjóna sem fóru í greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara sitja eftir með skuldir þeirra, eða um tíu milljónir króna. Umboðsmaðurinn hefur ítrekað vakið athygli á þessum vanda. Það var ruv.is sem greindi frá málinu. 29.1.2013 19:43
Nýr Kia til höfuðs Nissan Juke Kia mun kynna nýjan og sportlegan bíl á bílasýningunni í Genf í byrjun mars og lofa myndir af honum góðu. Kia hefur sjálft látið þær í té svona til auka aðeins spennuna fyrir honum. Þessum bíl er meðal annars ætlað það hlutverk að keppa við Nissan Juke jepplinginn og er ekki ósvipað form á þeim tveimur. Bíllinn virðist liggja einhversstaðar á milli stallbaks og jepplings og útlitið hans er skemmtilega djarft og framsækið. Fleiri upplýsingar um bílinn, svo sem um vélbúnað, liggja ekki fyrir og bíður sýningarinnar í Genf. Á myndunum að dæma er enginn B-póstur í bílnum fyrir aftan hurðirnar og afar smár gluggi þar fyrir aftan, eins og títt er með sportbíla. Afturendi bílsins er ári bólginn kringum afturhjólin og skottlínan há. Grillið á bílnum er talsvert frábrugðið öðrum Kia bílum. Nýrnalaga formið heldur sér þó en er mjög teygt og mjótt. Í heildina má segja að erfitt sé að greina að þetta sé bíll frá Kia, en gefur ef til vill tóninn um það sem frá kóreska framleiðandanum kemur á næstunni. Það væri ekki til tjóns ef marka má myndirnar. 29.1.2013 19:00
Íslenska þjóðin var orðin langeyg eftir jákvæðum fréttum Það fór gleðistraumur um samfélagið í gær vegna tíðindanna um Icesave og það er vitað mál að jafn góðar og þýðingamiklar fréttir hafa góð áhrif út í viðskiptalífið og svo atvinnulífið. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 29.1.2013 18:59
Snjóflóðahætta á Austfjörðum - einnig hætta á Vestfjörðum Snjóflóðahætta er á Austfjörðum en á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að töluvert nýsnævi hefur bæst ofan á gamla snjóinn sem var fyrir um helgina og hafa flóð fallið til fjalla. 29.1.2013 18:28
Viltu njóta lífsins - þá er þetta starf líklega fyrir þig "Þetta felst aðallega í því að prófa vörurnar okkar. Við viljum fá fólk sem prófar vörur og þjónustu, þannig starfið gengur eiginlega bara út á það að fara út að borða, fara á hótel eða í nudd eða dekur og annað eins,“ segir Kristján Einar Kristjánsson, viðskiptastjóri Hópkaups.is, þegar hann reynir að útskýra fyrir hlustendum Bylgjunnar í Reykjavík síðdegis í dag, út á hvað besta starfið á Íslandi gengur. 29.1.2013 17:58
Ók aftan á bensínlausan bíl Ekið var aftan á bensínlausa bifreið á Miklubrautinni við Ártúnsbrekku skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð ökumaður bensínlaus á leiðinni og skildi því bílinn eftir. 29.1.2013 17:25
Segir eðlilegt að íhuga vantraust Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að stjórnarandstaðan hljóti að íhuga vantrauststillögu á ríkisstjórnina við þær aðstæður sem nú eru uppi. Stjórnin hafi ekki lengur meirihluta á þingi og þá spili niðurstaða Icesave málsins inn í. Eins og Vísir greindi frá í dag íhuga sjálfstæðismenn og framsóknarmenn að leggja fram vantrauststillögu. 29.1.2013 17:19
Laglegri og betri Auris Ný kynslóð Toyota Auris var kynnt blaðamönnum fyrir stuttu í strandbænum Cascaís suður af Lissabon, höfuðborg Portúgals. Toyota Auris er í C-stærðarflokki og á hann 3 minni bræður af Toyota gerð, IQ, Aygo og Yaris, en næsti bíll fyrir ofan hann að stærð er Corolla. Um talsvert breyttan bíl er að ræða og mun fallegri en síðustu kynslóð hans. Toyota hefur sagst ætla að hverfa frá afturhaldssamri og átakalítilli hönnun á bílum sínum og gerast djarfari og marka skarpari línur. Það hefur að nokkru tekist með ytra útlit Auris, hann er talsvert fríðari en djörfung er kannski ekki fyrsta orðið sem kemur í hugann þegar hann er barinn augum. Auris hefur verið vinsæll bíll frá því hann fyrst leit dagsljósið árið 2006 og ári seinna í Evrópu. Hann hefur alls selst í 5 milljónum eintaka og í fyrra seldust 189 eintök hans hér á landi, sýnu fleiri með bensínvél en díselvél. Það gæti breyst í ár. Góð dísilvél en Hybrid öflugastur Sjaldgæft er að þrjár vélargerðir séu í boði í prufunum en Auris var prófaður með bensínvél, díselvél og í Hybrid útfærslu. Tvær þeirra líkuðu mjög vel en ein síður. Dísilvélin er 1,4 lítra og skilar 90 hestöflum. Hún togar mjög vel og aflið er merkilega gott fyrir ekki stærri vél. Bensínbíllinn var með 1,33 lítra og 100 hestafla vél. Með henni er bíllinn ansi latur og uppfyllir seint kröfur ökumanna sem ekki vilja ávallt silast áfram í umferðinni. Aflmesti bíllinn var Hybrid útgáfa Auris með 1,8 l. bensínvél með tvinntækni sem skilar 136 hestöflum.Það þarf þó ekki að þýða að hann sé besti akstursbíllinn því þyngd hans dregur úr hæfninni og dísilútgáfan með sprækri en lítilli vél er sá liprasti þeirra að mati greinarskrifara. Hybrid bíllinn er með uppgefna fáheyrða eyðslu uppá 2,1 l. á hverja hundrað kílómetra. Leit er að öðru eins. Bíllinn með dísilvélinni nýðist ekki heldur beint á náttúrunni því uppgefin meðaleyðsla hans er 3,8 lítrar, en 5,4 l. með litlu bensínvélinni. Bensínbíllinn er líka umtalsvert ódýrastur þeirra og munar 300.000 krónum á honum og ódýrasta dísilbílnum. Lipur akstursbíll sem hefur batnað Talsverðu hefur verið breytt frá fyrri kynslóð sem eykur aksturshæfni hans. Bíllinn er 50 kg léttari, hefur lækkað um 5,5 cm og sætisstaðan um 4 cm. Því er þyngdarpunkturinn umtalsvert neðar. Hann er með nýjan undirvagn og fjöðrun, er allur stífari og betur hljóðeinangraður. Fyrir vikið er bíllinn mun betri og liprari í akstri og var þó forverinn enginn stirðbusi. Ánægjulegt var að henda honum eftir oft á tíðum hlykkjóttum vegum smábæja og vogskorinni ströndinni. Auris er ferlega einfaldur og ljúfur í keyrslu og grær utanum ökumann. Ekki versnar það þegar komið er á meiri hraðakstursvegi og eru fáir bílar af þessari stærð eins stöðugir á vegi á dágóðri ferð. Athygli vakti einnig að bíllinn náði meira en uppgefnum hámarkshraða og fór einkar vel með það á góðum hraðakstursvegi. Ein stærsta og jákvæðasta breytingin milli kynslóða er nákvæmara stýri sem svarar ökumanni betur. Auris má bæði fá með beinskiptingu og CVT-sjálfskiptingu. Beinskiptingin er fín og lipur í notkun en ekki hefur enn tekist að gera CVT-sjálfskiptinguna nógu góða til að hún komi til greina framyfir bílinn beinskiptan. Hún hefur til dæmis þann ókost að ef þarf að flýta sér hækkar snúningurinn endalaust og hávaðinn eftir því. Viðbrögðin er oftast þau að fara af bensíngjöfinni og þá er gamanið dálítið búið. Lygilega rúmgott innanrými Að innan er Auris sniðuglega hannaður og rúmmikill. Fótarými afturí hefur lengst um 2 cm og skottið er heilir 360 lítrar, þökk sé sniðuglegri hönnun. Það á einnig við Hybrid bílinn, því batteríin sem tóku af því 120 lítra áður eru nú komin undir sætin. Innréttingin er hagnýt og hún og mælaborð ári laglegt en í heild er innréttingin í meðallagi af fegurð sökum slakari efnisnotkunar en hjá mörgum samkeppnisbílum hans. Allt er greinilega vel smíðað sem ávallt hjá Toyota, en viss hráleiki streymir frá innréttingunni sökum þessa. Taka þarf sérstaklega fram að það á ekki við Hybrid bílinn sem og dýrustu útfærslur á innréttingum hinna bílanna. Það er ekki að efa að Auris mun vegna vel sem fyrr, en hann á samt í höggi við marga ágæta bíla í sama stærðarflokki, svo sem Volkswagen Golf, Ford Focus, Kia cee´d, Hyundai i30, Mazda3, Honda Civic, Opel Astra, Renault Megane og Citroën C4, svo einhverjir séu nefndir. Kostir: Merkilega rúmur að innan Mikið bætt akstursgeta Spræk dísilvél Ókostir: Efnisnotkun í innréttingu CVT-sjálfskiptingin 29.1.2013 17:15
Óvissustig á Austfjörðum Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. 29.1.2013 16:52
Skólastjóri beðinn um að hætta ekki Jóhann Geirdal skólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ hefur verið beðinn um að endurskoða ákvörðun sínan um að segja upp störfum, en hann sagði upp á fimmtudag í síðustu viku vegna óánægju með framlög til skólans. Hann sagði rekstrarkostnað skólans um 15% undir kostnaði skóla í Reykjavík og að skert framlög kæmu niður á sérkennslu við skólann. 29.1.2013 16:34
Landspítalinn áfram á óvissustigi Landspítalinn verður áfram á óvissustigi. Þetta var niðurstaða framkvæmdastjórnar Landspítalans sem hélt fund með yfirlæknum og deildarstjórum í hádeginu í dag til þess að fara yfir stöðu mála vegna plássleysis og flensu. 29.1.2013 16:08