Litlar líkur á tillögu um vantraust á stjórn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 31. janúar 2013 06:00 Þrátt fyrir að njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna bendir fátt til annars en ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið.fréttablaðið/vilhelm Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki haft þingmeirihluta síðan Róbert Marshall sagði sig úr þingflokki Samfylkingarinnar 11. október í fyrra. Síðan þá hefur hún því verið minnihlutastjórn. Vaninn er að slíkar stjórnir semji við stjórnarandstöðu, eða að minnsta kosti hluta hennar, um stuðning, en sú hefur ekki verið raunin nú. Stjórnin hefur haft stuðning einstakra þingmanna í ákveðnum málum og komið mörgum stórum málum í gegn. Nægir að nefna Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í því efni. Eftir að Icesave-dómurinn féll á mánudag hafa þær raddir orðið háværari að réttast væri að ríkisstjórnin færi frá og rætt hefur verið um að leggja fram tillögu um vantraust. Það var síðast gert í apríl 2011, þegar tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var felld með 32 atkvæðum gegn 30. Síðan hafa orðið ýmsar vendingar og fækkað í stjórnarliðinu um tvo; Róbert hjá Samfylkingu og Jón Bjarnason hjá Vinstri grænum. Litlar líkur eru þó á að tillaga um vantraust yrði samþykkt nú. Róbert og Guðmundur Steingrímsson eru á kafi í undirbúningi kosninga með nýjum flokki, Bjartri framtíð, og flýting kosninga er ekki efst á óskalista þeirra. Þá hefur Hreyfingin lagt gríðarlega áherslu á breytingar á stjórnarskránni og mun telja bestu leiðina til að þær náist fram þá sem núverandi stjórn stendur fyrir. Þá má ekki gleyma því hve stutt er eftir af þinginu, en því verður frestað 15. mars. Yrði vantraust samþykkt nú er langlíklegasta niðurstaðan að stjórnin mundi sitja fram að kosningum sem starfsstjórn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa engar þreifingar verið um stuðning við vantrauststillögu utan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sé ætlunin að leggja slíka tillögu fram, í kjölfarið á Icesave-dómnum, má segja að sú tillaga yrði að koma fram í dag. Enginn þingfundur er á morgun, vegna landsfundar Samfylkingarinnar, og næsta vika er kjördæmavika. Næsti fundur er því ekki fyrr en 11. febrúar og augnablikið varðandi Icesave liðið hjá, auk þess sem rétt rúmur mánuður verður þá til kosninga. Staðan er því sú að komi ekki til vantrauststillögu í dag lítur hún trauðla dagsins ljós á yfirstandandi þingi. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki haft þingmeirihluta síðan Róbert Marshall sagði sig úr þingflokki Samfylkingarinnar 11. október í fyrra. Síðan þá hefur hún því verið minnihlutastjórn. Vaninn er að slíkar stjórnir semji við stjórnarandstöðu, eða að minnsta kosti hluta hennar, um stuðning, en sú hefur ekki verið raunin nú. Stjórnin hefur haft stuðning einstakra þingmanna í ákveðnum málum og komið mörgum stórum málum í gegn. Nægir að nefna Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í því efni. Eftir að Icesave-dómurinn féll á mánudag hafa þær raddir orðið háværari að réttast væri að ríkisstjórnin færi frá og rætt hefur verið um að leggja fram tillögu um vantraust. Það var síðast gert í apríl 2011, þegar tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var felld með 32 atkvæðum gegn 30. Síðan hafa orðið ýmsar vendingar og fækkað í stjórnarliðinu um tvo; Róbert hjá Samfylkingu og Jón Bjarnason hjá Vinstri grænum. Litlar líkur eru þó á að tillaga um vantraust yrði samþykkt nú. Róbert og Guðmundur Steingrímsson eru á kafi í undirbúningi kosninga með nýjum flokki, Bjartri framtíð, og flýting kosninga er ekki efst á óskalista þeirra. Þá hefur Hreyfingin lagt gríðarlega áherslu á breytingar á stjórnarskránni og mun telja bestu leiðina til að þær náist fram þá sem núverandi stjórn stendur fyrir. Þá má ekki gleyma því hve stutt er eftir af þinginu, en því verður frestað 15. mars. Yrði vantraust samþykkt nú er langlíklegasta niðurstaðan að stjórnin mundi sitja fram að kosningum sem starfsstjórn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa engar þreifingar verið um stuðning við vantrauststillögu utan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sé ætlunin að leggja slíka tillögu fram, í kjölfarið á Icesave-dómnum, má segja að sú tillaga yrði að koma fram í dag. Enginn þingfundur er á morgun, vegna landsfundar Samfylkingarinnar, og næsta vika er kjördæmavika. Næsti fundur er því ekki fyrr en 11. febrúar og augnablikið varðandi Icesave liðið hjá, auk þess sem rétt rúmur mánuður verður þá til kosninga. Staðan er því sú að komi ekki til vantrauststillögu í dag lítur hún trauðla dagsins ljós á yfirstandandi þingi.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira