Litlar líkur á tillögu um vantraust á stjórn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 31. janúar 2013 06:00 Þrátt fyrir að njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna bendir fátt til annars en ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið.fréttablaðið/vilhelm Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki haft þingmeirihluta síðan Róbert Marshall sagði sig úr þingflokki Samfylkingarinnar 11. október í fyrra. Síðan þá hefur hún því verið minnihlutastjórn. Vaninn er að slíkar stjórnir semji við stjórnarandstöðu, eða að minnsta kosti hluta hennar, um stuðning, en sú hefur ekki verið raunin nú. Stjórnin hefur haft stuðning einstakra þingmanna í ákveðnum málum og komið mörgum stórum málum í gegn. Nægir að nefna Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í því efni. Eftir að Icesave-dómurinn féll á mánudag hafa þær raddir orðið háværari að réttast væri að ríkisstjórnin færi frá og rætt hefur verið um að leggja fram tillögu um vantraust. Það var síðast gert í apríl 2011, þegar tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var felld með 32 atkvæðum gegn 30. Síðan hafa orðið ýmsar vendingar og fækkað í stjórnarliðinu um tvo; Róbert hjá Samfylkingu og Jón Bjarnason hjá Vinstri grænum. Litlar líkur eru þó á að tillaga um vantraust yrði samþykkt nú. Róbert og Guðmundur Steingrímsson eru á kafi í undirbúningi kosninga með nýjum flokki, Bjartri framtíð, og flýting kosninga er ekki efst á óskalista þeirra. Þá hefur Hreyfingin lagt gríðarlega áherslu á breytingar á stjórnarskránni og mun telja bestu leiðina til að þær náist fram þá sem núverandi stjórn stendur fyrir. Þá má ekki gleyma því hve stutt er eftir af þinginu, en því verður frestað 15. mars. Yrði vantraust samþykkt nú er langlíklegasta niðurstaðan að stjórnin mundi sitja fram að kosningum sem starfsstjórn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa engar þreifingar verið um stuðning við vantrauststillögu utan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sé ætlunin að leggja slíka tillögu fram, í kjölfarið á Icesave-dómnum, má segja að sú tillaga yrði að koma fram í dag. Enginn þingfundur er á morgun, vegna landsfundar Samfylkingarinnar, og næsta vika er kjördæmavika. Næsti fundur er því ekki fyrr en 11. febrúar og augnablikið varðandi Icesave liðið hjá, auk þess sem rétt rúmur mánuður verður þá til kosninga. Staðan er því sú að komi ekki til vantrauststillögu í dag lítur hún trauðla dagsins ljós á yfirstandandi þingi. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki haft þingmeirihluta síðan Róbert Marshall sagði sig úr þingflokki Samfylkingarinnar 11. október í fyrra. Síðan þá hefur hún því verið minnihlutastjórn. Vaninn er að slíkar stjórnir semji við stjórnarandstöðu, eða að minnsta kosti hluta hennar, um stuðning, en sú hefur ekki verið raunin nú. Stjórnin hefur haft stuðning einstakra þingmanna í ákveðnum málum og komið mörgum stórum málum í gegn. Nægir að nefna Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í því efni. Eftir að Icesave-dómurinn féll á mánudag hafa þær raddir orðið háværari að réttast væri að ríkisstjórnin færi frá og rætt hefur verið um að leggja fram tillögu um vantraust. Það var síðast gert í apríl 2011, þegar tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var felld með 32 atkvæðum gegn 30. Síðan hafa orðið ýmsar vendingar og fækkað í stjórnarliðinu um tvo; Róbert hjá Samfylkingu og Jón Bjarnason hjá Vinstri grænum. Litlar líkur eru þó á að tillaga um vantraust yrði samþykkt nú. Róbert og Guðmundur Steingrímsson eru á kafi í undirbúningi kosninga með nýjum flokki, Bjartri framtíð, og flýting kosninga er ekki efst á óskalista þeirra. Þá hefur Hreyfingin lagt gríðarlega áherslu á breytingar á stjórnarskránni og mun telja bestu leiðina til að þær náist fram þá sem núverandi stjórn stendur fyrir. Þá má ekki gleyma því hve stutt er eftir af þinginu, en því verður frestað 15. mars. Yrði vantraust samþykkt nú er langlíklegasta niðurstaðan að stjórnin mundi sitja fram að kosningum sem starfsstjórn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa engar þreifingar verið um stuðning við vantrauststillögu utan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sé ætlunin að leggja slíka tillögu fram, í kjölfarið á Icesave-dómnum, má segja að sú tillaga yrði að koma fram í dag. Enginn þingfundur er á morgun, vegna landsfundar Samfylkingarinnar, og næsta vika er kjördæmavika. Næsti fundur er því ekki fyrr en 11. febrúar og augnablikið varðandi Icesave liðið hjá, auk þess sem rétt rúmur mánuður verður þá til kosninga. Staðan er því sú að komi ekki til vantrauststillögu í dag lítur hún trauðla dagsins ljós á yfirstandandi þingi.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira