Holskefla kynferðisbrotamála Sunna Valgerðardóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Rannsókn lögreglu á málum Karls Vignis miðar vel og hann er sagður samvinnuþýður í yfirheyrslum. Hann situr nú í síbrotagæslu.Fréttablaðið/GVA Fjölmiðlar hafa fjallað um tuttugu óskyld mál tengd kynferðislegri misnotkun á börnum á tímabilinu 7.-27. janúar. Karl Vignir Þorsteinsson og hans gjörðir teljast sem eitt. Þrjú kynferðisbrotamál er varða fullorðna hafa verið í fréttum það sem af er ári. Árið 2013 bauð okkur velkomin með stærstu flóðbylgju mála er varðar kynferðisbrot gegn börnum sem sögur fara af á Íslandi. Eins og alþjóð veit hófst umræðan með umfjöllun Kastljóssins þann 7. janúar um Karl Vigni Þorsteinsson, sem játaði í þáttunum að hafa brotið kynferðislega á hátt í fimmtíu börnum á hálfrar aldar tímabili. Fleiri menn voru handteknir í kjölfarið, margir vegna eldri mála, en aðrir létu umræðuna í samfélaginu ekki aftra sér frá því að brjóta þá og þegar á börnum. Rannsóknardeildir lögreglunnar á Akureyri og í Reykjavík hafa vart undan að rannsaka kynferðisbrotamál tengd börnum og unglingum og segjast báðar deildir aldrei fyrr hafa fengið slíkan fjölda mála á jafn stuttum tíma. Barnahús getur ekki annað eftirspurn og samkvæmt forstöðukonu staðarins hafa símalínur verið rauðglóandi allt frá byrjun mánaðarins. Sama sagan er hjá Stígamótum. Ríkissaksóknari segir embættið undirmannað og ákærði einungis í 15 barnaníðsmálum allt árið í fyrra. Alls hafa tuttugu óskyld mál um kynferðisbrot gegn börnum verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á tímabilinu 7. janúar til þess 27. Hafa ber í huga að fregnir af brotum Karls Vignis eru þar taldar sem ein. Nokkrir dómar hafa fallið, fórnarlömb kæra brot, fyrnd og ófyrnd, um land allt og mönnum hefur verið vísað úr starfi vegna gamalla brota. Þá hefur almenningur einnig reynt að taka lögin í sínar eigin hendur með ofbeldi og nafngreiningu á meintum kynferðisbrotamönnum, bæði í fjöldapóstum sem dreift er í hús og á samfélagsmiðlum. Sérfræðingar vara við slíkum leiðum og segja það grafa undan réttarkerfinu. Einhver gæti sagt að umfjallanir um tuttugu kynferðisbrotamál gegn börnum á tuttugu dögum væru tuttugu of mikið. Það er vissulega tuttugu kynferðisbrotum of mikið, en hversu erfið sem umræðan kann að vera þá er hún nauðsynleg. Þrjú mál ekki tengd börnum Þrjú kynferðisbrotamál sem ekki tengdust börnum rötuðu í fjölmiðla í janúar 2013 á móti þeim tuttugu þar sem börn komu við sögu. Málin eru misalvarleg. 6. janúar Karlmaður kærir nauðgun til lögreglu sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur. Fyrstu fregnir hermdu að um hópnauðgun hefði verið að ræða en þær voru síðar dregnar til baka. Rannsókn lögreglu á málinu er enn í gangi. 10. janúar Karlmaður er sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Ástæða sýknu var meðal annars sú að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á fór úr að ofan og lagðist hjá honum. 11. janúar Stefán Logi Sívarsson og Þorsteinn Birgisson eru dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun 19 ára stúlkuHeimild: Fjölmiðlavaktin. Grafík/Klara Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Fjölmiðlar hafa fjallað um tuttugu óskyld mál tengd kynferðislegri misnotkun á börnum á tímabilinu 7.-27. janúar. Karl Vignir Þorsteinsson og hans gjörðir teljast sem eitt. Þrjú kynferðisbrotamál er varða fullorðna hafa verið í fréttum það sem af er ári. Árið 2013 bauð okkur velkomin með stærstu flóðbylgju mála er varðar kynferðisbrot gegn börnum sem sögur fara af á Íslandi. Eins og alþjóð veit hófst umræðan með umfjöllun Kastljóssins þann 7. janúar um Karl Vigni Þorsteinsson, sem játaði í þáttunum að hafa brotið kynferðislega á hátt í fimmtíu börnum á hálfrar aldar tímabili. Fleiri menn voru handteknir í kjölfarið, margir vegna eldri mála, en aðrir létu umræðuna í samfélaginu ekki aftra sér frá því að brjóta þá og þegar á börnum. Rannsóknardeildir lögreglunnar á Akureyri og í Reykjavík hafa vart undan að rannsaka kynferðisbrotamál tengd börnum og unglingum og segjast báðar deildir aldrei fyrr hafa fengið slíkan fjölda mála á jafn stuttum tíma. Barnahús getur ekki annað eftirspurn og samkvæmt forstöðukonu staðarins hafa símalínur verið rauðglóandi allt frá byrjun mánaðarins. Sama sagan er hjá Stígamótum. Ríkissaksóknari segir embættið undirmannað og ákærði einungis í 15 barnaníðsmálum allt árið í fyrra. Alls hafa tuttugu óskyld mál um kynferðisbrot gegn börnum verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á tímabilinu 7. janúar til þess 27. Hafa ber í huga að fregnir af brotum Karls Vignis eru þar taldar sem ein. Nokkrir dómar hafa fallið, fórnarlömb kæra brot, fyrnd og ófyrnd, um land allt og mönnum hefur verið vísað úr starfi vegna gamalla brota. Þá hefur almenningur einnig reynt að taka lögin í sínar eigin hendur með ofbeldi og nafngreiningu á meintum kynferðisbrotamönnum, bæði í fjöldapóstum sem dreift er í hús og á samfélagsmiðlum. Sérfræðingar vara við slíkum leiðum og segja það grafa undan réttarkerfinu. Einhver gæti sagt að umfjallanir um tuttugu kynferðisbrotamál gegn börnum á tuttugu dögum væru tuttugu of mikið. Það er vissulega tuttugu kynferðisbrotum of mikið, en hversu erfið sem umræðan kann að vera þá er hún nauðsynleg. Þrjú mál ekki tengd börnum Þrjú kynferðisbrotamál sem ekki tengdust börnum rötuðu í fjölmiðla í janúar 2013 á móti þeim tuttugu þar sem börn komu við sögu. Málin eru misalvarleg. 6. janúar Karlmaður kærir nauðgun til lögreglu sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur. Fyrstu fregnir hermdu að um hópnauðgun hefði verið að ræða en þær voru síðar dregnar til baka. Rannsókn lögreglu á málinu er enn í gangi. 10. janúar Karlmaður er sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Ástæða sýknu var meðal annars sú að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á fór úr að ofan og lagðist hjá honum. 11. janúar Stefán Logi Sívarsson og Þorsteinn Birgisson eru dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun 19 ára stúlkuHeimild: Fjölmiðlavaktin. Grafík/Klara
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“