Fleiri fréttir

Íslandsbíllinn Toyota Hilux annar í París-Dakar

París-Dakar rallinu lauk um helgina í Santiago í Chile. Sigurvegari í bílaflokki var Stephané Peterhansel og það í tíunda skipti í París-Dakar. Hann ók á nýjum bíl Mini Clubman en hafði mörg ár þar á undan unnið á Volkswagen Touareg jeppa. Annar varð annar Frakki, Giliel de Villiers á Íslandsbílnum góða Toyota Hilux. Hann varð þriðji í fyrra á sama bíl og vinnur næst ef hann heldur áfram að sækja á brattann! Villiers var 42 mínútum á eftir Peterhansel. Þriðji í keppninna var síðan Rússin Zhiltsov á samskonar bíl og Peterhansel, Mini Clubman. Það voru 92 bílar sem kláruðu rallið af þeim 153 bílum sem hófu keppni. Þar af voru 4 Toyota Hilux bílar og kláruðu þeir allir keppnina, í öðru, tíunda, ellefta og fimmtánda sæti. Flottur árangur það.

Köfunarslys við Kaffivagninn

Köfunarslys varð í höfninni við Kaffivagninn laust eftir klukkan tvö í dag. Sjúkraflutningamenn voru kallaðir á vettvang til þess að flytja kafarann á slysadeild. Óljóst er hvað olli slysinu og þá er líka óljóst um líðan kafarans.

Kjarasamningar framlengdir til loka nóvember

Tekin var ákvörðun um það á fundi forystumanna Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan hálftvö í dag að framlengja kjarasamninga til 30. nóvember næstkomandi. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíminn fram að hausti yrði nýttur til að undirbúa næstu kjarasamninga.

Fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Við nálgumst 23. janúar ár hvert sem þakkargjörð," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en á miðvikudaginn eru liðin fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins.

Málefni hælisleitenda tekin til endurskoðunar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ákveðið að fara yfir allt verklag sem lýtur að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd eða hæli, hérlendis. Nær sú endurskoðun til verkferla allt frá því að hælisleitandi gefur sig fram við komu til Íslands, meðferð Útlendingastofnunar, ráðuneytisins og annarra aðila sem koma þurfa að málum.

Afi togaði hákarl frá barnahópi

62 ára gamall ferðamaður slapp með skrekkinn þegar hann togaði í hákarl sem synti í grunnu vatni við strönd Ástralíu í gær.

Konur láta til sín taka á Sundance

Hin virta Sundance-kvikmyndahátíð stendur nú sem hæst, en hún er haldin ár hvert í borginni Park City í Utah-fylki Bandaríkjanna. Það sem vekur sérstaka athygli í ár er að jafn margar konur eiga mynd í aðalkeppninni og karlar, en það hefur aldrei gerst áður í 35 ára sögu hátíðarinnar.

Mercedes-Benz með lítinn sendibíl

Mercedes-Benz hefur nú sett á markað nettan sendibíl sem fengið hefur nafnið Citan, þann minnsta sem ber nafn Mercedes Benz. Citan er afrakstur samstarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan því þessi bíll er í raun sami bíllinn og Renault Kangoo, sem vel þekktur er hér á landi. Citan er ætlað það hlutverk að efla sölu Mercedes-Benz enn frekar í atvinnubílum en Daimler AG, framleiðandi Mercedes-Benz, er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Fyrir er þýski framleiðandinn með þónokkra línu sendibíla, s.s. Vario, Sprinter og Vito. Sprinter hefur verið talsvert vinsæll sendibíll hér á landi. Citan verður í boði með eyðslugrönnum dísil- og bensínvélum sem allar státa af lágri koltvísýringslosun. Citan má fá með Blue EFFICIENCY búnaði eins og lúxusbílar Mercedes-Benz eru boðnir en búnaðurinn eykur á sparneytni bíla og minnkar útblástur skaðlegra lofttegunda. Citan verður boðinn í fleiri útgáfum en sem sendibíll og má einnig fá hann sem fjölnotabíl. Hann fæst í mismunandi lengd og hæð og býður því upp á marga notkunarmöguleika. Nýr Mercedes-Benz Citan kostar frá 3.590.000 kr. með vsk. hjá söluaðila bílsins hér á landi, Öskju. Bíllinn verður frumsýndur í Öskju nk. laugardag 26. janúar kl. 12-16.

Bjargað eftir þrjá daga á fleka

Skemmtiferðaskip á leið sinni til Suðurskautslandsins tók á sig 1800 kílómetra krók til þess að bjarga siglingarmanni í Suðurhöfum í gær. Skúta mannsins varð fyrir skemmdum suðvestur af áströlsku eyjunni Tasmaníu á föstudag.

Myndarlegur gráhegri heiðrar Hafnfirðinga með nærveru sinni

Það var fallegt um að litast við tjörnina í Hafnarfirði þegar Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2 og ljósmyndari, leit þar við um helgina. Þar sá hann fallegan gráhegra. Hann er frekar styggur og fljótur að fljúga upp ef menn reyna að nálgast hann. Hinir fuglarnir láta hann í friði, en Egill varð var við að endurnar veittu því athygli hvers lags furðufugl væri þarna á ferðinni.

Riddari götunnar lést eftir árás

Hinn 76 ára gamli Guðjón Guðjónsson sem lést eftir að ráðist var á hann og bíl hans stolið var áberandi á meðal þeirra sem létu sjá sig í miðborginni á sumrin. Hann hafði vakið athygli fyrir það að hafa spilað úrvals harmonikkutónlist fyrir vegfarendur Laugavegs og Austurstrætis á góðviðrisdögum síðustu sumra.

Biscúter eftirstríðsáranna

Í hráefnisþurrð áranna eftir seinni heimsstyrjöldina var enn meir þörf fyrir smábíla í Evrópu en hún er í dag. Stál, gúmmí, eldsneyti og allslags hráefni til smíði bíla var af skornum skammti. Þá þýddi ekki að halda áfram smíði stórra orkufrekra bíla til að komast leiðar sinnar. Á þessum tíma voru framleiddir ýmsir áhugaverðir agnarsmáir bílar í álfunni, eins og Isetta og Goggomobile, sem nú eru verðmætir söfnunargripir. Spánverja létu ekki sitt eftir liggja við smíði agnarsmárra bíla og þó svo þessi Biscúter sem sést hér að ofan hafi ekki orðið eins þekktur og hinir tveir, var hann athyglivert framlag Spánverja til smíði smárra bíla og hann seldist ágætlega. Hann varð reyndar svo vinæll á Spáni að hann var kallaður Bjalla Spánverjans af Þjóðverjum og Mini Spánverjans af Bretum. Sjálfir kölluðu þeir hann “Zapatilla”, eða “litli skór”. Það var Frakkinn Gabriel Voisin sem teiknaði Biscúter, sem hann reyndar kallaði “Biscooter” og hafði þá merkingu að vera um það bil á stærð við tvo “scooter”. Enginn hafði áhuga á hönnum Voisin í heimalandinu og svo fór að hann seldi hana til spænsks bílaframleiðanda, Autonacional S.A. í Barcelona sem hóf strax framleiðslu Biscúter, árið 1953. Bíllinn var með 0,2 lítra eins strokks vél, 9 hestafla og framhjóladrifinn, en það skrítna var að aðeins annað framhjólið fékk afl frá vélinni. Skiptingin var þriggja gíra. Bíllinn hafði ýmsa athygliverða kosti, svo sem sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, undirvagn úr áli og svo var hann blæjubíll. Blæjuna mátti fjarlægja með fáum handtökum. Biscúter var framleiddur örlítið fram á sjöunda áratuginn, alls um 12.000 bílar. Hann tapaði vinsældum sínum af sömu ástæðu og aðra smábílar álfunnar, einkum vegna bætts efnahags og betra aðgengis hráefna. Bílar tóku að stækka og verða dýrari, en kaupendur höfðu efni á því. Mjög fáir Biscúter bílar eru til í dag sem gera hann að einum eftirsóknarverðasta söfnunargrip meðal smábíla.

Margir slasaðir eftir árekstur farþegalesta í Vín

Tvær farþegalestir lentu í árrekstri í Vín höfuðborg Austurríkis í morgun. Fjöldi farþega slasaðist við áreksturinn sem var mjög harður þar sem lestirnar keyrðu framan á hvor aðra á töluverðum hraða.

Réttarhöld hefjast í Delí

Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr.

Tilræðið sagt sviðsett

Talið var að ótrúleg heppni hefði orðið til þess að ekki hljóp skot úr byssu manns sem komst upp að hlið stjórnmálamanns á stjórnmálafundi í Búlgaríu á laugardaginn. Nú er annað hljóð komið í strokkinn.

Segir Hugo Chavez vera á batavegi

Hugo Chavez forseti Venesúela mun vera á batavegi á sjúkrahúsinu á Kúbu þar sem hann gekkst undir krabbameinsaðgerð í síðasta mánuði.

Rafgeymar Dreamliner þotunnar eru í lagi

Sérfræðingar frá bandaríska öryggiseftirlitinu hafa komist að því að ekkert sé að rafgeymunum í Dreamliner þotunum sem rannsakaðar hafa verið á vegum bandarískra flugmálayfirvalda undanfarna daga.

Harpa kostaði 17,5 milljarða

Heildarkostnaður við byggingu tónlistarhússins Hörpu er talinn vera 17,5 milljarðar króna. Þá hafa stjórnarmenn í félögum sem tengjast tónlist Hörpu fengið ríflega fjörutíu milljónir í sinn hlut frá því í maí 2011.

Langaði að geta kysst börnin sín góða nótt

"Draumurinn var að geta með þessum hætti sameinað fjölskyldulífið og vinnuna. Reka lítinn heimilislegan veitingastað nánast inni á heimilinu," segir Völundur Snær Völundarson veitingamaður. "Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði."

Framsóknarmenn eru líklegastir til að eiga byssu

Hinn dæmigerði íslenski skotvopnaeigandi er karlmaður yfir fimmtugu sem býr á landsbyggðinni og kýs Framsóknarflokkinn. Þetta má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í síðustu viku. Fjórðungur íslenskra karlmanna á byssu samkvæmt könnuninni.

Fjórir létu lífið í snjóflóði

Fjórir létu lífið þegar sex manna gönguhópur lenti í snjóflóði í hálöndum Skotlands síðdegis í dag. 24 ára kona var flutt á spítala en ástand hennar er talið alvarlegt.

Samdráttur fram úr svörtustu akstursspá

Umferð um Víkurskarð hefur dregist saman um tólf prósent frá árinu 2010. Umferð um skarðið í fyrra reyndist hálfu prósentustigi minni en dekksta spáin sem sett var fram í Endurskoðaðri umferðarspá um Vaðlaheiðargöng 2016 til 2040.

Snæfríður Baldvinsdóttir bráðkvödd

Snæfríður Baldvinsdóttir, fyrrverandi lektor við Háskólann á Bifröst, var bráðkvödd á heimili sínu í gær. Foreldrar hennar eru Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.

Mikið um lús í ár

Lúsin kemur alltaf af og til upp í skólum en skólahjúkrunarfræðingar á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í haust skráð 102 lúsartilfelli.

Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos

Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld.

Fáir skjólstæðingar Stígamóta leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana

Einungis tuttugu af þeim hundrað og fjörutíu sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu áður leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Talskona samtakanna vill að móttakan verði bætt til muna og flutt frá bráðaþjónustunni, en hún hefur skorað á velferðarráðherra að beita sér í málinu.

Árni Páll með yfirhöndina samkvæmt nýrri könnun

Árni Páll Árnason nýtur sextíu og tveggja prósenta stuðnings á meðal Samfylkingarfólks samkvæmt könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Guðbjartur Hannesson mælist með þrjátíu og sjö prósenta fylgi.

Fékk hjartaáfall í sundi

Maður var hætt kominn í sundlauginni í Laugardal skömmu fyrir hádegi í dag. Maðurinn fékk hjartaáfall. Starfsfólk laugarinnar veittu honum skyndihjálp auk þess sem notast var við hjartastuðtæki.

Fimm hryðjuverkamenn á lífi

Fimm hryðjuverkamenn, sem réðust á gasvinnslustöðina í Alsír á miðvikudaginn, eru lifandi og í haldi alsírskra yfirvalda. Þetta kemur fram á BBC í dag.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna lýsir yfir þungum áhyggjum

Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem yfirvofandi er vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum almennt og Barnaspítala Hringsins sérstaklega. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Dagur styður Guðbjart í formanninn

Dagur B Eggertsson fráfarandi varaformaður Samfylkingarinnar styður Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í embætti formanns flokksins.

Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp

Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum.

Sjá næstu 50 fréttir