Fleiri fréttir

Slökkviliðsmenn og nemendur unnu hetjudáð

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir að slökkviliðsmenn og eldri bekkingar í grunnskóla Siglufjarðar hafi unnið hetjudáð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi á þrettándagleði í gær.

Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára

Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga.

Skelfing greip um sig á Allanum

Skelfing greip um sig meðal barna og fullorðinna þegar eldur kviknaði í skemmtistaðnum Allanum á Silgufirði á miðri þrettándaskemmtun þar í gærkvöldi. Mildi þykir að sjö ára stúlka, sem var við eldsupptökin, skuli hafa sloppið ómeidd.

Mega ekki sitja klofvega á mótorhjólum

Í Achehéraði í Indónesíu hafa verið tekin upp Sharialög. Með þeim fylgja margsháttar boð og bönn sem oft beinast aðeins að konum. Eitt þeirra er að þegar konur sitja fyrir aftan menn á mótorhjólum mega þær ekki sitja klofvega, heldur eins og þær séu í söðli, líkt og íslenskt kvenfólk gerði lengi á Íslandi. Þar segir ennfremur að kona sem sitji í söðli líti út eins og kona en ef hún sitji klofvega særi hún blygðunarkennd fólks og kvenleg gildi. Sharialögin sem fylgt er eftir með sérstakri Sharia lögreglu bannar einnig þröngar gallabuxur, heimilar að grýta konur sem halda framhjá eiginmönnum sínum og kveður á um að fólk með óviðurkvæmilega klippingu, eins og hanakamb, of sítt hár og annað “óeðli” í hárburði skuli klippt á réttan hátt. Ache er eina hérað Indónesíu sem tekið hefur upp Sharialög.

Númer klippt af átta bifreiðum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum klippt númer af átta bifreiðum. Fimm þeirra höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar á tilsettum tíma og þrjár til viðbótar voru bæði óskoðaðar og ótryggðar.

Volt ekið yfir 160 milljónir km á rafmagni

Eigendur Chevrolet Volt bíla í Bandaríkjunum hafa ekið yfir 100 milljónir mílna á rafmagni eða 160 milljónir kílómetra samanlagt frá því bíllinn kom á markað fyrir tveimur árum. Að meðaltali gengur Volt fyrir rafmagni 65% aksturstímans og nýtir bensínvélina til að framleiða rafmagn inn á rafgeyminn einungis á lengri leiðum. Á þessu tímabili hafa eigendur Volt sparað um 20 milljónir lítra af bensíni. Reiknað yfir í krónur jafngildir þessi sparnaður tæplega 5 milljörðum króna. Verið er að kynna Chevrolet Volt um þessar mundir hér á landi og hefur Bílabúð Benna, umboðsaðili Chevrolet á Íslandi, fengið fyrstu bílana. Með því að endurhlaða rafgeyminn reglulega komast eigendur Volt alls um 1.449 km leið og geta ekið í um einn og hálfan mánuð á milli þess sem bensíntankurinn er fylltur. Margir hafa hins vegar fljótlega farið yfir þetta meðaltal, þ.á m. Andrew Byrne frá Los Angeles. "Ég kaupi einungis bensín þegar framundan eru lengri ferðir því í öllum daglegum akstri gengur bíllinn fyrir rafmagni,“ segir Byrne. "Síðast ók ég 3.057 km á einni tankfyllingu.“ Samkvæmt útreikningum Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna spara eigendur Volt um 1.370 dollara á ári í eldsneytiskostnað, nálægt 180.000 ÍSK, í samanburði við eigendur hefðbundinna bensínbíla í Bandaríkjunum. Fyrir dæmigerðan ökumann jafngildir sparnaðurinn við notkun Volt innkaupum á matvörum í níu vikur þegar keypt er inn fyrir 151 dollara í hvert sinn, 228 skiptum í bílþvott sem kostar 6 dollara hvert skipti eða 137 bíómiðum sem hver kostar 10 dollara.

Flugdólgurinn gæti fengið 6 ára fangelsisdóm

Maðurinn sem áreitti farþega um borð í flugvél Icelandair á fimmtudag gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Icelandair hefur tekið ákvörðun um að kæra manninn fyrir að ógna öðrum farþegum og áhöfninni, og þar með öryggi flugsins.

Vill gera skóla fjárhagslega ábyrga fyrir einelti

Eygló Harðardóttir, Þingmaður Framsóknarflokksins, vill innleiða öfuga sönnunarbyrði í grunnskóla landsins að sænskri fyrirmynd. Það er að segja ef eineltismál kemur upp, og fórnarlamb og aðstandendur kvarta ítrekað undan því, þá þurfi skólayfirvöld að sýna fram á að þeir hafi sannarlega brugðist við kvörtununum. Komi annað í ljós geta þeir orðið skaðabótaskyldir.

Hópnauðgunin kærð til lögreglu í dag

Karlmaður sem tilkynnti lögreglu að sér hefði verið nauðgað við Hörpu um helgina mun leggja fram formlega kæru til lögreglu núna eftir hádegi. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. "Lögreglan kom að þessu núna um helgina og það verður tekin formleg kæra núna eftir hádegi,“ segir Björgvin.

Hópur manna nauðgaði ungum manni við Hörpu

Ungur karlmaður leitaði til neyðarmóttöku vegna nauðgana um nýliðna helgi eftir að hafa verið nauðgað af fjórum karlmönnum við tónlistarhúsið Hörpu. Þetta er fullyrt á fréttavef DV.

Guðbjartur búinn að hafa samband við bræðurna

"Við höfum fengið gríðarleg viðbrögð á netinu og einnig hafa margir hringt í mig,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem er einn af fáum hér á landi sem greinst hefur með Fabry erfðasjúkdóminn.

Indversku hrottarnir mættu í dómsal í morgun

Mennirnir fimm, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað og misþyrmt tuttugu og þriggja ára konu um borð í strætisvagni í Nýju-Delí á Indlandi um miðjan síðasta mánuð, mættu nú á ellefta tímanum fyrir dómara í höfuðborginni.

Hyundai/Kia spá minnsta vexti í 7 ár

Forsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu.

Telur að Djúpið eigi möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna

Djúpið, mynd Baltasars Kormáks, á góða möguleika á því að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna, segir Brooks Barnes pistlahöfundur á New York Times. Afar ólíklegt sé þó að myndin muni hljóta verðlaun á hátíðinni. Tilnefningar fyrir bestu erlendu myndina verða kynntar á fimmtudaginn en fyrir áramót var valinn níu mynda listi með þeim myndum sem eiga mögleika tilnefningu. Ljóst er að keppnin verður hörð því að á meðal þeirra mynda sem koma til greina er franska myndin The Intouchables sem þykir mjög líkleg til sigurs.

Segir leigusala hafa sett upp myndavél til þess að vakta uppvaskið

"Ég myndi ekki búa svona og ég get ekki ætlast til þess að dóttir mín geri það,“ segir Halldóra Eyfjörð Skjaldardóttir, sem ætlar að kæra leigusala dóttur sinnar fyrir brot á persónuverndarlögum en sá hefur sett upp tvær eftirlitsmyndavélar á sameign leiguhúsnæðis.

Karlmaður féll í sjóinn

Karlmaður féll milli skips og bryggju við Grandagarð rétt eftir klukkan níu í morgun. Hann var einungis örfáar mínútur í sjónum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins en slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komu honum til aðstoðar og fluttu til skoðunar á sjúkrahús. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli því að maðurinn féll í sjóinn. 365

Glíma við baneitraðann saltsýruleka á Sauðárkróki

Þrjú til fimm þúsund lítrar af baneitraðri saltsýru láku úr stórum gámageymi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki í nótt og tók það slökkviliðsmenn á aðra klukkustund að stöðva lekann, við erfiðar og hættulegar aðstæður, en engan sakaði.

Lögreglan lýsir eftir Stefaníu

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Stefaníu Casöndru Guðmundsdóttur. Stefanía er 16 ára gömul, brúnhærð og um 170 sm há.

Loðnuveiðin komin á fullt skrið

Loðnuveiðin er hrokkin í fullan gang og kom Heimaey til Þórshafnar undir morgun með fyrsta farm þessarar vetrarvertíðar, sem skipið fékk djúpt norður af Langanesi í gær.

Eldur í mannlausum bíl í grennd við bensínstöð

Eldur kviknaði í mannlausum fólksbíl á bílastæði í grennd við N-1 bensínstöðina á Ísafirði í gærkvöldi. Slökkvilið var kallað á staðinn og slökkti eldinn, en bíllinn er ónýtur.

Hillary Clinton kemur aftur til starfa í dag

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til vinnu að nýju í dag. Hún hefur verið frá vinnu í um mánuð vegna þess að hún fékk blóðtappa í heila.

Depardieu boðið að búa í héraðinu Mordoviu

Rússneska héraðið Mordovia hefur boðið franska leikaranum Gerard Depardieu að setjast þar að í framhaldi af því að leikarinn fékk rússneskt vegabréf í hendurnar um helgina.

Flensufaraldur herjar í Bandaríkjunum

Mikill flensufaraldur herjar nú í Bandaríkjunum. Hafa 18 börn látist af þessari flensu frá því um jólin og yfir 2.200 manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna flensunnar.

Óeirðirnar í Belfast halda áfram

Ekkert lát er á óeirðunum í Belfast á Norður Írlandi og þurfti lögreglan þar í borg að berjast við óeirðaseggi fjórða kvöldið í röð í gærkvöldi.

Fíkniefnasmyglari féll í skotbardaga við dönsku lögregluna

Til mikils skotbardaga kom milli lögreglunnar á Jótlandi og fíkniefnasmyglara seint í gærkvöld. Lögreglan skaut einn af smyglurunum til bana og særði annan en einn lögreglumaður er illa særður af skotsárum og liggur á gjörgæsludeild.

Fáa lækna langar aftur heim

lSextán prósent íslenskra lækna sem starfa og búa í útlöndum ætla ekki að snúa aftur heim til Íslands. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð, hefur gert meðal kollega sinna í útlöndum.

Sextán prósent brottfluttra lækna snúa ekki aftur heim

Ný könnun sýnir að á næstu 10 árum ætla bara 47 íslenskir læknar að snúa aftur til Íslands frá útlöndum. 52 prósent hafa ekki gert upp hug sinn. Þeir vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Fjölskyldan dregur læknana heim.

Ætlaði sér alltaf að gera þessa mynd

Kvikmyndin Falskur fugl, sem byggir á skáldsögu Mikaels Torfasonar, verður frumsýnd 25. janúar. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans, Þórs Ómars Jónssonar, í fullri lengd og aðdragandinn hefur verið langur og strangur.

Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf

Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna.

"Þetta er í raun og veru bara spurning um líf"

Sjaldgæfur erfðasjúkdómur greindist nýlega hjá sex fjölskyldumeðlimum. Hann hefur þegar dregið einn þeirra til dauða og bíða nokkrir hinna eftir að komast í lyfjameðferð. Kostnaður við hana hleypur á tugum milljóna á ári.

Sjá næstu 50 fréttir