Innlent

Karl Vignir braut gegn börnum í hálfa öld - "Ég er búinn að líða mikið fyrir þetta“

MYND/RUV
Karl Vignir Þorsteinsson, sem hefur að eigin sögn framið tugi kynferðisbrota á síðustu fimm áratugum, hefur aldrei þurft að svara til saka fyrir brotin. Ítarlega var fjallað um mál Karl Vignis í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld.

„Ég er búinn að líða mikið fyrir þetta," sagði Karl Vignir í samtali við tvö fórnarlömb sín. „Ég hef ekki sofið heilu næturnar."

Áður hefur verið fjallað um brot Karls Vignis, sem er 68 ára gamall. Brotin framdi hann ýmist í Vestmannaeyjum, að Kumbaravogi eða í Reykjavík þar sem hann starfaði sem dyravörður á Hótel Sögu.

Fyrningarreglur og aðgerðarleysi hafa orðið til þess að hann hefur getað haldið áfram að brjóta gegn börnum óáreittur.

Karl Vignis hefur játað að hafa brotið af sér eftir 2007. „Ég get ekki svarað því hvers vegna ég var ekki stoppaður af," sagði Karl Vignis í upptöku Kastljóss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×