Innlent

Hópnauðgunin kærð til lögreglu í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nauðgunin mun hafa átt sér stað við Hörpu.
Nauðgunin mun hafa átt sér stað við Hörpu.
Karlmaður sem tilkynnti lögreglu að sér hefði verið nauðgað við Hörpu um helgina mun leggja fram formlega kæru til lögreglu núna eftir hádegi. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Lögreglan kom að þessu núna um helgina og það verður tekin formleg kæra núna eftir hádegi," segir Björgvin.

Fréttavefur DV fullyrti fyrr í dag að gerendurnir hefðu verið fjórir en Björgvin segist ekki geta staðfest það. „Það er óljóst, en hann talaði um það þegar lögreglan kom að það hefðu verið fleiri en einn," segir Björgvin í samtali við Vísi.

Björgvin segir að maðurinn hafi leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota á Landspítalanum. „Hann fór á neyðarmóttöku og gekkst undir rannsókn en fór heim eftir þá rannsókn," segir Björgvin.


Tengdar fréttir

Hópur manna nauðgaði ungum manni við Hörpu

Ungur karlmaður leitaði til neyðarmóttöku vegna nauðgana um nýliðna helgi eftir að hafa verið nauðgað af fjórum karlmönnum við tónlistarhúsið Hörpu. Þetta er fullyrt á fréttavef DV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×