Innlent

Lögreglumaður á slysadeild eftir átök í nótt

Til átaka kom á milli lögreglu og gests á veitingastað við Laugaveg klukkan hálf fjögur í nótt þegar lögreglumenn ætluðu að loka staðnum, þar sem langt var liðið fram yfir leyfilegan opnunartíma.

Tíu manns sátu þar að drykkju þegar lögreglumenn bar að, og réðst einn þeirra að lögreglumönnum með slíku offorsi að lögreglumaðurinn þurfti að fara á slysadeild til að láta gera að sárum sínum.

Árásarmaðurinn var handtekinn og mun veitingamaðurinn líka þurfa að svara til saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×