Innlent

Áfram lokað fyrir heita vatnið í Árbæjarhverfi

Svæðið sem lokunin nær til er afmarkað með blárri línu á uppdrættinum.
Svæðið sem lokunin nær til er afmarkað með blárri línu á uppdrættinum.
Unnið var að viðgerð á hitaveitu í hluta Árbæjarhverfisins í Reykjavík í gær og þurfti að loka fyrir vatnið á meðan. Hleypt var á að nýju um kl. 16:30. Það þarf hinsvegar að halda áfram viðgerð í dag, sem ekki var fyrirséð, og verður því aftur lokað fyrir vatnið á sama svæði á milli kl. 9 og 18.

Í tilkynningu segir að nálgast má upplýsingar um það svæði sem lokunin nær til að heimasíðu Orkuveitunnar. Árbæjarlaug fær heitt vatn og verður opin.

Íbúum er bent á að ráðlegt er að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að það kólni síður í húsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×