Innlent

Klausturbúar í orkuvanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eygló Kristjánsdóttir sveitastjóri segir að höggið sé mikið.
Eygló Kristjánsdóttir sveitastjóri segir að höggið sé mikið.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur hafnað ósk Skaftárhrepps um undanþágu til þess að fá að reka sorpbrennslustöð.

„Þetta þýðir að öll okkar plön, fjárhagsáætlunin er ónýt. Við þurfum að endurskipuleggja allt upp á nýtt," segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitastjóri í Skaftárhreppi. Vísir sagði frá því á dögunum að sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri hefði verið lokað vegna þess sorpbrennslunni var lokað en sundlaugin er kynt með orku frá sorpbrennslustöðinni.

„Þetta er ekki alveg það sem við vorum að vonast eftir. Þetta setur alla okka vinnu á annan endann," segir Eygló. Tíu ára fjárfesting í sorpbrennslustöðinni sé ónýt. Opinberar byggingar á Kirkjubæjarklaustri verða þó ekki alveg hitalausar því að þar á bæ kynda menn með tvöföldu kerfi. Þeir byrja á hitanum frá sorpbrennslunni, en skipta svo yfir í rafmagn.

„Ég er reið," segir Eygló, enda sé þetta mikið högg fyrir sveitarfélag sem velti ekki nema 300 milljónum á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×