Innlent

Óvissuástandi aflýst fyrir norðan

Frá Húsavík.
Frá Húsavík.
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflýsa óvissuástandi vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Þetta er gert í samráði við Veðurstofu Íslands og lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.

Óvissustigi vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi var lýst yfir 24. október síðastliðinn. Aukið eftirlit var virkjað, íbúafundir haldnir og gerð viðbragðsáætlana vegna stórskálfta hafin. Jarðskjálftavirknin hefur minnkað á síðustu vikum, bæði fjöldi skjálfta og styrkur en þó er virknin enn yfir meðallagi, segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Auk þess hafa forvarnir verið auknar og vitund fólks vegna hættu á stórum jarðskjálftum verið vakin.

Því ferli sem fer í gang vegna yfirlýsingar óvissustigis er lokið, en áfram verður fylgst með hættunni sem fylgir stórum jarðskjálftum. Sú spenna sem hefur hlaðist upp í jarðskjálftabeltinu fyrir norðan er enn fyrir hendi og því hvetja almannavarnir til árvekni og að almennu forvarnarstarfi verði haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×