Innlent

Beðið eftir Hobbitanum

Löng biðröð myndaðist fyrir utan verslunina Nexus á Herfisgötu í kvöld. Hátt í hundrað manns biðu þar óþreyjufullir eftir að tryggja sér miða á forsýningu kvikmyndarinnar The Hobbit sem frumsýnd verður 26. desember næstkomandi.

Gríðarleg eftirvænting er fyrir kvikmyndinni en hún er sú fyrsta af þremur. Myndin er byggð á sögu J.R.R. Tolkiens um ævintýri Bilbo Baggins. Hún er jafnframt forleikur Hringadróttinssögu.

Þá voru nokkrir klæddir í skrautlega búninga í anda söguheims Tolkiens.

Hér fyrir ofan má sjá stiklu fyrir Hobbitann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×