Ný tækni auðveldar Blóðbankanum jólin 12. desember 2012 05:00 Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum, segir að birgðastaða sé góð hjá bankanum og ný tækni hjálpi til við að halda sjó yfir marga frídaga tengda hátíðunum. Fréttablaðið/GVA Ný tækni við geymslu á blóðflögum auðveldar Blóðbankanum skipulagningu birgðahalds yfir jól og áramót. Yfirlæknir blóðbankans bendir þó á að þótt fólk gleðjist yfir mörgum frídögum yfir hátíðarnar séu jólin í ár „ekki blóðbankajól“. „Fimmtudagurinn fyrir jól er okkur mikilvægur,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Aðeins er hægt að gefa blóð einn dag milli jóla og nýárs. „Þetta eru ekki blóðbankajól, þótt auðvitað séu þau frábær fyrir launþega,“ segir Sveinn, en áréttar um leið að Blóðbankinn standi almennt vel hvað lager varðar um þessar mundir. Núna séu til um 700 „einingar“ á lager sem sé því að þakka að bankinn hafi notið jafns og góðs stuðnings blóðgjafa í haust. „En við þekkjum það af fyrri raun að erfitt getur verið að halda uppi nægilegum birgðum í aðdraganda hátíðanna og eins yfir hátíðarnar sjálfar.“ Vegna þess hve frídagar séu nú margir fyrir jól og milli jóla og nýárs þurfi Blóðbankinn að reiða sig á góðar heimsóknir. „Það má kannski nota tækifærið og biðja fólk að athuga opnunartíma okkar og gera það að hluta af jólarúntinum að koma við í Blóðbankanum og gefa alvöru jólagjöf.“ Sveinn segir ekki búið að ákveða hvort gripið verði til viðbótaropnunar á föstudegi fyrir jól eða fyrir áramótahelgina, en Blóðbankinn er almennt lokaður á föstudögum. Því verður til dæmis bara opið fyrir blóðgjafa á fimmtudeginum 27. desember milli jóla og nýárs. „Og þá þurfum við að reiða okkur dálítið á að fólk rífi sig upp frá jólasteikinni til að gefa blóð.“ Auk þess að safna rauðkornum þá safnar Blóðbankinn blóðflögum, en endingar- og geymslutími þeirra er mun skemmri. „Áður gátum við geymt þær í fimm daga, en síðasta hálfa árið höfum við verið að taka í notkun nýja aðferð sem eykur öryggi þeirra og getum nú geymt þær í sjö daga. Þetta auðveldar okkur skipulagningu jólahátíðarinnar núna.“ Sveinn segir að kallaðir séu til einstaklingar til að gefa blóðflögur og þurfi þeir þá að liggja á bekk við gjöfina í einn og hálfan tíma. Nýbreytnin felst í því að hreinsa burt sóttkveikjur í ferlinu, ferli sem á ensku nefnist pathogen inactivation. Aðferðin segir Sveinn að hafi verið tekin upp á landsvísu í Sviss fyrir um ári og æ fleiri blóðbankar víða um heim hafi verið að bætast í hópinn. „Þetta eykur öryggi sjúklinga og auðveldar blóðbönkum að halda birgðir af blóðflögum. Miklar sveiflur geta verið í notkun þeirra og mikilvægt að eiga þær ef sjúklingi blæðir hratt eða ef nota þarf þær handa krabbameinssjúklingi í hjartaaðgerð.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Ný tækni við geymslu á blóðflögum auðveldar Blóðbankanum skipulagningu birgðahalds yfir jól og áramót. Yfirlæknir blóðbankans bendir þó á að þótt fólk gleðjist yfir mörgum frídögum yfir hátíðarnar séu jólin í ár „ekki blóðbankajól“. „Fimmtudagurinn fyrir jól er okkur mikilvægur,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Aðeins er hægt að gefa blóð einn dag milli jóla og nýárs. „Þetta eru ekki blóðbankajól, þótt auðvitað séu þau frábær fyrir launþega,“ segir Sveinn, en áréttar um leið að Blóðbankinn standi almennt vel hvað lager varðar um þessar mundir. Núna séu til um 700 „einingar“ á lager sem sé því að þakka að bankinn hafi notið jafns og góðs stuðnings blóðgjafa í haust. „En við þekkjum það af fyrri raun að erfitt getur verið að halda uppi nægilegum birgðum í aðdraganda hátíðanna og eins yfir hátíðarnar sjálfar.“ Vegna þess hve frídagar séu nú margir fyrir jól og milli jóla og nýárs þurfi Blóðbankinn að reiða sig á góðar heimsóknir. „Það má kannski nota tækifærið og biðja fólk að athuga opnunartíma okkar og gera það að hluta af jólarúntinum að koma við í Blóðbankanum og gefa alvöru jólagjöf.“ Sveinn segir ekki búið að ákveða hvort gripið verði til viðbótaropnunar á föstudegi fyrir jól eða fyrir áramótahelgina, en Blóðbankinn er almennt lokaður á föstudögum. Því verður til dæmis bara opið fyrir blóðgjafa á fimmtudeginum 27. desember milli jóla og nýárs. „Og þá þurfum við að reiða okkur dálítið á að fólk rífi sig upp frá jólasteikinni til að gefa blóð.“ Auk þess að safna rauðkornum þá safnar Blóðbankinn blóðflögum, en endingar- og geymslutími þeirra er mun skemmri. „Áður gátum við geymt þær í fimm daga, en síðasta hálfa árið höfum við verið að taka í notkun nýja aðferð sem eykur öryggi þeirra og getum nú geymt þær í sjö daga. Þetta auðveldar okkur skipulagningu jólahátíðarinnar núna.“ Sveinn segir að kallaðir séu til einstaklingar til að gefa blóðflögur og þurfi þeir þá að liggja á bekk við gjöfina í einn og hálfan tíma. Nýbreytnin felst í því að hreinsa burt sóttkveikjur í ferlinu, ferli sem á ensku nefnist pathogen inactivation. Aðferðin segir Sveinn að hafi verið tekin upp á landsvísu í Sviss fyrir um ári og æ fleiri blóðbankar víða um heim hafi verið að bætast í hópinn. „Þetta eykur öryggi sjúklinga og auðveldar blóðbönkum að halda birgðir af blóðflögum. Miklar sveiflur geta verið í notkun þeirra og mikilvægt að eiga þær ef sjúklingi blæðir hratt eða ef nota þarf þær handa krabbameinssjúklingi í hjartaaðgerð.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira