Ný tækni auðveldar Blóðbankanum jólin 12. desember 2012 05:00 Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum, segir að birgðastaða sé góð hjá bankanum og ný tækni hjálpi til við að halda sjó yfir marga frídaga tengda hátíðunum. Fréttablaðið/GVA Ný tækni við geymslu á blóðflögum auðveldar Blóðbankanum skipulagningu birgðahalds yfir jól og áramót. Yfirlæknir blóðbankans bendir þó á að þótt fólk gleðjist yfir mörgum frídögum yfir hátíðarnar séu jólin í ár „ekki blóðbankajól“. „Fimmtudagurinn fyrir jól er okkur mikilvægur,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Aðeins er hægt að gefa blóð einn dag milli jóla og nýárs. „Þetta eru ekki blóðbankajól, þótt auðvitað séu þau frábær fyrir launþega,“ segir Sveinn, en áréttar um leið að Blóðbankinn standi almennt vel hvað lager varðar um þessar mundir. Núna séu til um 700 „einingar“ á lager sem sé því að þakka að bankinn hafi notið jafns og góðs stuðnings blóðgjafa í haust. „En við þekkjum það af fyrri raun að erfitt getur verið að halda uppi nægilegum birgðum í aðdraganda hátíðanna og eins yfir hátíðarnar sjálfar.“ Vegna þess hve frídagar séu nú margir fyrir jól og milli jóla og nýárs þurfi Blóðbankinn að reiða sig á góðar heimsóknir. „Það má kannski nota tækifærið og biðja fólk að athuga opnunartíma okkar og gera það að hluta af jólarúntinum að koma við í Blóðbankanum og gefa alvöru jólagjöf.“ Sveinn segir ekki búið að ákveða hvort gripið verði til viðbótaropnunar á föstudegi fyrir jól eða fyrir áramótahelgina, en Blóðbankinn er almennt lokaður á föstudögum. Því verður til dæmis bara opið fyrir blóðgjafa á fimmtudeginum 27. desember milli jóla og nýárs. „Og þá þurfum við að reiða okkur dálítið á að fólk rífi sig upp frá jólasteikinni til að gefa blóð.“ Auk þess að safna rauðkornum þá safnar Blóðbankinn blóðflögum, en endingar- og geymslutími þeirra er mun skemmri. „Áður gátum við geymt þær í fimm daga, en síðasta hálfa árið höfum við verið að taka í notkun nýja aðferð sem eykur öryggi þeirra og getum nú geymt þær í sjö daga. Þetta auðveldar okkur skipulagningu jólahátíðarinnar núna.“ Sveinn segir að kallaðir séu til einstaklingar til að gefa blóðflögur og þurfi þeir þá að liggja á bekk við gjöfina í einn og hálfan tíma. Nýbreytnin felst í því að hreinsa burt sóttkveikjur í ferlinu, ferli sem á ensku nefnist pathogen inactivation. Aðferðin segir Sveinn að hafi verið tekin upp á landsvísu í Sviss fyrir um ári og æ fleiri blóðbankar víða um heim hafi verið að bætast í hópinn. „Þetta eykur öryggi sjúklinga og auðveldar blóðbönkum að halda birgðir af blóðflögum. Miklar sveiflur geta verið í notkun þeirra og mikilvægt að eiga þær ef sjúklingi blæðir hratt eða ef nota þarf þær handa krabbameinssjúklingi í hjartaaðgerð.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ný tækni við geymslu á blóðflögum auðveldar Blóðbankanum skipulagningu birgðahalds yfir jól og áramót. Yfirlæknir blóðbankans bendir þó á að þótt fólk gleðjist yfir mörgum frídögum yfir hátíðarnar séu jólin í ár „ekki blóðbankajól“. „Fimmtudagurinn fyrir jól er okkur mikilvægur,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Aðeins er hægt að gefa blóð einn dag milli jóla og nýárs. „Þetta eru ekki blóðbankajól, þótt auðvitað séu þau frábær fyrir launþega,“ segir Sveinn, en áréttar um leið að Blóðbankinn standi almennt vel hvað lager varðar um þessar mundir. Núna séu til um 700 „einingar“ á lager sem sé því að þakka að bankinn hafi notið jafns og góðs stuðnings blóðgjafa í haust. „En við þekkjum það af fyrri raun að erfitt getur verið að halda uppi nægilegum birgðum í aðdraganda hátíðanna og eins yfir hátíðarnar sjálfar.“ Vegna þess hve frídagar séu nú margir fyrir jól og milli jóla og nýárs þurfi Blóðbankinn að reiða sig á góðar heimsóknir. „Það má kannski nota tækifærið og biðja fólk að athuga opnunartíma okkar og gera það að hluta af jólarúntinum að koma við í Blóðbankanum og gefa alvöru jólagjöf.“ Sveinn segir ekki búið að ákveða hvort gripið verði til viðbótaropnunar á föstudegi fyrir jól eða fyrir áramótahelgina, en Blóðbankinn er almennt lokaður á föstudögum. Því verður til dæmis bara opið fyrir blóðgjafa á fimmtudeginum 27. desember milli jóla og nýárs. „Og þá þurfum við að reiða okkur dálítið á að fólk rífi sig upp frá jólasteikinni til að gefa blóð.“ Auk þess að safna rauðkornum þá safnar Blóðbankinn blóðflögum, en endingar- og geymslutími þeirra er mun skemmri. „Áður gátum við geymt þær í fimm daga, en síðasta hálfa árið höfum við verið að taka í notkun nýja aðferð sem eykur öryggi þeirra og getum nú geymt þær í sjö daga. Þetta auðveldar okkur skipulagningu jólahátíðarinnar núna.“ Sveinn segir að kallaðir séu til einstaklingar til að gefa blóðflögur og þurfi þeir þá að liggja á bekk við gjöfina í einn og hálfan tíma. Nýbreytnin felst í því að hreinsa burt sóttkveikjur í ferlinu, ferli sem á ensku nefnist pathogen inactivation. Aðferðin segir Sveinn að hafi verið tekin upp á landsvísu í Sviss fyrir um ári og æ fleiri blóðbankar víða um heim hafi verið að bætast í hópinn. „Þetta eykur öryggi sjúklinga og auðveldar blóðbönkum að halda birgðir af blóðflögum. Miklar sveiflur geta verið í notkun þeirra og mikilvægt að eiga þær ef sjúklingi blæðir hratt eða ef nota þarf þær handa krabbameinssjúklingi í hjartaaðgerð.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira