Innlent

Bíll valt innst í Ísafjarðardjúpi

Bíll valt út af þjóðveginum innst í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Sjúkrabíll frá Hólmavík var sendur eftir ökumanninum, sem var einn í bílnum.

Sjúkraflutningamenn mátu ástand hans svo að hann þyrfti að komast á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna veikinda, þannig að sjúkrabíll þaðan var sendur til móts við hinn, og var maðurinn lagður inn sjúkrahúsið.

Ekki liggur fyrir hvort veikindi mannsins urðu þess valdandi að hann missti stjórn á bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×