Innlent

Læknaráð Landspítalans óttast uppsagnir

Læknaráð Landspítalans óttast að uppsagnir 250 hjúkrunarfræðinga við spítalann sé aðeins upphaf þess að spíatlinn missi fjölda af fagfólki ef ekkert verði að gert.

Í ályktun segir að ekki verði hægt að starfrækja spítalann í óbreyttri mynd ef uppsagnir hjúkrunarfræðinganna taka gildi og er skorað á stjórnvöld og framkvæmdastjórn spítalans að leysa þann vanda, sem upp er kominn, svo hægt verði að tryggja öryggi sjúklinga sem til hans leita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×