Innlent

Erlend tímarit ljúka lofsorði á Hamrahlíðarkórinn

Diskurinn Jólasaga kom út 2009 en fór nýlega í erlenda í dreifingu utan landssteinanna.
Diskurinn Jólasaga kom út 2009 en fór nýlega í erlenda í dreifingu utan landssteinanna.
Þrjú virt tónlistarblöð hrósa hljómdisknum Jólasögu með Hamrahlíðarkórnum í hástert

Gramophone, BBC Music Magazine og Early Music Review, sem eru í hópi virtustu tónlistarita heims, hafa á undanförnum vikum lokið lofsorði á hljómdisk Hamrahlíðarkórsins, Jólasögu.

Diskurinn kom út hér á landi á vegum Smekkleysu árið 2009 en þar syngur kórinn jólalög undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, þar á meðal kórverk eftir Byrd, Amner og Victoria, auk útsetninga og frumsaminna tónsmíða eftir Huga Guðmundsson, Snorra Sigfús Birgisson og Róbert A. Ottósson.

Diskurinn fór nýlega í dreifingu erlendis. Í umfjöllun Gramophone fullyrðir gagnrýnandi að nokkrir bestu jóladiskar þessa árs komi frá Íslandi og Hamrahlíðarkórnum er hrósað bæði fyrir áhugaverða efnisskrá og ómþýðan söng. Flutningurinn einkennist af ró, yfirvegun og "hrífandi kyrrleika" sem sé vel við hæfi.

BBC Music Magazine gefur disknum fjórar stjörnur og er aðalsmerki kórsins sagt "hreinn og kristaltær söngur".

Í Early Music Review fær bjartur hljómur kórsins sérstakt lof og sagt að hann ráði vel við kröfuharða efnisskrána; klykkir rýnirinn út með því að segja að að diskurinn sé fullkominn til að láta hljóma undir veisluhöldum á aðfangadagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×