Bjarni Ben: Mistök gerð við breytingu á Íbúðalánasjóði 2004 Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2012 21:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Undirliggjandi vandi Íbúðalánasjóðs er allt að 200 milljarðar króna sem skapar mikla áhættu fyrir skattgreiðendur. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur ríkisstjórnina vanmeta þessa áhættu. Hann er sammála því að alvarleg mistök hafi verið gerð með kerfisbreytingu á sjóðnum á árinu 2004, en á þeim tíma voru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn. Eiginfjárvandi Íbúðalánasjóðs hefur vakið upp spurningar um hvert framtíðarhlutverk hans eigi að vera, en sjóðurinn er ekki að keppa við bankana um lánveitingar í dag. Þrettán milljarða króna fjárveiting ríkisstjórnarinnar hrekkur mjög skammt til að leysa vandann og má í raun líkja við plástur á svöðusár. Líklegt er að hann þurfi enn meiri peninga frá ríkissjóði í náinni framtíð, en í nýlegri skýrslu IFS er rætt um að eiginfjárvandi í náinni framtíð nemi 22 milljörðum króna. En hvaðan eiga þeir peningar að koma? Engar einfaldar lausnir eru til á vanda sjóðsins, sem starfar í ríkisábyrgð. Fall hans er ekki útilokað, enda er eiginfjárstaða hans það veik. Skuldir Íbúðalánasjóðs, útistandandi skuldabréf sem ganga kaupum og sölum á markaði, eru á níunda hundrað milljarða króna. Og það sem gerir stöðuna flóknari er hvaða verð á að styðjast við þegar skuldabréf sjóðsins eru annars vegar falli sjóðurinn? Markaðsverð eða höfuðstól þessara bréfa með áföllnum vöxtum? Ekkert augljóst svar er við spurningunni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í dag að vandi sjóðsins væri það alvarlegur að 200 milljarðar gætu lent á skattgreiðendum. Hann spurði forsætisráðherra hvernig hún sæi þessi mál til framtíðar. Hvort það væri skynsamlegt að reka Íbúðalánasjóð áfram með nánast ekkert eigið fé (1,6%) en ríkisábyrgð. Forsætisráðherra vitnaði til þess að ríkisstjórn þess tíma (Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innsk.blm) hefði breytt fyrirkomulagi sjóðsins árið 2004 þegar skuldabréf sjóðsins voru gerð óuppgreiðanleg en útlán sjóðsins ekki. „Stjórnvöld þá, hunsuðu tillögu sérfræðinga um að taka á þessari áhættu sem var alveg frá upphafi ljós. Það voru alvarleg hagstjórnarmistök," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á Alþingi í dag. Núverandi ríkisstjórn fékk vanda sjóðsins í fangið því rætur hans liggja m.a í rangri ákvarðanatöku mörg ár aftur í tímann. Það er vissulega óheppni að þurfa að glíma við slíkt risavaxið vandamál hálfu ári fyrir kosningar, en hættumerkin í rekstrinum hafa verið á lofti lengi, því sjóðurinn fékk 33 milljarða frá ríkissjóði í desember 2010. Meirihluti félagsmálanefndar Alþingis á árinu 2004 mælti með kerfisbreytingu á Íbúðalánasjóði með breytingum á lögum um húsnæðismál. Undir það kvittuðu meðal annarra þáverandi stjórnarþingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Birkir Jón Jónsson og Pétur Blöndal. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem fréttastofa hefur rætt við segja að þessi kerfisbreyting hefði ekki verið neitt vandamál ef áhættustýring sjóðsins hefði verið í lagi. Hún hafi hins vegar svo gott sem ekki verið til staðar. Þá er álit margra að sú pólitíska ákvörðun að leyfa sjóðnum að keppa við bankana með 90% lánveitingum árið 2004 hafi verið alvarleg mistök og í raun galin ákvörðun. Að minnsta kosti hafi málið engan veginn verið hugsað til enda og viðvaranir virtar að vettugi. Hin tæknilega ákvörðun varðandi fjármögnun sjóðsins er svo annað og sjálfstætt vandamál.Samstaða þarf að skapast í pólitíkinni um lausnirÞú getur ekki svarað fyrir ríkisstjórnina frá 2004, en ertu sammála því að þessi breyting sem gerð var á fjármögnun Íbúðalánasjóðs árið 2004 hafi verið alvarleg hagstjórnarmistök? „Já, ég tel að það hafi verið mistök að fara yfir í þetta nýja kerfi á þeim tíma vegna þess að aðgerðirnar sem gripið var til til þess að lágmarka áhættuna hafa reynst alveg ófullnægjandi," segir Bjarni Benediktsson. Bjarni segir að lágmarka þurfi ábyrgð skattgreiðenda vegna ríkisábyrgðarinnar sem hvíli á ríkissjóði. Það sé eitt verkefni, sem samstaða þurfi að skapast um í pólitíkinni hvernig eigi að leysa. Síðan sé það framtíð sjóðsins, hver hún eigi að vera og hlutverk hans. „Það er augljóslega óskynsamlegt að vera með illa fjármagnaðan Íbúðalánasjóð sem á sama tíma nýtur ríkisábyrgðar og stundar fasteignalánastarfsemi sem getur verið mjög áhættusöm," segir Bjarni. Stjórn Íbúðalánasjóðs og forstjóri, Sigurður Erlingsson, hafa síðustu dagana unnið að lausnum með öðrum stjórnvöldum. Sigurður, maður með bakgrunn úr bankageiranum og sérfræðimenntun á þessu sviði, fékk það lítt öfundsverða verkefni að stýra sjóðnum, en hann tók við árið 2010 eftir tíu ára stjórnartíð Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi framkvæmdastóra Íbúðalánasjóðs og fyrrum alþingismanns Framsóknarflokksins. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Undirliggjandi vandi Íbúðalánasjóðs er allt að 200 milljarðar króna sem skapar mikla áhættu fyrir skattgreiðendur. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur ríkisstjórnina vanmeta þessa áhættu. Hann er sammála því að alvarleg mistök hafi verið gerð með kerfisbreytingu á sjóðnum á árinu 2004, en á þeim tíma voru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn. Eiginfjárvandi Íbúðalánasjóðs hefur vakið upp spurningar um hvert framtíðarhlutverk hans eigi að vera, en sjóðurinn er ekki að keppa við bankana um lánveitingar í dag. Þrettán milljarða króna fjárveiting ríkisstjórnarinnar hrekkur mjög skammt til að leysa vandann og má í raun líkja við plástur á svöðusár. Líklegt er að hann þurfi enn meiri peninga frá ríkissjóði í náinni framtíð, en í nýlegri skýrslu IFS er rætt um að eiginfjárvandi í náinni framtíð nemi 22 milljörðum króna. En hvaðan eiga þeir peningar að koma? Engar einfaldar lausnir eru til á vanda sjóðsins, sem starfar í ríkisábyrgð. Fall hans er ekki útilokað, enda er eiginfjárstaða hans það veik. Skuldir Íbúðalánasjóðs, útistandandi skuldabréf sem ganga kaupum og sölum á markaði, eru á níunda hundrað milljarða króna. Og það sem gerir stöðuna flóknari er hvaða verð á að styðjast við þegar skuldabréf sjóðsins eru annars vegar falli sjóðurinn? Markaðsverð eða höfuðstól þessara bréfa með áföllnum vöxtum? Ekkert augljóst svar er við spurningunni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í dag að vandi sjóðsins væri það alvarlegur að 200 milljarðar gætu lent á skattgreiðendum. Hann spurði forsætisráðherra hvernig hún sæi þessi mál til framtíðar. Hvort það væri skynsamlegt að reka Íbúðalánasjóð áfram með nánast ekkert eigið fé (1,6%) en ríkisábyrgð. Forsætisráðherra vitnaði til þess að ríkisstjórn þess tíma (Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innsk.blm) hefði breytt fyrirkomulagi sjóðsins árið 2004 þegar skuldabréf sjóðsins voru gerð óuppgreiðanleg en útlán sjóðsins ekki. „Stjórnvöld þá, hunsuðu tillögu sérfræðinga um að taka á þessari áhættu sem var alveg frá upphafi ljós. Það voru alvarleg hagstjórnarmistök," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á Alþingi í dag. Núverandi ríkisstjórn fékk vanda sjóðsins í fangið því rætur hans liggja m.a í rangri ákvarðanatöku mörg ár aftur í tímann. Það er vissulega óheppni að þurfa að glíma við slíkt risavaxið vandamál hálfu ári fyrir kosningar, en hættumerkin í rekstrinum hafa verið á lofti lengi, því sjóðurinn fékk 33 milljarða frá ríkissjóði í desember 2010. Meirihluti félagsmálanefndar Alþingis á árinu 2004 mælti með kerfisbreytingu á Íbúðalánasjóði með breytingum á lögum um húsnæðismál. Undir það kvittuðu meðal annarra þáverandi stjórnarþingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Birkir Jón Jónsson og Pétur Blöndal. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem fréttastofa hefur rætt við segja að þessi kerfisbreyting hefði ekki verið neitt vandamál ef áhættustýring sjóðsins hefði verið í lagi. Hún hafi hins vegar svo gott sem ekki verið til staðar. Þá er álit margra að sú pólitíska ákvörðun að leyfa sjóðnum að keppa við bankana með 90% lánveitingum árið 2004 hafi verið alvarleg mistök og í raun galin ákvörðun. Að minnsta kosti hafi málið engan veginn verið hugsað til enda og viðvaranir virtar að vettugi. Hin tæknilega ákvörðun varðandi fjármögnun sjóðsins er svo annað og sjálfstætt vandamál.Samstaða þarf að skapast í pólitíkinni um lausnirÞú getur ekki svarað fyrir ríkisstjórnina frá 2004, en ertu sammála því að þessi breyting sem gerð var á fjármögnun Íbúðalánasjóðs árið 2004 hafi verið alvarleg hagstjórnarmistök? „Já, ég tel að það hafi verið mistök að fara yfir í þetta nýja kerfi á þeim tíma vegna þess að aðgerðirnar sem gripið var til til þess að lágmarka áhættuna hafa reynst alveg ófullnægjandi," segir Bjarni Benediktsson. Bjarni segir að lágmarka þurfi ábyrgð skattgreiðenda vegna ríkisábyrgðarinnar sem hvíli á ríkissjóði. Það sé eitt verkefni, sem samstaða þurfi að skapast um í pólitíkinni hvernig eigi að leysa. Síðan sé það framtíð sjóðsins, hver hún eigi að vera og hlutverk hans. „Það er augljóslega óskynsamlegt að vera með illa fjármagnaðan Íbúðalánasjóð sem á sama tíma nýtur ríkisábyrgðar og stundar fasteignalánastarfsemi sem getur verið mjög áhættusöm," segir Bjarni. Stjórn Íbúðalánasjóðs og forstjóri, Sigurður Erlingsson, hafa síðustu dagana unnið að lausnum með öðrum stjórnvöldum. Sigurður, maður með bakgrunn úr bankageiranum og sérfræðimenntun á þessu sviði, fékk það lítt öfundsverða verkefni að stýra sjóðnum, en hann tók við árið 2010 eftir tíu ára stjórnartíð Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi framkvæmdastóra Íbúðalánasjóðs og fyrrum alþingismanns Framsóknarflokksins. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira