Innlent

Kollegar heimsækja Ögmund

ÞEB skrifar
Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands koma í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Þeir Kári Höjgaard og Anton Frederiksen dvelja hér í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram á sunnudag.

Ráðherrarnir munu funda með sérfræðingum innanríkisráðuneytisins og ýmissa stofnana sem heyra undir það. Þeir munu kynna sér ýmis sameiginleg málefni, til dæmis starfsemi Fjölmenningarseturs og Þjóðskrár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×