Innlent

Þingmenn vilja vernda uppljóstrara

Hópur þignmanna sem allir hafa starfað sem blaða- og fréttamenn, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara, eða heimildarmanna.

Þeir segja að uppljóstrarar hafi ítrekað gengt mikilvægu hlutverki við að koma upplýsingum um misgerðir gegn almannahagsmunum á framfæri við almenning.

Þá benda þeir á að Evrópuþingið hafi ályktað um nauðsyn á aukinni vernd uppljóstrara. Þar eru þeir skilgreindir sem einstaklingar, sem vekja athygli á ástandi, til að koma í veg fyrir misgjörðir, sem setji aðra þjóðfélagsþegna í hættu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.