Flytja út lambatyppi í tonnavís Magnús Hlynur skrifar 29. nóvember 2012 21:13 Tvö tonn af lambatyppum frá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi eru á leið til Kína en markaðir í Asíu fyrir þessa vöru eru að opnast. Kínverjar djúpsteikja typpin. Framleiðslustjóri SS býður landsmönnum að smakka typpin hafa þeir áhuga og lyst á áður en þau verða flutt úr landi. Það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart, nú er það nýjasti útflutningur Sláturfélags Suðurlands á lambatyppum frá sláturhúsinu á Selfossi. Alls verða tvo tonn flutt út til Kína en typpin þykja herramannmatur. Hvert typpi er um 30 til 40 grömm að þyngd og lengd þeirra er sviðu. Allt eru þetta typpi af þeim 50 þúsund lambhrútum, sem var slátrað í haust. „Þetta er í raun og veru bara getnaðarlimir af íslenskum hrútlömbum sem slátrað er á haustin," segir Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, og segir að í heild sé um að ræða eitt og hálft til tvö tonn af typpum. Guðmundur segir að Kínverjarnir djúpsteikin typpin áður en þau eru borðuð, þau þyki lostæti þar í landi. Gætir þú sjálfur borðað svona typpi? „Ég væri svosem alveg til í að prófa það? Ég er nú ekki mjög spenntur fyrir því. En hvað er þetta öðru vísi en að éta bara súra hrútspunga til dæmis? Þetta er bara matur eins og annað sem kemur af lambinu," segir Guðmundur. Svo þetta kemur kannski bara á íslenskan markað? „Ég ætla ekki að lofa því, en ég er alveg til í að gefa mönnum að smakka ef því er að skipta," segir Guðmundur. Starfsmenn SS hafa ort vísu um typpin sem er svohljóðandi: Mér finnst eins og forsendur séu að breytast í fjárrækt um íslenska hvippinn. Vaskir bændur verða að leitast við að stækka hrútatyppin. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Tvö tonn af lambatyppum frá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi eru á leið til Kína en markaðir í Asíu fyrir þessa vöru eru að opnast. Kínverjar djúpsteikja typpin. Framleiðslustjóri SS býður landsmönnum að smakka typpin hafa þeir áhuga og lyst á áður en þau verða flutt úr landi. Það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart, nú er það nýjasti útflutningur Sláturfélags Suðurlands á lambatyppum frá sláturhúsinu á Selfossi. Alls verða tvo tonn flutt út til Kína en typpin þykja herramannmatur. Hvert typpi er um 30 til 40 grömm að þyngd og lengd þeirra er sviðu. Allt eru þetta typpi af þeim 50 þúsund lambhrútum, sem var slátrað í haust. „Þetta er í raun og veru bara getnaðarlimir af íslenskum hrútlömbum sem slátrað er á haustin," segir Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, og segir að í heild sé um að ræða eitt og hálft til tvö tonn af typpum. Guðmundur segir að Kínverjarnir djúpsteikin typpin áður en þau eru borðuð, þau þyki lostæti þar í landi. Gætir þú sjálfur borðað svona typpi? „Ég væri svosem alveg til í að prófa það? Ég er nú ekki mjög spenntur fyrir því. En hvað er þetta öðru vísi en að éta bara súra hrútspunga til dæmis? Þetta er bara matur eins og annað sem kemur af lambinu," segir Guðmundur. Svo þetta kemur kannski bara á íslenskan markað? „Ég ætla ekki að lofa því, en ég er alveg til í að gefa mönnum að smakka ef því er að skipta," segir Guðmundur. Starfsmenn SS hafa ort vísu um typpin sem er svohljóðandi: Mér finnst eins og forsendur séu að breytast í fjárrækt um íslenska hvippinn. Vaskir bændur verða að leitast við að stækka hrútatyppin.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira