Fleiri fréttir Talinn hafa verið ginntur af lögreglu Notkun tálbeitu varð til þess að maður sem braut gegn barnungum stúlkum náðist. Hann var á þriðjudag dæmdur í níu mánaða fangelsi. Hluti dómsins er skilorðsbundinn. Sýknað var vegna ákæruliðar þar sem tálbeitu var beitt. 11.10.2012 00:00 Ekki nóg að setja á laggirnar rannsóknir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sem hefur með höndum skipun rannsóknarnefndanna, segir að þingið hafi brugðist við þeim kröfum sem settar voru fram um úrbætur í skýrslu þingmannanefndarinnar, sem fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis. „Við hér í þinginu höfum reynt að verða við flestöllum þeim atriðum sem bent var á í skýrslunni að mættu betur fara. Þingsköpum hefur til dæmis aldrei verið breytt eins mikið og frá hruni,“ segir Ásta Ragnheiður. 11.10.2012 00:00 Árásin vekur hörð viðbrögð 11.10.2012 00:00 Hafa auðveldað lyfjaþróun Tveir bandarískir vísindamenn fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði þetta árið fyrir rannsóknir sínar á prótínviðtökum, sem gera frumum líkamans kleift að skynja og bregðast við merkjum að utan, svo sem merkjum um hættu eða tiltekið bragð eða lykt. 11.10.2012 00:00 Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum í vor. 11.10.2012 00:00 Sjúklingar gagnrýna aðbúnað Sjúklingar sem hafa legið á geðdeild Landspítalans (LSH) við Hringbraut gagnrýna hversu lítill aðskilnaður er á milli ólíkra sjúklinga. 11.10.2012 00:00 Jón Jónsson semur við Sony „Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa,“ segir tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson. Jón hefur skrifað undir útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. 11.10.2012 00:00 Yfir 90 prósenta verðmunur á dekkjaskiptum Mestur verðmunur í verðkönnun ASÍ á 24 hjólbarðaverkstæðum síðastliðinn mánudag var á þjónustu vegna dekkjaskipta á jeppa. Þjónusta vegna dekkjaskipta á Mitsubishi-jeppa með 18 tommu stálfelgum var ódýrust hjá Nýbarða, þar sem hún kostaði 7.000 krónur, en dýrust hjá Sólningu, þar sem hún kostaði 13.398 krónur. Verðmunurinn var 6.398 krónur, eða 91 prósent. 11.10.2012 00:00 Þúsundir meiða sig á dósum Á hverju ári fara 3.800 Danir á slysavarðstofu eftir að hafa meitt sig á umbúðum. Af þeim hafa 2.500 meitt sig á umbúðum utan um matvæli, eins og niðursuðudósum, glerflöskum og töppum. 11.10.2012 00:00 Hundar keppa í reiðhjóladrætti Keppt verður í svokölluð hundadragi í Krýsuvík á laugardaginn. Keppnin felst í því að hundar draga manneskju á reiðhjóli, samkvæmt lýsingu formanns Reykjavíkurdeildar Draghundasports Iceland í erindi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. 11.10.2012 00:00 Þriðja besta lággjaldafélagið Íslenska lággjaldaflugfélagið Iceland Express hefur verið valið þriðja besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku. Niðurstöður Danish Travel Awards voru kynntar á þriðjudag. 11.10.2012 00:00 Toyota kallar inn 3.690 bíla Bílar Toyota á Íslandi þarf að innkalla 3.690 bifreiðar hérlendis, en Toyota-verksmiðjurnar innkalla nú 7,4 milljónir bifreiða um allan heim vegna bilaðs hnapps í bílstjórahurð. Um er að ræða Corolla, Yaris, Auris og Rav 4 af árgerð 2006 til 2008. Eigendur þessara bifreiða verða boðaðir með bíla sína í viðgerð á næstu dögum. Ekki er gert ráð fyrir að viðgerðin taki meira en klukkutíma. Bilunin lýsir sér þannig að hnappur í bílstjórahurð bílanna stendur á sér. Eigendur umræddra bifreiða munu ekki bera neinn kostnað af innkölluninni. 11.10.2012 00:00 Skortur á stefnu og pólitísk átök skemmdu fyrir Orkuveitunni Skortur á skýrri eigendastefnu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, innbyrðis átök um um stjórn fyrirtækisins og of mikil völd forstjóra, var meðal þess sem var einkennandi fyrir rekstur Orkuveitunnar áður en fyrirtækið lenti í brimskafli skuldavanda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar. Þá er pólitísk umræðuhefð í stjórn fyrirtækisins gagnrýnd. 10.10.2012 17:15 Foreldrar Corrie á fundi í Iðnó Í tilefni þess að bandaríska baráttukonan Rachel Corrie hlaut friðarverðlaun Lennon og Ono verður haldinn opinn fundur í Iðnó næsta föstudag klukkan tólf. 10.10.2012 23:56 Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10.10.2012 22:22 Heitir fundarlaunum fyrir týnt hlaupahjól Átta ára drengur skilur ekki af hverju hlaupahjólinu hans var stolið í gær. Hann hefur hengt upp auglýsingu og býður fimm hundruð krónur af sparifé sínu í fundarlaun. 10.10.2012 21:35 Tómatar veita vörn gegn fleiru en heilablóðfalli Finnsk rannsókn hefur leitt í ljós að neysla tómata dregur úr líkum á heilablóðfalli. Efnið lycopene, sem gefur tómötunum rauða litinn, dregur úr bólgum og stuðlar að því að tapparnir myndist ekki í heilanum. 10.10.2012 21:23 Nauðsynlegt að endurskoða fyrirtækjaform Orkuveitunnar Ásu Ólafsdóttur, nefndarmaður í úttektarnefndinni um stöðu Orkuveitunnar, finnst umhugsunarvert hve litlar umræður fóru fram á Alþingi um lög um rekstur Orkuveitunnar áður en þau voru samþykkt. 10.10.2012 20:35 Nubo vill borga 5 milljónir dala Fyrirtæki Huang Nubo greiðir fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 615 milljónir króna á núvirði, fyrir sextíu ára leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt samningsdrögum. Þetta er þremur milljónum dollara minna en upphaflega var áætlað. 10.10.2012 20:12 Aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli óboðleg Aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli er óboðleg, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og alþingismaður sammældust um það í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis að nauðsynlegt væri að byggja betri aðstöðu á flugvellinum hvort sem hin endanlega niðurstaða verður sú að færa flugvöllinn eða ekki. 10.10.2012 20:03 Með nokkur kíló af amfetamíni í sjampóbrúsum Þrír pólverjar voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í morgun fyrir innflutning á tæplega níu kílóum af amfetamíni til landsins. Verjandi segir mennina geta vel við unað enda hafi saksóknari farið fram á sex til sjö ára fangelsi. 10.10.2012 19:13 Mun beita sér fyrir minni ítökum stjórnmálamanna í OR Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, mun beita sér fyrir því að ítök stjórnmálamanna í Orkuveitu Reykjavíkur verði minnkuð. Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.10.2012 18:53 Jón Gnarr er sorgmæddur yfir skýrslu Orkuveitunnar "Viðbrögðin, ég er svolitið sorgmæddur, en ég vona að framtíð Orkuveitunnar verði bjartari en fortíðin,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í viðtali við fréttastofu þegar hann var inntur jum viðbrögð vegna sannleiksskýrslu um Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem meðal annars kemur fram að stjórnendur ráku fyrirtækið nánast eins og einkafyrirtæki. 10.10.2012 18:40 Með eljusemi má útrýma kynbundnum launamun Kyndbundinn launamunur er hvorki til staðar í Reykjanesbæ né á Akureyri. Bæði sveitarfélögin birtu upplýsingar um þetta á heimasíðum sínum í dag en fyrr í vikunni kom hins vegar fram að rúmlega 13% óútskýrður kynbundinn launamunur hjá starfsmönnum BSRB mælist á landinu. 10.10.2012 18:19 ASÍ gagnrýnir meint leynisamkomulag Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag kom fram hörð gagnrýni á vinnubrögð stjórnarflokkana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar eru vinnubrögð Álfheiðar Ingadóttur, þingkonu VG, gagnrýnd sérstaklega. 10.10.2012 17:59 Öll grunnskólabörn fá verk Þorgríms að gjöf Grunnskólabörn landsins fengu í dag átta bækur eftir Þorgrím Þráinsson gefins á rafbókarformi. Hér eftir getur hver einasti grunnskólanemi sótt þær á rafrænu formi og lesið án endurgjalds. 10.10.2012 17:36 Öllum þremur sleppt í Outlaws-málinu Tveir karlar og ein kona, sem voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við aðgerðir lögreglu gegn vélhjólagenginu Outlaws í síðustu viku, eru laus úr haldi, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir einnig að rannsókn málsins haldi þó áfram og miði ágætlega. 10.10.2012 17:21 Skuldir Orkuveitunnar þrettánfölduðust á átta árum Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur jukust úr 17.7 milljörðum króna í upphafi árs 2002 í 224 milljarða króna í lok árs 2010 og hækkuðu því um 207 milljarða króna á tímabilinu. Þetta segir í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitunnar sem kynnt var nú í dag. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir þetta bendi kennitölur um greiðsluhæfi til þess að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar með ágætum hætti náist langtímafjármögnun. 10.10.2012 17:15 Toppar Orkuveitunnar hundsuðu nefndina Tveir af lykilmönnum við stjórnun Orkuveitunnar sinntu ekki boði úttektarnefndar um starfsemi Orkuveitunnar um fund til að svara máli sínu. Það eru þeir Hjörleifur Kvaran, fyrrverandi forstjóri, og Ingi Jóhannes Erlingsson, sem starfaði á fjármálasviði, lántöku- og áhættustýringarsvið og í fleiri verkefnum. 10.10.2012 17:15 Chris Hemsworth kominn til landsins Leikarinn Chris Hemsworth, sem flestir kannast við úr kvikmyndinni Thor, er kominn hingað til lands samkvæmt heimildum Vísis til þess að taka upp framhald kvikmyndarinnar, Thor 2. 10.10.2012 16:32 Segir eigendafund um OR hafa verið ólöglega boðaðan Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að mikill vafi leiki á því hvort eigendafundur í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið löglega boðaður. Fundurinn var boðaður í dag, vegna útkomu sannleiksskýrslu um rekstur borgarinnar til ársloka 2010. 10.10.2012 15:51 Munað getur 91% á verði á dekkjaskiptum Mikill verðumunur er á milli verkstæða á því hvað það kostar að setja vetrardekk undir bílinn. Þetta sýnir ný verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Mestur verðmunur var á dekkjaskiptum á jeppa. 10.10.2012 15:40 Sprengjur úr seinni heimstyrjöldinni fundust í Bryggjuhverfinu Tvær sprengjukúlur fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og reyndust þetta vera sjötíu og fimm millimetra kúlur og um fjörutíu cm að lengd. 10.10.2012 14:28 Fjórar götur í Reykjavík fá ný nöfn Fjórar götur í Reykjavík hafa fengið ný heiti og í morgun var verið að merkja Bríetartún, en svo heitir nú austurhluti Skúlagötu frá Snorrabraut að Höfðatúni, sem eftir breytingu heitir Katrínartún. Skúlatún hefur fengið heitið Þórunnartún og Sætún ber nafnið Guðrúnartún. 10.10.2012 13:41 Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10.10.2012 13:35 Síbrotamaður reyndi að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi Síbrotamaður, sem var látinn laus fyrr í vikunni, eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum, reyndi undir morgun að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi. 10.10.2012 11:14 Einni af stúlkunum í Pussy Riot sleppt úr haldi Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöður að dóminum yfir einni af stúlkunum í Pussy Riot, Jekaterinu Samutsevitj, skyldi breytt í skilorð. Búist er við að henni verði því brátt sleppt úr haldi. 10.10.2012 11:13 Ánægðir með niðurstöðuna - hámarksrefsing 12 ár Þrír pólskir karlmenn voru í morgun dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni hingað til lands. Fíkniefnin voru falin í sjampóbrúsum en það var fíkniefnahundurinn Nelson sem kom upp um smyglið. 10.10.2012 11:12 Ætlaði á Vog en endaði í gæsluvarðhaldi - og fær bætur fyrir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni rúmlega tvær milljónir króna vegna gæsluvarðhalds sem hann þurfti að sæta árið 2011 í tengslum við skotárás sem átti sér stað á aðfangadegi árið 2010. 10.10.2012 11:03 Veðurstofan ætlar að spá fyrir um norðurljós á landinu Á kynningarfundi Ísland – allt árið, sem fram fer síðar í dag, mun Ráðherra umhverfis- og auðlinda opna nýjan hluta á vef veðurstofunnar þar sem hægt verður að nálgast spá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu. Þetta er því ný þjónusta við notendur vefsins sem hingað til hafa treyst á skarpskyggni veðurfræðinga sem spá fyrir um veður. 10.10.2012 10:03 Vill bæta rétttarstöðu transfólks Eygló Þóra Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp sem myndi tryggja réttarstöðu transfólks þannig að refsivert verði fyrir aðila í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi að neita manneskju um vöru eða þjónustu vegna kynvitundar hennar. 10.10.2012 09:57 Fíkniefnasmyglarar í þriggja ára fangelsi Þrír pólskir karlmenn voru í morgun dæmdir í þriggja ára fangelsi hver fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl í apríl á þessu ári. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa smyglað inn 8,5 kílóum af amfetamíni í sjampóbrúsum. Mennirnir földu fíkniefnin í sjampóbrúsa við komuna til landsins. 10.10.2012 09:54 Ekið á ungan dreng Ekið var á ungan dreng við Hlíðarskóla, þegar hann var á leið í skólann í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu mun drengurinn ekki hafa slasast alvarlega. 10.10.2012 09:44 Kröfu Gunnars um frávísun vísað frá Kröfu Gunnars Þ. Andersen um að ákæru gegn honum vegna brots á þagnarskyldu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnar er, ásamt öðrum manni, ákærður fyrir að hafa komið gögnum úr Landsbankanum um fyrirtæki Guðlaugs Þ. Þórðarsonar alþingismanns yfir til Inga Freys Vilhjálmssonar fréttastjóra á DV. 10.10.2012 09:21 Sextán ára stúlku nauðgað á Selfossi Rétt fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðastliðins sunnudags kom í lögreglustöðina 16 ára gömul stúlka og tilkynnti að henni hefði verið nauðgað skömmu áður á grasflöt skammt frá skemmtistaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi. Stúlkan hafði verið inni á skemmtistaðnum en farið út undir lok dansleiksins. Maður kom að stúlkunni og leiddi hana afturfyrir húsið þar sem hann nauðgaði henni. Þegar í stað var farið með stúlkuna í Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum þar sem fram fór læknisrannsókn og stúlkunni veitt aðhlynning. 10.10.2012 09:02 Sjá næstu 50 fréttir
Talinn hafa verið ginntur af lögreglu Notkun tálbeitu varð til þess að maður sem braut gegn barnungum stúlkum náðist. Hann var á þriðjudag dæmdur í níu mánaða fangelsi. Hluti dómsins er skilorðsbundinn. Sýknað var vegna ákæruliðar þar sem tálbeitu var beitt. 11.10.2012 00:00
Ekki nóg að setja á laggirnar rannsóknir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sem hefur með höndum skipun rannsóknarnefndanna, segir að þingið hafi brugðist við þeim kröfum sem settar voru fram um úrbætur í skýrslu þingmannanefndarinnar, sem fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis. „Við hér í þinginu höfum reynt að verða við flestöllum þeim atriðum sem bent var á í skýrslunni að mættu betur fara. Þingsköpum hefur til dæmis aldrei verið breytt eins mikið og frá hruni,“ segir Ásta Ragnheiður. 11.10.2012 00:00
Hafa auðveldað lyfjaþróun Tveir bandarískir vísindamenn fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði þetta árið fyrir rannsóknir sínar á prótínviðtökum, sem gera frumum líkamans kleift að skynja og bregðast við merkjum að utan, svo sem merkjum um hættu eða tiltekið bragð eða lykt. 11.10.2012 00:00
Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum í vor. 11.10.2012 00:00
Sjúklingar gagnrýna aðbúnað Sjúklingar sem hafa legið á geðdeild Landspítalans (LSH) við Hringbraut gagnrýna hversu lítill aðskilnaður er á milli ólíkra sjúklinga. 11.10.2012 00:00
Jón Jónsson semur við Sony „Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa,“ segir tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson. Jón hefur skrifað undir útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. 11.10.2012 00:00
Yfir 90 prósenta verðmunur á dekkjaskiptum Mestur verðmunur í verðkönnun ASÍ á 24 hjólbarðaverkstæðum síðastliðinn mánudag var á þjónustu vegna dekkjaskipta á jeppa. Þjónusta vegna dekkjaskipta á Mitsubishi-jeppa með 18 tommu stálfelgum var ódýrust hjá Nýbarða, þar sem hún kostaði 7.000 krónur, en dýrust hjá Sólningu, þar sem hún kostaði 13.398 krónur. Verðmunurinn var 6.398 krónur, eða 91 prósent. 11.10.2012 00:00
Þúsundir meiða sig á dósum Á hverju ári fara 3.800 Danir á slysavarðstofu eftir að hafa meitt sig á umbúðum. Af þeim hafa 2.500 meitt sig á umbúðum utan um matvæli, eins og niðursuðudósum, glerflöskum og töppum. 11.10.2012 00:00
Hundar keppa í reiðhjóladrætti Keppt verður í svokölluð hundadragi í Krýsuvík á laugardaginn. Keppnin felst í því að hundar draga manneskju á reiðhjóli, samkvæmt lýsingu formanns Reykjavíkurdeildar Draghundasports Iceland í erindi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. 11.10.2012 00:00
Þriðja besta lággjaldafélagið Íslenska lággjaldaflugfélagið Iceland Express hefur verið valið þriðja besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku. Niðurstöður Danish Travel Awards voru kynntar á þriðjudag. 11.10.2012 00:00
Toyota kallar inn 3.690 bíla Bílar Toyota á Íslandi þarf að innkalla 3.690 bifreiðar hérlendis, en Toyota-verksmiðjurnar innkalla nú 7,4 milljónir bifreiða um allan heim vegna bilaðs hnapps í bílstjórahurð. Um er að ræða Corolla, Yaris, Auris og Rav 4 af árgerð 2006 til 2008. Eigendur þessara bifreiða verða boðaðir með bíla sína í viðgerð á næstu dögum. Ekki er gert ráð fyrir að viðgerðin taki meira en klukkutíma. Bilunin lýsir sér þannig að hnappur í bílstjórahurð bílanna stendur á sér. Eigendur umræddra bifreiða munu ekki bera neinn kostnað af innkölluninni. 11.10.2012 00:00
Skortur á stefnu og pólitísk átök skemmdu fyrir Orkuveitunni Skortur á skýrri eigendastefnu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, innbyrðis átök um um stjórn fyrirtækisins og of mikil völd forstjóra, var meðal þess sem var einkennandi fyrir rekstur Orkuveitunnar áður en fyrirtækið lenti í brimskafli skuldavanda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar. Þá er pólitísk umræðuhefð í stjórn fyrirtækisins gagnrýnd. 10.10.2012 17:15
Foreldrar Corrie á fundi í Iðnó Í tilefni þess að bandaríska baráttukonan Rachel Corrie hlaut friðarverðlaun Lennon og Ono verður haldinn opinn fundur í Iðnó næsta föstudag klukkan tólf. 10.10.2012 23:56
Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10.10.2012 22:22
Heitir fundarlaunum fyrir týnt hlaupahjól Átta ára drengur skilur ekki af hverju hlaupahjólinu hans var stolið í gær. Hann hefur hengt upp auglýsingu og býður fimm hundruð krónur af sparifé sínu í fundarlaun. 10.10.2012 21:35
Tómatar veita vörn gegn fleiru en heilablóðfalli Finnsk rannsókn hefur leitt í ljós að neysla tómata dregur úr líkum á heilablóðfalli. Efnið lycopene, sem gefur tómötunum rauða litinn, dregur úr bólgum og stuðlar að því að tapparnir myndist ekki í heilanum. 10.10.2012 21:23
Nauðsynlegt að endurskoða fyrirtækjaform Orkuveitunnar Ásu Ólafsdóttur, nefndarmaður í úttektarnefndinni um stöðu Orkuveitunnar, finnst umhugsunarvert hve litlar umræður fóru fram á Alþingi um lög um rekstur Orkuveitunnar áður en þau voru samþykkt. 10.10.2012 20:35
Nubo vill borga 5 milljónir dala Fyrirtæki Huang Nubo greiðir fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 615 milljónir króna á núvirði, fyrir sextíu ára leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt samningsdrögum. Þetta er þremur milljónum dollara minna en upphaflega var áætlað. 10.10.2012 20:12
Aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli óboðleg Aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli er óboðleg, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og alþingismaður sammældust um það í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis að nauðsynlegt væri að byggja betri aðstöðu á flugvellinum hvort sem hin endanlega niðurstaða verður sú að færa flugvöllinn eða ekki. 10.10.2012 20:03
Með nokkur kíló af amfetamíni í sjampóbrúsum Þrír pólverjar voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í morgun fyrir innflutning á tæplega níu kílóum af amfetamíni til landsins. Verjandi segir mennina geta vel við unað enda hafi saksóknari farið fram á sex til sjö ára fangelsi. 10.10.2012 19:13
Mun beita sér fyrir minni ítökum stjórnmálamanna í OR Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, mun beita sér fyrir því að ítök stjórnmálamanna í Orkuveitu Reykjavíkur verði minnkuð. Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.10.2012 18:53
Jón Gnarr er sorgmæddur yfir skýrslu Orkuveitunnar "Viðbrögðin, ég er svolitið sorgmæddur, en ég vona að framtíð Orkuveitunnar verði bjartari en fortíðin,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í viðtali við fréttastofu þegar hann var inntur jum viðbrögð vegna sannleiksskýrslu um Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem meðal annars kemur fram að stjórnendur ráku fyrirtækið nánast eins og einkafyrirtæki. 10.10.2012 18:40
Með eljusemi má útrýma kynbundnum launamun Kyndbundinn launamunur er hvorki til staðar í Reykjanesbæ né á Akureyri. Bæði sveitarfélögin birtu upplýsingar um þetta á heimasíðum sínum í dag en fyrr í vikunni kom hins vegar fram að rúmlega 13% óútskýrður kynbundinn launamunur hjá starfsmönnum BSRB mælist á landinu. 10.10.2012 18:19
ASÍ gagnrýnir meint leynisamkomulag Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag kom fram hörð gagnrýni á vinnubrögð stjórnarflokkana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar eru vinnubrögð Álfheiðar Ingadóttur, þingkonu VG, gagnrýnd sérstaklega. 10.10.2012 17:59
Öll grunnskólabörn fá verk Þorgríms að gjöf Grunnskólabörn landsins fengu í dag átta bækur eftir Þorgrím Þráinsson gefins á rafbókarformi. Hér eftir getur hver einasti grunnskólanemi sótt þær á rafrænu formi og lesið án endurgjalds. 10.10.2012 17:36
Öllum þremur sleppt í Outlaws-málinu Tveir karlar og ein kona, sem voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við aðgerðir lögreglu gegn vélhjólagenginu Outlaws í síðustu viku, eru laus úr haldi, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir einnig að rannsókn málsins haldi þó áfram og miði ágætlega. 10.10.2012 17:21
Skuldir Orkuveitunnar þrettánfölduðust á átta árum Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur jukust úr 17.7 milljörðum króna í upphafi árs 2002 í 224 milljarða króna í lok árs 2010 og hækkuðu því um 207 milljarða króna á tímabilinu. Þetta segir í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitunnar sem kynnt var nú í dag. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir þetta bendi kennitölur um greiðsluhæfi til þess að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar með ágætum hætti náist langtímafjármögnun. 10.10.2012 17:15
Toppar Orkuveitunnar hundsuðu nefndina Tveir af lykilmönnum við stjórnun Orkuveitunnar sinntu ekki boði úttektarnefndar um starfsemi Orkuveitunnar um fund til að svara máli sínu. Það eru þeir Hjörleifur Kvaran, fyrrverandi forstjóri, og Ingi Jóhannes Erlingsson, sem starfaði á fjármálasviði, lántöku- og áhættustýringarsvið og í fleiri verkefnum. 10.10.2012 17:15
Chris Hemsworth kominn til landsins Leikarinn Chris Hemsworth, sem flestir kannast við úr kvikmyndinni Thor, er kominn hingað til lands samkvæmt heimildum Vísis til þess að taka upp framhald kvikmyndarinnar, Thor 2. 10.10.2012 16:32
Segir eigendafund um OR hafa verið ólöglega boðaðan Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að mikill vafi leiki á því hvort eigendafundur í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið löglega boðaður. Fundurinn var boðaður í dag, vegna útkomu sannleiksskýrslu um rekstur borgarinnar til ársloka 2010. 10.10.2012 15:51
Munað getur 91% á verði á dekkjaskiptum Mikill verðumunur er á milli verkstæða á því hvað það kostar að setja vetrardekk undir bílinn. Þetta sýnir ný verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Mestur verðmunur var á dekkjaskiptum á jeppa. 10.10.2012 15:40
Sprengjur úr seinni heimstyrjöldinni fundust í Bryggjuhverfinu Tvær sprengjukúlur fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og reyndust þetta vera sjötíu og fimm millimetra kúlur og um fjörutíu cm að lengd. 10.10.2012 14:28
Fjórar götur í Reykjavík fá ný nöfn Fjórar götur í Reykjavík hafa fengið ný heiti og í morgun var verið að merkja Bríetartún, en svo heitir nú austurhluti Skúlagötu frá Snorrabraut að Höfðatúni, sem eftir breytingu heitir Katrínartún. Skúlatún hefur fengið heitið Þórunnartún og Sætún ber nafnið Guðrúnartún. 10.10.2012 13:41
Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10.10.2012 13:35
Síbrotamaður reyndi að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi Síbrotamaður, sem var látinn laus fyrr í vikunni, eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum, reyndi undir morgun að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi. 10.10.2012 11:14
Einni af stúlkunum í Pussy Riot sleppt úr haldi Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöður að dóminum yfir einni af stúlkunum í Pussy Riot, Jekaterinu Samutsevitj, skyldi breytt í skilorð. Búist er við að henni verði því brátt sleppt úr haldi. 10.10.2012 11:13
Ánægðir með niðurstöðuna - hámarksrefsing 12 ár Þrír pólskir karlmenn voru í morgun dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni hingað til lands. Fíkniefnin voru falin í sjampóbrúsum en það var fíkniefnahundurinn Nelson sem kom upp um smyglið. 10.10.2012 11:12
Ætlaði á Vog en endaði í gæsluvarðhaldi - og fær bætur fyrir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni rúmlega tvær milljónir króna vegna gæsluvarðhalds sem hann þurfti að sæta árið 2011 í tengslum við skotárás sem átti sér stað á aðfangadegi árið 2010. 10.10.2012 11:03
Veðurstofan ætlar að spá fyrir um norðurljós á landinu Á kynningarfundi Ísland – allt árið, sem fram fer síðar í dag, mun Ráðherra umhverfis- og auðlinda opna nýjan hluta á vef veðurstofunnar þar sem hægt verður að nálgast spá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu. Þetta er því ný þjónusta við notendur vefsins sem hingað til hafa treyst á skarpskyggni veðurfræðinga sem spá fyrir um veður. 10.10.2012 10:03
Vill bæta rétttarstöðu transfólks Eygló Þóra Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp sem myndi tryggja réttarstöðu transfólks þannig að refsivert verði fyrir aðila í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi að neita manneskju um vöru eða þjónustu vegna kynvitundar hennar. 10.10.2012 09:57
Fíkniefnasmyglarar í þriggja ára fangelsi Þrír pólskir karlmenn voru í morgun dæmdir í þriggja ára fangelsi hver fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl í apríl á þessu ári. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa smyglað inn 8,5 kílóum af amfetamíni í sjampóbrúsum. Mennirnir földu fíkniefnin í sjampóbrúsa við komuna til landsins. 10.10.2012 09:54
Ekið á ungan dreng Ekið var á ungan dreng við Hlíðarskóla, þegar hann var á leið í skólann í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu mun drengurinn ekki hafa slasast alvarlega. 10.10.2012 09:44
Kröfu Gunnars um frávísun vísað frá Kröfu Gunnars Þ. Andersen um að ákæru gegn honum vegna brots á þagnarskyldu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnar er, ásamt öðrum manni, ákærður fyrir að hafa komið gögnum úr Landsbankanum um fyrirtæki Guðlaugs Þ. Þórðarsonar alþingismanns yfir til Inga Freys Vilhjálmssonar fréttastjóra á DV. 10.10.2012 09:21
Sextán ára stúlku nauðgað á Selfossi Rétt fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðastliðins sunnudags kom í lögreglustöðina 16 ára gömul stúlka og tilkynnti að henni hefði verið nauðgað skömmu áður á grasflöt skammt frá skemmtistaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi. Stúlkan hafði verið inni á skemmtistaðnum en farið út undir lok dansleiksins. Maður kom að stúlkunni og leiddi hana afturfyrir húsið þar sem hann nauðgaði henni. Þegar í stað var farið með stúlkuna í Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum þar sem fram fór læknisrannsókn og stúlkunni veitt aðhlynning. 10.10.2012 09:02