Innlent

Toppar Orkuveitunnar hundsuðu nefndina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjörleifur Kvaran var forstjóri Orkuveitunnar.
Hjörleifur Kvaran var forstjóri Orkuveitunnar.
Þrír af lykilmönnum við stjórnun Orkuveitunnar sinntu ekki boði úttektarnefndar um starfsemi Orkuveitunnar um fund til að svara máli sínu. Það eru þeir Hjörleifur Kvaran, fyrrverandi forstjóri, og Ingi Jóhannes Erlingsson, sem starfaði á fjármálasviði, lántöku- og áhættustýringarsvið og í fleiri verkefnum. Þá vekur athygli að þrjú þeirra sem gegndu embætti borgarstjóra hluta þess tíma sem skýrslan tekur til voru ekki boðuð á fund. Það eru þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þórólfur Árnason og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Skýrslan var birt í dag, en hún er mikill áfellisdómur yfir rekstri fyrirtækisins. Fram kemur í henni að af þeim 31 sem úttektarnefndin bauð til viðtals mættu 28. Alfreð Þorsteinsson forfall­aðist einnig en samkvæmt heimildum Vísis var ástæðan sú að hann er að glíma við veikindi, Hjörleifur B. Kvaran svaraði ekki heldur ítrekuðum erindum nefndarinnar en Ingi Jóhannes Erlingsson afþakkaði boð um að mæta í viðtal.

Viðtölin voru tekin í marsmánuði 2012 annars vegar og í maí- og júnímánuði 2012 hins vegar. Í skýrslunni kemur fram að engum hafi verið skylt að mæta til viðtals, enda um úttekt að ræða en ekki rann­sókn.

Þá kemur jafnframt fram í skýrslunni að nokkrir aðilar hafi mætt til fundar við nefndina að eigin frumkvæði.

Listi yfir þá sem voru boðaðir á fund nefndarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×