Innlent

Öllum þremur sleppt í Outlaws-málinu

Víðir Þorgeirsson var leiddur fyrir dómara ásamt hinum þremur. Dómari féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald en hann hefur alfarið neitað tengslum við málið.
Víðir Þorgeirsson var leiddur fyrir dómara ásamt hinum þremur. Dómari féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald en hann hefur alfarið neitað tengslum við málið.
Tveir karlar og ein kona, sem voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við aðgerðir lögreglu gegn vélhjólagenginu Outlaws í síðustu viku, eru laus úr haldi, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir einnig að rannsókn málsins haldi þó áfram og miði ágætlega.

þremenningarnir voru handteknir vegna gruns um að þau hafi skipulagt árásir á heimili lögregluþjóna, en húsleitir fóru fram í síðustu viku og voru þær einhverjar umfangsmestu aðgerðir lögreglunnar hér á landi. Fólkið er grunað um að hafa lagt á ráðin um að fara inn á heimili lögreglumanna og beita þá, sem og fjölskyldur þeirra, ofbeldi.

Ástæðan mun vera, samkvæmt heimildum fréttastofu, að þremenningarnir saki lögreglumennina um að hafa tekið fé í húsleit og stungið því undan. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir forsprakka Outlaws, Víði Þorgeirsson, en dómari Héraðsdóms Reykjaness féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×