Innlent

Veðurstofan ætlar að spá fyrir um norðurljós á landinu

Norðurljósin geta verið magnað sjónarspil. Nú ætla veðurfræðingar að reyna að auðvelda almenningi við að sjá þetta einstaka veðurfyrirbrigði.
Norðurljósin geta verið magnað sjónarspil. Nú ætla veðurfræðingar að reyna að auðvelda almenningi við að sjá þetta einstaka veðurfyrirbrigði.
Á kynningarfundi Ísland – allt árið, sem fram fer síðar í dag, mun Ráðherra umhverfis- og auðlinda opna nýjan hluta á vef veðurstofunnar þar sem hægt verður að nálgast spá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu. Þetta er því ný þjónusta við notendur vefsins sem hingað til hafa treyst á skarpskyggni veðurfræðinga sem spá fyrir um veður.

Til að unnt sé að sjá norðurljós á Íslandi þá þarf þrennt að koma til:

1. að það sé nægjanleg virkni.

2. að það sé myrkur - tunglstaða hefur þarna áhrif.

3. að það sé þokkalega heiðskýrt.

Í spá veðurstofunnar, sem birt verður á vedur.is verða birtar upplýsingar upplýsingar um þessa þætti og mun veðurfræðingur á vakt skrifa textaspá og leggja mat á hvar líklegt sé að sjáist til norðurljósa miðað við skýjafar og virkni.

Að sögn Ingvars Kristinssonar hjá Veðurstofu Íslands er norðurljósaspá Veðurstofunnar sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, en ekki hefur áður verið reynt að spá fyrir um líkur á að sjáist til norðurljósa miðað við staðsetningu með tilliti til skýjafars og virkni.

Kynningarfundur Ísland – allt árið, hefst klukkan eitt í dag á Grand Hótel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×