Innlent

Fjórar götur í Reykjavík fá ný nöfn

Klambratún á góðum sumardegi. Eða var það Miklatún? Klambratún er Miklatún.
Klambratún á góðum sumardegi. Eða var það Miklatún? Klambratún er Miklatún.
Fjórar götur í Reykjavík hafa fengið ný heiti og í morgun var verið að merkja Bríetartún, en svo heitir nú austurhluti Skúlagötu frá Snorrabraut að Höfðatúni, sem eftir breytingu heitir Katrínartún. Skúlatún hefur fengið heitið Þórunnartún og Sætún ber nafnið Guðrúnartún.

Skilti með eldri götuheitum verða áfram til 2014 þannig að vegfarendur hafa rúman tíma til að venjast nýjum nöfnum.

Göturnar er nefndar eftir fyrstu konunum sem tóku sæti í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1908, en það ár buðu konur í Reykjavík fram sérstakan kvennalista, sem vann stórsigur og kom öllum sínum fulltrúum að.

Konurnar fjórar, sem settust fyrstar kvenna í bæjarstjórn Reykjavíkur, voru Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Katrín Magnússon og Þórunn Jónassen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×