Segir eigendafund um OR hafa verið ólöglega boðaðan Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. október 2012 15:51 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að mikill vafi leiki á því hvort eigendafundur í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið löglega boðaður. Fundurinn var boðaður í dag, vegna útkomu sannleiksskýrslu um rekstur borgarinnar til ársloka 2010. Kjartan segir að í 11. grein sameignarsamnings um Orkuveitu Reykjavíkur og í 6. kafla nýsamþykktrar eigendastefnu sé skrifað að eigendafundi skuli halda eftir ákvörðun stjórnar eða kröfu sameigenda með a.m.k. sjö daga fyrirvara. „Með þessu er ljóst að stjórn fyrirtækisisins ber ábyrgð á boðun eigendafunda og þar með ákvörðunum um hvort efni séu til að víkja frá áðurnefndum sjö daga fyrirvara. Í tilviki þessa fundar tók réttmætur fundarboðandi, stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, ekki ákvörðun um fundarboð né að fallið skyldi frá sjö daga frestinum, sem felur tvímælalaust í sér frávik frá samþykktum sameignarsamningi og eigendastefnu. Slíkt frávik ber ætíð að samþykkja af réttmætum fundarboðanda, sem var ekki gert í þessu tilviki, enda var fundarboð eigendafundarins ekki borið undir stjórnina áður en það var sent," segir Kjartan í yfirlýsingu til fjölmiðla. Kjartan vekur jafnframt athygli á því að fulltrúar í stjórn Orkuveitunnar hafi ekki fengið fundarboð á fundinn þrátt fyrir að löng og óslitin hefð sé fyrir því að þeim sé boðið að sitja eigendafundi félagsins. Sannleiksskýrslan um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur mun verða kynnt fjölmiðlum klukkan 17:15. Ítarlega verður sagt frá skýrslunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að mikill vafi leiki á því hvort eigendafundur í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið löglega boðaður. Fundurinn var boðaður í dag, vegna útkomu sannleiksskýrslu um rekstur borgarinnar til ársloka 2010. Kjartan segir að í 11. grein sameignarsamnings um Orkuveitu Reykjavíkur og í 6. kafla nýsamþykktrar eigendastefnu sé skrifað að eigendafundi skuli halda eftir ákvörðun stjórnar eða kröfu sameigenda með a.m.k. sjö daga fyrirvara. „Með þessu er ljóst að stjórn fyrirtækisisins ber ábyrgð á boðun eigendafunda og þar með ákvörðunum um hvort efni séu til að víkja frá áðurnefndum sjö daga fyrirvara. Í tilviki þessa fundar tók réttmætur fundarboðandi, stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, ekki ákvörðun um fundarboð né að fallið skyldi frá sjö daga frestinum, sem felur tvímælalaust í sér frávik frá samþykktum sameignarsamningi og eigendastefnu. Slíkt frávik ber ætíð að samþykkja af réttmætum fundarboðanda, sem var ekki gert í þessu tilviki, enda var fundarboð eigendafundarins ekki borið undir stjórnina áður en það var sent," segir Kjartan í yfirlýsingu til fjölmiðla. Kjartan vekur jafnframt athygli á því að fulltrúar í stjórn Orkuveitunnar hafi ekki fengið fundarboð á fundinn þrátt fyrir að löng og óslitin hefð sé fyrir því að þeim sé boðið að sitja eigendafundi félagsins. Sannleiksskýrslan um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur mun verða kynnt fjölmiðlum klukkan 17:15. Ítarlega verður sagt frá skýrslunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira