Fleiri fréttir Rændu líki leiðtoga Los Zetas glæpagengisins í Mexíkó Skömmu eftir að staðfest hafði verið að hættulegasti glæpaforingi Mexíkó hefði fallið í skotbardaga við landgönguliða mexíkanska flotans í smábæ skammt frá landamærunum að Texas var líki hans rænt af útfararstofu. 10.10.2012 06:47 Matvælastofnun vill sýni frá öllum kúabúum landsins Matvælastofnun, í samvinnu við Landssamband kúabænda, ætlar að kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum í landinu vegna smitandi barkabólgu í kúm, sem greindist á Egilsstaðabúinu nýverið. 10.10.2012 06:43 Allir borgarfulltrúar Reggio Calabria reknir vegna mafíutengsla Yfirvöld á Ítalíu hafa vikið öllum borgarfulltrúum í borginni Reggio Calabria úr embættum sínum. Ástæðan fyrir þessu var að koma í veg fyrir að mafían næði öllum völdum í borginni. 10.10.2012 06:35 Meintur brennuvargur óskaði eftir gistingu hjá lögreglunni Maður, sem Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í allt að 30 daga gæsluvarðhald, meðal annars vegna tilburða til íkveikja í bænum, gengur aftur laus eftir að Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi. Hann var á kreiki á Selfossi í nótt. Undir morgun knúði hann dyra á lögreglustöðinni og óskaði eftir mat og gistingu, en var fálega tekið. 10.10.2012 06:32 Par grunað um hryðjuverk handtekið á Heathrow Breska lögreglan handtók par á þrítugsaldri á Heathrow flugvellinum í gærkvöldi en parið er grunað um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. 10.10.2012 06:29 Gífurleg fjölgun á prófessorum í Danmörku Gífurlega fjölgun hefur orðið á prófessorum í Danmörku á undanförnum árum. Þannig voru þeir 1.440 talsins árið 2007 en eru orðnir tæplega 2.000 talsins í ár. 10.10.2012 06:28 Efni í tómötum dregur úr hættunni á heilablóðfalli Rannsókn hefur leitt í ljós að efni sem finnst í tómötum getur dregið úr hættunni á að fá heilablóðfall. 10.10.2012 06:21 Áfrýjunarmál Pussy Riot tekið fyrir í dag Áfrýjunarmál þriggja meðlima rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot verður tekið fyrir hjá dómstóli í Moskvu nú fyrir hádegið. 10.10.2012 06:17 Drukkinn skipstjóri nær búinn að sigla skipi sínu upp í fjöru Minnstu munaði að drukkinn skipstjóri á pólsku flutningaskipi sigldi skipinu upp í fjöru skammt frá Helsingör á Norður Sjálandi í nótt. 10.10.2012 06:16 Rocard ræðir Norðurslóðir Michel Rocard, sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna, flytur fyrirlestur um alþjóðlega samvinnu á norðurskautssvæðinu í Háskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn er haldinn í hátíðasal Háskólans og hefst klukkan tólf. 10.10.2012 00:30 Eindaga veiðigjalds frestað Ákveðið hefur verið að fresta eindaga á fyrstu greiðslu sérstaks veiðigjalds. Upphaflegi eindaginn var 15. október en verður 1. desember samkvæmt reglugerð frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. 10.10.2012 00:30 Fiskar minnka um fjórðung Vísindamenn við háskóla í Bresku-Kólumbíu í Kanada hafa komist að því að fiskar geta minnkað um allt að 24 prósent við hlýnun hafsins. 10.10.2012 00:00 Fjármagnið spillir málefnaumræðunni Bandarísku stjórnmálaráðgjafarnir Bob Carpenter og Rick Ridder hafa um árabil unnið hvor fyrir sinn stjórnmálaflokkinn í kosningum, en þeir eru engu að síður nokkuð sammála um hvernig kosningabaráttan hefur gengið fyrir sig. 10.10.2012 00:00 Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10.10.2012 00:00 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10.10.2012 00:00 "Við erum öll nágrannar“ Verðlaunahafar á friðarhátíð Yoko Ono hrósuðu Jóni Gnarr sem vill að Reykjavík verði laus við allt hernaðarbrölt. Einn vildi klóna hann og Lady Gaga sagði að fleiri ráðamenn þyrftu að vera eins og borgarstjórinn. 10.10.2012 00:00 Bændur vilja skjóta bæði álftir og gæsir Tjón af völdum andfugla í ræktarlöndum getur verið verulegt hjá hverju búi. Bændur kalla eftir úrræðum til að fást við friðaða fugla. Ódýrara að flytja inn korn en rækta það haldi fram sem horfir. Fuglar hrekja bændur úr kornrækt. 10.10.2012 00:00 Skotin fyrir að gagnrýna Skólavagn fullur af börnum var í þann mund að leggja af stað frá skólalóð í bænum Mingora í austanverðu Pakistan í gær þegar maður nokkur kom að bílnum og spurði eftir stúlku, sem heitir Malala Yousoufzai. Önnur stúlka benti á hana, en þá dró maðurinn upp byssu og skaut þær báðar. 10.10.2012 00:00 Hér ræður reynslan af Huawei framhaldinu Bandarísk þingnefnd sem fjallar um öryggismál leggst gegn því að kínversku tæknifyrirtækin Huawei og ZTE fái að eiga viðskipti í Bandaríkjunum. Fyrirtækin eru sögð ógna öryggi landsins vegna mögulegra áhrifa frá stjórnvöldum í Kína og hættunnar á njósnum. 10.10.2012 00:00 Merkel hrósar grísku stjórninni „Ég vona og óska þess að Grikkland verði áfram með aðild að evrusvæðinu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún kom í stutta heimsókn til Grikklands. 10.10.2012 00:00 Nánast allir komnir á netið Tölvur eru nú á 96 prósentum íslenskra heimila og aðgangur að neti á 95 prósentum þeirra. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Hagstofu Íslands á tölvu- og netnotkun Íslendinga. 10.10.2012 00:00 Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Staðfestar vísbendingar eru um að magn þörunga sé að aukast í Þingvallavatni. Þetta kemur fram í vöktunarskýrslu fyrir árið 2011. Með þessu minnkar tærleiki vatnsins. 10.10.2012 00:00 Kosið um sjálfstæði Breska stjórnin og skoska heimastjórnin hafa náð samkomulagi um þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi, þar sem Skotar fá tækifæri til að segja skoðun sína á því hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði. 10.10.2012 00:00 Kosið innan fárra mánaða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, skýrði frá því í gær að boðað verði til þingkosninga snemma á næsta ári, meira en hálfu ári áður en kjörtímabil núverandi þings rennur út. 10.10.2012 00:00 Kínverjum verði boðin vændisþjónusta grænland Hóteleigandi í bænum Maniitsoq á vesturströnd Grænlands hefur stungið upp á því að sett verði á laggirnar vændishús í bænum til þess að hægt verði að græða á Kínverjunum tvö þúsund sem væntanlegir eru. Kínverjarnir, flestir karlar, munu vinna við álbræðsluver á staðnum. 10.10.2012 00:00 Útlendir fangar í sérfangelsi Norska ríkisstjórnin hyggst gera Kongsvinger-fangelsið, þar sem nú eru tuttugu erlendir fangar, að fyrsta sérfangelsinu fyrir útlendinga. Alls verður þar rými fyrir 97 erlenda fanga. Gert er ráð fyrir að túlkaþjónusta auk annars verði auðveldari og reksturinn hagkvæmari. 10.10.2012 00:00 Kosningarnar verða bindandi „Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla eins og þessi er í reyndinni bindandi,“ sagði Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, sem átti sæti í stjórnlagaráði, um kosningarnar 20. október, þar sem kosið verður um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 10.10.2012 00:00 70% ESB-íbúa í þjónustugeira Þjónustugeirinn hefur eflst verulega síðustu ár í ríkjum Evrópusamandsins og í fyrra voru þar næstum 70 prósent vinnandi einstaklinga. Frá þessu greinir Eurostat. Rúmur helmingur þeirra vann í einkageiranum, en hinir hjá hinu opinbera. 10.10.2012 00:00 Meta þarf EES-samstarfið Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir nauðsynlegt að gera mat á kostum og göllum EES-samningsins, en ýmis ákvæði hans séu farin að „rekast í hana“. Hann segir að farið sé að „togna á stjórnarskránni“ og meira muni reyna á samspil hennar við samninginn á næstunni. 10.10.2012 00:00 Skoða styttingu náms í þrjú ár Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að endurskoða verði nám leikskólakennara. Síðan það var lengt úr þremur í fimm ár hafi aðsókn minnkað um 77 prósent sem skaði leikskólastigið og geri sveitarfélögum erfitt um vik að uppfylla kröfur um hlutfall menntaðra starfsmanna. 10.10.2012 00:00 Gífurlegar öryggisráðstafnir í Aþenu vegna komu Merkel Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Aþenu í dag vegna opinberrar heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands til Grikklands. 9.10.2012 06:16 Romney mælist með meira fylgi en Obama Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að Mitt Romey mælist nú með meira fylgi en Barack Obama í baráttu þeirra um forsetaembættið. 9.10.2012 06:25 Ríkisstyrkt framhjáhald í uppsiglingu í Danmörku Reikna má með aukningu á játningum um framhjáhaldi með tilheyrandi hjónaskilnuðum í Danmörku á næstunni. Sú aukning verður þó öll í orði en ekki á borði. 9.10.2012 06:20 Kona sem kvaðst vera 132 ára gömul er látin Kona í afskekktu þropi í Georgíu sem kvaðst vera elsti íbúi jarðarinnar er látin. Sú sem hér um ræðir hét Antisa Khvichava og hún kvaðst vera 132 ára gömul, fædd þann 8. júlí árið 1880. 9.10.2012 06:37 Skátar halda friðarþing í Hörpu Skátar standa fyrir friðarþingi í Hörpu um næstu helgi í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi. Þingið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á hugmyndinni um frið. 9.10.2012 23:20 Kettir hverfa sporlaust á Eyrarbakka Fjölmargir kettir hafa horfið sporlaust á Eyrarbakka það sem af er ári. Það eru alla jafna skógarkettir eða aðrir dýrir kettir sem hverfa og eftir það sést hvorki tangur né tetur af þeim. 9.10.2012 22:39 Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9.10.2012 22:12 Mjólk er góð við krabbameini Mjólk virðist draga úr vaxtarhraða ristilkrabbameins samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. Þessa eiginleika má rekja til hins járnbindandi próteins lactoferricin 4-14 (Lfcin4-14) sem er í mjólk. 9.10.2012 21:50 Ögmundur sáttur við nýjar fangareglur Innanríkisráðherra líst vel á hertar reglur í fangelsum vegna fanga sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum. Hann segir þær alls ekki mismuna föngum. 9.10.2012 21:40 Tveir fengu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði Frakkinn Serge Haroche og Bandaríkjamaðurinn David Wineland hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið. Rannsóknir þeirra og vísindastörf í skammtafræði þykja marka tímamót. 9.10.2012 21:21 Yoko Ono tendraði ljós Friðarsúlunnar Yoko Ono kom sjálf út í Viðey í kvöld og var viðstödd þegar kveikt var á Friðarsúlunni. Fjölmennur hópur fólks var viðstaddur en hópurinn samanstóð af stærstum hluta af erlendum ferðamönnum og fjölmiðlamönnum. 9.10.2012 20:31 Aðgerðir gegn hraðakstri bera árangur Vel hefur gengið að sporna við hraðakstri við Melaskóla eftir að nýjum hraðahindrunum var komið upp á veginum við skólann. Margir foreldrar höfðu áður kvartað undan hraðakstri þar, sérstaklega á morgnanna. 9.10.2012 19:48 Yfir 450 off-venue tónleikar á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves hafa kynnt hina svokölluðu off-venue dagskrá sem fer fram samhliða Airwaves hátíðinni. Á dagskrá eru yfir 450 tónleikar á 31 stað víðsvegar um borgina. 9.10.2012 19:28 Fjölmenni á leið út í Viðey Fjölmenni hefur nú safnast saman á Skarfabakkanum á leið út í Viðey til að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar. Hundruð gesta bíða þess nú að verða ferjaðir út í eyjuna til að fylgjast með þegar kveikt verður á súlunni. 9.10.2012 19:09 Undanþágur inni í myndinni fyrir Nubo Í drögum að samningi sveitarfélaga á Norðurlandi við fyrirtæki Huang Nubo kemur fram að hægt er að veita ýmsar undanþágur til nýtingar auðlinda. Fréttastofa hefur þessi óbirtu drög undir höndum. 9.10.2012 18:53 Sjá næstu 50 fréttir
Rændu líki leiðtoga Los Zetas glæpagengisins í Mexíkó Skömmu eftir að staðfest hafði verið að hættulegasti glæpaforingi Mexíkó hefði fallið í skotbardaga við landgönguliða mexíkanska flotans í smábæ skammt frá landamærunum að Texas var líki hans rænt af útfararstofu. 10.10.2012 06:47
Matvælastofnun vill sýni frá öllum kúabúum landsins Matvælastofnun, í samvinnu við Landssamband kúabænda, ætlar að kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum í landinu vegna smitandi barkabólgu í kúm, sem greindist á Egilsstaðabúinu nýverið. 10.10.2012 06:43
Allir borgarfulltrúar Reggio Calabria reknir vegna mafíutengsla Yfirvöld á Ítalíu hafa vikið öllum borgarfulltrúum í borginni Reggio Calabria úr embættum sínum. Ástæðan fyrir þessu var að koma í veg fyrir að mafían næði öllum völdum í borginni. 10.10.2012 06:35
Meintur brennuvargur óskaði eftir gistingu hjá lögreglunni Maður, sem Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í allt að 30 daga gæsluvarðhald, meðal annars vegna tilburða til íkveikja í bænum, gengur aftur laus eftir að Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi. Hann var á kreiki á Selfossi í nótt. Undir morgun knúði hann dyra á lögreglustöðinni og óskaði eftir mat og gistingu, en var fálega tekið. 10.10.2012 06:32
Par grunað um hryðjuverk handtekið á Heathrow Breska lögreglan handtók par á þrítugsaldri á Heathrow flugvellinum í gærkvöldi en parið er grunað um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. 10.10.2012 06:29
Gífurleg fjölgun á prófessorum í Danmörku Gífurlega fjölgun hefur orðið á prófessorum í Danmörku á undanförnum árum. Þannig voru þeir 1.440 talsins árið 2007 en eru orðnir tæplega 2.000 talsins í ár. 10.10.2012 06:28
Efni í tómötum dregur úr hættunni á heilablóðfalli Rannsókn hefur leitt í ljós að efni sem finnst í tómötum getur dregið úr hættunni á að fá heilablóðfall. 10.10.2012 06:21
Áfrýjunarmál Pussy Riot tekið fyrir í dag Áfrýjunarmál þriggja meðlima rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot verður tekið fyrir hjá dómstóli í Moskvu nú fyrir hádegið. 10.10.2012 06:17
Drukkinn skipstjóri nær búinn að sigla skipi sínu upp í fjöru Minnstu munaði að drukkinn skipstjóri á pólsku flutningaskipi sigldi skipinu upp í fjöru skammt frá Helsingör á Norður Sjálandi í nótt. 10.10.2012 06:16
Rocard ræðir Norðurslóðir Michel Rocard, sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna, flytur fyrirlestur um alþjóðlega samvinnu á norðurskautssvæðinu í Háskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn er haldinn í hátíðasal Háskólans og hefst klukkan tólf. 10.10.2012 00:30
Eindaga veiðigjalds frestað Ákveðið hefur verið að fresta eindaga á fyrstu greiðslu sérstaks veiðigjalds. Upphaflegi eindaginn var 15. október en verður 1. desember samkvæmt reglugerð frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. 10.10.2012 00:30
Fiskar minnka um fjórðung Vísindamenn við háskóla í Bresku-Kólumbíu í Kanada hafa komist að því að fiskar geta minnkað um allt að 24 prósent við hlýnun hafsins. 10.10.2012 00:00
Fjármagnið spillir málefnaumræðunni Bandarísku stjórnmálaráðgjafarnir Bob Carpenter og Rick Ridder hafa um árabil unnið hvor fyrir sinn stjórnmálaflokkinn í kosningum, en þeir eru engu að síður nokkuð sammála um hvernig kosningabaráttan hefur gengið fyrir sig. 10.10.2012 00:00
Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10.10.2012 00:00
Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10.10.2012 00:00
"Við erum öll nágrannar“ Verðlaunahafar á friðarhátíð Yoko Ono hrósuðu Jóni Gnarr sem vill að Reykjavík verði laus við allt hernaðarbrölt. Einn vildi klóna hann og Lady Gaga sagði að fleiri ráðamenn þyrftu að vera eins og borgarstjórinn. 10.10.2012 00:00
Bændur vilja skjóta bæði álftir og gæsir Tjón af völdum andfugla í ræktarlöndum getur verið verulegt hjá hverju búi. Bændur kalla eftir úrræðum til að fást við friðaða fugla. Ódýrara að flytja inn korn en rækta það haldi fram sem horfir. Fuglar hrekja bændur úr kornrækt. 10.10.2012 00:00
Skotin fyrir að gagnrýna Skólavagn fullur af börnum var í þann mund að leggja af stað frá skólalóð í bænum Mingora í austanverðu Pakistan í gær þegar maður nokkur kom að bílnum og spurði eftir stúlku, sem heitir Malala Yousoufzai. Önnur stúlka benti á hana, en þá dró maðurinn upp byssu og skaut þær báðar. 10.10.2012 00:00
Hér ræður reynslan af Huawei framhaldinu Bandarísk þingnefnd sem fjallar um öryggismál leggst gegn því að kínversku tæknifyrirtækin Huawei og ZTE fái að eiga viðskipti í Bandaríkjunum. Fyrirtækin eru sögð ógna öryggi landsins vegna mögulegra áhrifa frá stjórnvöldum í Kína og hættunnar á njósnum. 10.10.2012 00:00
Merkel hrósar grísku stjórninni „Ég vona og óska þess að Grikkland verði áfram með aðild að evrusvæðinu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún kom í stutta heimsókn til Grikklands. 10.10.2012 00:00
Nánast allir komnir á netið Tölvur eru nú á 96 prósentum íslenskra heimila og aðgangur að neti á 95 prósentum þeirra. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Hagstofu Íslands á tölvu- og netnotkun Íslendinga. 10.10.2012 00:00
Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Staðfestar vísbendingar eru um að magn þörunga sé að aukast í Þingvallavatni. Þetta kemur fram í vöktunarskýrslu fyrir árið 2011. Með þessu minnkar tærleiki vatnsins. 10.10.2012 00:00
Kosið um sjálfstæði Breska stjórnin og skoska heimastjórnin hafa náð samkomulagi um þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi, þar sem Skotar fá tækifæri til að segja skoðun sína á því hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði. 10.10.2012 00:00
Kosið innan fárra mánaða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, skýrði frá því í gær að boðað verði til þingkosninga snemma á næsta ári, meira en hálfu ári áður en kjörtímabil núverandi þings rennur út. 10.10.2012 00:00
Kínverjum verði boðin vændisþjónusta grænland Hóteleigandi í bænum Maniitsoq á vesturströnd Grænlands hefur stungið upp á því að sett verði á laggirnar vændishús í bænum til þess að hægt verði að græða á Kínverjunum tvö þúsund sem væntanlegir eru. Kínverjarnir, flestir karlar, munu vinna við álbræðsluver á staðnum. 10.10.2012 00:00
Útlendir fangar í sérfangelsi Norska ríkisstjórnin hyggst gera Kongsvinger-fangelsið, þar sem nú eru tuttugu erlendir fangar, að fyrsta sérfangelsinu fyrir útlendinga. Alls verður þar rými fyrir 97 erlenda fanga. Gert er ráð fyrir að túlkaþjónusta auk annars verði auðveldari og reksturinn hagkvæmari. 10.10.2012 00:00
Kosningarnar verða bindandi „Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla eins og þessi er í reyndinni bindandi,“ sagði Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, sem átti sæti í stjórnlagaráði, um kosningarnar 20. október, þar sem kosið verður um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 10.10.2012 00:00
70% ESB-íbúa í þjónustugeira Þjónustugeirinn hefur eflst verulega síðustu ár í ríkjum Evrópusamandsins og í fyrra voru þar næstum 70 prósent vinnandi einstaklinga. Frá þessu greinir Eurostat. Rúmur helmingur þeirra vann í einkageiranum, en hinir hjá hinu opinbera. 10.10.2012 00:00
Meta þarf EES-samstarfið Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir nauðsynlegt að gera mat á kostum og göllum EES-samningsins, en ýmis ákvæði hans séu farin að „rekast í hana“. Hann segir að farið sé að „togna á stjórnarskránni“ og meira muni reyna á samspil hennar við samninginn á næstunni. 10.10.2012 00:00
Skoða styttingu náms í þrjú ár Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að endurskoða verði nám leikskólakennara. Síðan það var lengt úr þremur í fimm ár hafi aðsókn minnkað um 77 prósent sem skaði leikskólastigið og geri sveitarfélögum erfitt um vik að uppfylla kröfur um hlutfall menntaðra starfsmanna. 10.10.2012 00:00
Gífurlegar öryggisráðstafnir í Aþenu vegna komu Merkel Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Aþenu í dag vegna opinberrar heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands til Grikklands. 9.10.2012 06:16
Romney mælist með meira fylgi en Obama Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að Mitt Romey mælist nú með meira fylgi en Barack Obama í baráttu þeirra um forsetaembættið. 9.10.2012 06:25
Ríkisstyrkt framhjáhald í uppsiglingu í Danmörku Reikna má með aukningu á játningum um framhjáhaldi með tilheyrandi hjónaskilnuðum í Danmörku á næstunni. Sú aukning verður þó öll í orði en ekki á borði. 9.10.2012 06:20
Kona sem kvaðst vera 132 ára gömul er látin Kona í afskekktu þropi í Georgíu sem kvaðst vera elsti íbúi jarðarinnar er látin. Sú sem hér um ræðir hét Antisa Khvichava og hún kvaðst vera 132 ára gömul, fædd þann 8. júlí árið 1880. 9.10.2012 06:37
Skátar halda friðarþing í Hörpu Skátar standa fyrir friðarþingi í Hörpu um næstu helgi í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi. Þingið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á hugmyndinni um frið. 9.10.2012 23:20
Kettir hverfa sporlaust á Eyrarbakka Fjölmargir kettir hafa horfið sporlaust á Eyrarbakka það sem af er ári. Það eru alla jafna skógarkettir eða aðrir dýrir kettir sem hverfa og eftir það sést hvorki tangur né tetur af þeim. 9.10.2012 22:39
Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9.10.2012 22:12
Mjólk er góð við krabbameini Mjólk virðist draga úr vaxtarhraða ristilkrabbameins samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. Þessa eiginleika má rekja til hins járnbindandi próteins lactoferricin 4-14 (Lfcin4-14) sem er í mjólk. 9.10.2012 21:50
Ögmundur sáttur við nýjar fangareglur Innanríkisráðherra líst vel á hertar reglur í fangelsum vegna fanga sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum. Hann segir þær alls ekki mismuna föngum. 9.10.2012 21:40
Tveir fengu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði Frakkinn Serge Haroche og Bandaríkjamaðurinn David Wineland hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið. Rannsóknir þeirra og vísindastörf í skammtafræði þykja marka tímamót. 9.10.2012 21:21
Yoko Ono tendraði ljós Friðarsúlunnar Yoko Ono kom sjálf út í Viðey í kvöld og var viðstödd þegar kveikt var á Friðarsúlunni. Fjölmennur hópur fólks var viðstaddur en hópurinn samanstóð af stærstum hluta af erlendum ferðamönnum og fjölmiðlamönnum. 9.10.2012 20:31
Aðgerðir gegn hraðakstri bera árangur Vel hefur gengið að sporna við hraðakstri við Melaskóla eftir að nýjum hraðahindrunum var komið upp á veginum við skólann. Margir foreldrar höfðu áður kvartað undan hraðakstri þar, sérstaklega á morgnanna. 9.10.2012 19:48
Yfir 450 off-venue tónleikar á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves hafa kynnt hina svokölluðu off-venue dagskrá sem fer fram samhliða Airwaves hátíðinni. Á dagskrá eru yfir 450 tónleikar á 31 stað víðsvegar um borgina. 9.10.2012 19:28
Fjölmenni á leið út í Viðey Fjölmenni hefur nú safnast saman á Skarfabakkanum á leið út í Viðey til að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar. Hundruð gesta bíða þess nú að verða ferjaðir út í eyjuna til að fylgjast með þegar kveikt verður á súlunni. 9.10.2012 19:09
Undanþágur inni í myndinni fyrir Nubo Í drögum að samningi sveitarfélaga á Norðurlandi við fyrirtæki Huang Nubo kemur fram að hægt er að veita ýmsar undanþágur til nýtingar auðlinda. Fréttastofa hefur þessi óbirtu drög undir höndum. 9.10.2012 18:53