Innlent

Kröfu Gunnars um frávísun vísað frá

BL og JHH skrifar
Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Mynd/ Vilhelm.
Kröfu Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, um að ákæru gegn honum vegna brots á þagnarskyldu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnar er, ásamt öðrum manni, ákærður fyrir að hafa komið gögnum úr Landsbankanum um fyrirtæki Guðlaugs Þ. Þórðarsonar alþingismanns yfir til Inga Freys Vilhjálmssonar fréttastjóra á DV.

Gunnar krafðist frávísunar á þeirri forsendu að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, væri vanhæfur til að fara með málið þar sem hann hefði sótt um starf forstjóra FME á sama tíma og Gunnar, en ekki fengið starfið.

Við fyrirtöku málsins í morgun lagði verjandi Gunnars fram gögn, meðal annars ársreikning Landsbankans, og úrklippur úr fjölmiðlum sem eiga að styðja málstað hans.

Eftir þinghald í dag sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari að hann hefði búist við þessari niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×