Fleiri fréttir Stálu vörum fyrir rúmar 6 milljónir Mæðgur hafa verið dæmdar fyrir stórfelldan þjófnað úr verslunum, en dómur þess eðlis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Móðirin skal sæta fangelsi í fimmtán mánuði, en 12 mánuðir eru skilorðsbundnir. Dóttirin fékk fjögurra mánaða fangelsisdóm en refsingu er frestað og fellur hún niður eftir þrjú ár haldi hún skilorð þann tíma. 1.10.2012 16:32 Próf- og beltislaust talandi í síma á óskoðuðum bíl Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekki hafa verið til fyrirmyndar í umferðinni. 1.10.2012 15:24 Dópaður og réttindalaus Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina rúmlega tvítugan ökumann þar sem hann var grunaður um ölvun við akstur. 1.10.2012 15:23 Ráðherra í myrkri Rafmagn fór af hluta Skuggahverfis rétt eftir klukkan eitt í dag þegar bilun varð í háspennukerfi við Lindargötu. Meðal annars fór rafmagnið af í umhverfisráðuneytinu en það komst þó fljótt á þar aftur. 1.10.2012 15:16 Ísland áfangastaður ársins að mati lesenda The Guardian Ísland hefur verið valið land ársins í Evrópu 2012, í árlegu vali lesenda breska dagblaðsins The Guardian á áhugaverðustu áfangastöðum heims, eða hinum svokölluðu Guardian Readers‘ Travel Awards. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. 1.10.2012 15:06 Katrín fer gegn Árna Páli Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti í suðvesturkjördæmi í prófkjöri Samfylkingarinnar. "Ég hef verið að melta þetta með mér í nokkurn tíma og ég hef ákveðið að gefa kost á mér í það sæti. Svo er það félagsmanna í suðvesturkjördæmi að taka ákvörðun um það hvernig þeir vilja stilla upp. Ég allavega býð mig fram," segir Katrín, sem tók við lyklavöldum í ráðuneytinu nú skömmu eftir hádegið. Árni Páll Árnason er fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og sækist hann áfram eftir því sæti., en Katrín er annars Bæði hafa þau verið orðuð við formannsframboð. Spurð hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns svarar Katrín: "Ég segi nú bara: Eitt í einu! Það er heilmikið að gefa kost á sér að vera oddviti í kjördæmi. Ef það gengur eftir þá mun ég auðvitað sjá til. En það er einn slagur fyrst og síðan mun ég meta stöðuna í framhaldi af því. En það er ekkert ákveðið og ég hef ekki gengið með formanninn í maganum hingað til en maður á aldrei að útiloka neitt í pólitík," segir Katrín. Árni Páll gefur heldur enn ekkert upp um hvort hann stefni á að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir ekki heldur ljóst hvenær hann gerir upp hug sinn. "Það bara kemur þegar það kemur," segir hann. 1.10.2012 14:00 Illa unnið að framkvæmdum OR á Hengilssvæðinu Framkvæmdir við niðurdælingu vatns frá Hellisheiðarvirkjun, sem leysti úr læðingi jarðhræringar við Húsmúla á Hengilssvæðinu haustið 2011 eru sagðar hafa verið illa undirbúnar og illa unnar. Þetta kemur fram í skýrslu sérfræðinga sem unnin var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Í skýrslunni segir að jarðskjálftar vegna framkvæmdarinnar hafi komið á óvart og vakið um tíma kvíði og tortryggni. Fyrstu viðbrögð hafi verið fálmkennd og nokkurn tíma hafi tekið að átta sig á atburðarrásinni og hvernig við skyldi brugðist. 1.10.2012 13:43 Heildarupphæð barnabóta hækkar um 30% Síðasta embættisverk Oddnýjar Harðardóttur á stóli fjármálaráðherra var að kynna breytingar á barnabótakerfinu en á Ríkisráðsfundi nú rétt fyrir hádegið tók Katrín Júlíusdóttir við ráðuneytinu af Oddnýju. Heildarupphæð bótanna hækkar um þrjátíu prósent og tekjuskerðingarmörk hækka einnig. 1.10.2012 12:25 Sveinn Arason: Upphlaup hjá fjárlaganefnd Ríkisendurskoðandi segir það hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að neita að afhenda honum frumvarp til umsagnar. Hann telur sinn enn njóta fulls trausts forseta Alþingis. 1.10.2012 12:13 Oddný út - Katrín inn Ríkisráðsfundur stendur nú yfir á Bessastöðum en fundurinn markar breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Oddný Harðardóttir kveður í dag efnahags- og fjármálaráðuneytið og Karín Júlíusdóttir tekur þar formlega við lyklavöldum klukkan hálf eitt í dag. 1.10.2012 12:09 Grófu 150 fjár upp úr snjó Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra skipulagði nú um helgina umfangsmiklar aðgerðir, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu, búnaðarráðunauta, bændur og aðrar hlutaðeigandi. 1.10.2012 11:56 Reyndi að kveikja í Kaffi Krús Mikil hætta myndaðist þegar eldur kom upp á veitingastaðnum Kaffi Krús á Selfossi á föstudagskvöld. Gestir á veitingastaðnum tóku eftir að kveikt hafði verið í blómaskreytingu sem stóð upp við húsvegg. 1.10.2012 10:58 Bekkjabófar í hefndarhug Að morgni síðastliðins miðvikudags tóku starfsmenn Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi eftir því að tveir bekkir sem höfðu verið framan við verslunina voru horfnir. 1.10.2012 10:55 Tók lögreglustöðina á Selfossi og sýsluskrifstofu eignarnámi Maður kom í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Selfossi um klukkan 19:30 síðastliðinn föstudag. 1.10.2012 10:51 Nöfn þeirra sem létust lesin upp Rannsóknarnefnd, sem hefur það verkefni að kanna skotárásirnar í Marikana námunni í Suður-Afríku í ágúst síðastliðnum, tók til starfa í dag. Nefndin hóf störf sín á því að lesa upp nöfn þeirra sem létust. 1.10.2012 10:43 Hátt í 500 greitt atkvæði utan kjörfundar Alls hafa 438 greitt atkvæði utan kjörfundar í stjórnlagaráðskosningunum sem fram fara 20. október næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík hafa 268 einstaklingar greitt atkvæði í Reykjavík. 1.10.2012 10:02 Jarðskjálftar við Grímsey Jarðskjálfti að stærð 3.2 með upptök um tuttugu kílómetra austan við Grímsey varð klukkan þrjú í nótt. Annar skjálfti, 2.6 að stærð, varð á sömu slóðum klukkan sex í morgun. 1.10.2012 09:59 Krefjast frávísunar al-Thani málsins Verjendur Kaupþingsmanna í al-Thani málinu svokallaða kröfðust frávísunar við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Enginn sakborninganna var mættur í Héraðsdóm, en Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, og fulltrúar hinna sakborninganna voru mættir til að leggja fram greinargerð í málinu. 1.10.2012 09:37 Oddný fundar fyrir ráðherraskipti Oddný G. Harðardóttir, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði til blaðamannafundar klukkan níu í morgun. Efni fundarins er bætt stuðningskerfi við barnafjölskyldur og breyttar úthlutunarreglur barnabóta. Fundurinn var haldinn í fundarsalnum Hóli í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í Arnarhvoli. 1.10.2012 09:29 Fyrirtöku í máli Pussy Riot frestað Fyrirtöku á áfrýjunarmáli þriggja kvenna úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot var frestað í morgun. Konurnar voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óspektir og guðlast í ágúst. 1.10.2012 09:17 Sjálfsmorðsárás í Afganistan - þrettán féllu Þrettán hið minnsta létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Afganistan í morgun. Sextíu aðrir liggja sárir eftir. Ódæðismaðurinn ók á mótorhjóli að hermönnum við útimarkað í borginni Khost og sprengdi sig í loft upp. 1.10.2012 08:30 Strætisvagn og fólksbíll lentu saman Engin slasaðist þegar strætisvagn og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á mótum Lönguhlíðar og Flókagötu í Reykjavík um klukkan átta í morgun. Lögregla kannar tildrög þessa, en fólksbíllinn var óökufær eftir áreksturinn og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. 1.10.2012 08:18 Þúsundir þýskra barna með magakveisu Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi segja að hátt í átta þúsund börn hafi smitast af alvarlegri maga- og þarmabólgu á síðustu dögum. 1.10.2012 08:15 Ríkisstjórnin "sú versta í sögunni" Núverandi ríkisstjórn er sú versta í sögunni og hafa kjör allra þjóðfélagshópa versnað á undanförnum árum, segir meðal annars í ályktun málefnaþings Sambands ungra Sjálfstæðismanna sem lauk á Akureyri í gærkvöldi. 1.10.2012 07:53 Ellefu látnir eftir flóð á Spáni Ellefu manns hafa farist í flóðunum í suðaustur Spáni. Mikið vatnsveður hefur verið á svæðinu síðustu daga. 1.10.2012 07:45 Yngsti fangi Guantanamó fluttur til Kanada Khadr var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann var handtekinn í Afganistan árið 2002. Hann var sakaður um að hafa staðið að baki sprengjuárás sem kostaði bandarískan herlækni lífið, ásamt því að hafa aðstoðað og miðlað upplýsingum til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. 1.10.2012 07:45 Nansý fór mikinn í Svíþjóð Nansý Davíðsdóttir Íslandsmeistari barna í skák í ár, sigraði örugglega í sínum flokki á 270 ungmenna skákmóti í Vesteraas í Svíþjóð, sem lauk í gærkvöldi. 1.10.2012 07:30 Lítið meiddar eftir bílveltu Tvær ungar konur sluppu lítið meiddar þegar bíll þeirra valt út af þjóðveginum í Bakkafirði, á Norðausturlandi á tíunda tímanum í gærkvöldi. 1.10.2012 07:18 Jarðskjálfti í Kólumbíu Öflugur jarðskjálfti reið yfir suðvesturhluta Kólumbíu í gærkvöld. Samkvæmt mælingum bandarísku jarðfræðistofnunarinnar var skjálftinn sjö komma eitt stig. 1.10.2012 07:02 Sauðaþjófnaður rannsakaður Lögreglan í Borgarfirði og Dölum rannsakar nú sauðaþjófnað frístundabónda í Borgarfirði úr hjörð annars bónda á svæðinu. 1.10.2012 07:00 Með fíkniefni og kuta í fórum sínum Fíkniefni og hnífur fundust í fórum ökumanns, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af í nótt við reglubundið eftirlit. 1.10.2012 06:58 Snædrekinn kominn til Kína Kínverska rannsóknaskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn kom til hafnar í Sjanghaí í Kína á þriðjudaginn í síðustu viku, eftir þriggja mánaða siglingu frá Asíu til Evrópu eftir svonefndri norðausturleið um Norður-Íshaf. Snædrekinn var hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda í ágúst. Um borð störfuðu tveir íslenskir vísindamenn að norðurslóðarannsóknum. 1.10.2012 05:00 Gríðarlegt mannfall í Sýrlandi og eyðilegging minja Auk gríðarlegs mannfalls í átökum uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar hafa óafturkræfar skemmdir orðið á heimsminjum í landinu. Um helgina logaði eldur í fornum útimarkaði innan borgarvirkisins í miðborg Aleppo, stærstu borg landsins. Markaðurinn sem enn er starfræktur er vinsæll ferðamannastaður og á heimsminjaskrá UNESCO. 1.10.2012 04:00 Börn fara á mis við íslenskan veruleika Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. 1.10.2012 03:00 Bílasala að taka við sér aftur Alls seldust 514 nýir bílar í september, en það jafngildir 65% aukningu í sölu miðað við sama mánuð í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa 6.757 nýir bílar verið seldir hér á landi en í fyrra voru þeir 5.431 á sama tímabili. 1.10.2012 02:00 Betri skattinnheimta skilaði 10 milljarða tekjum árið 2011 Innheimta skatttekna hefur batnað síðustu árin en hún tók smá dýfu eftir hrun. 1. júlí höfðu 96,4% verið innheimt af sköttum. Þar er átt við staðgreiðslu, tryggingargjald, virðisaukaskatt og þinggjöld á einstaklinga og fyrirtæki. 1.10.2012 01:00 2.000 bandarískir hermenn fallnir Tvö þúsund bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því að stríðið þar í landi hófst fyrir rúmum áratug. 1.10.2012 00:00 Sjá næstu 50 fréttir
Stálu vörum fyrir rúmar 6 milljónir Mæðgur hafa verið dæmdar fyrir stórfelldan þjófnað úr verslunum, en dómur þess eðlis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Móðirin skal sæta fangelsi í fimmtán mánuði, en 12 mánuðir eru skilorðsbundnir. Dóttirin fékk fjögurra mánaða fangelsisdóm en refsingu er frestað og fellur hún niður eftir þrjú ár haldi hún skilorð þann tíma. 1.10.2012 16:32
Próf- og beltislaust talandi í síma á óskoðuðum bíl Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekki hafa verið til fyrirmyndar í umferðinni. 1.10.2012 15:24
Dópaður og réttindalaus Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina rúmlega tvítugan ökumann þar sem hann var grunaður um ölvun við akstur. 1.10.2012 15:23
Ráðherra í myrkri Rafmagn fór af hluta Skuggahverfis rétt eftir klukkan eitt í dag þegar bilun varð í háspennukerfi við Lindargötu. Meðal annars fór rafmagnið af í umhverfisráðuneytinu en það komst þó fljótt á þar aftur. 1.10.2012 15:16
Ísland áfangastaður ársins að mati lesenda The Guardian Ísland hefur verið valið land ársins í Evrópu 2012, í árlegu vali lesenda breska dagblaðsins The Guardian á áhugaverðustu áfangastöðum heims, eða hinum svokölluðu Guardian Readers‘ Travel Awards. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. 1.10.2012 15:06
Katrín fer gegn Árna Páli Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti í suðvesturkjördæmi í prófkjöri Samfylkingarinnar. "Ég hef verið að melta þetta með mér í nokkurn tíma og ég hef ákveðið að gefa kost á mér í það sæti. Svo er það félagsmanna í suðvesturkjördæmi að taka ákvörðun um það hvernig þeir vilja stilla upp. Ég allavega býð mig fram," segir Katrín, sem tók við lyklavöldum í ráðuneytinu nú skömmu eftir hádegið. Árni Páll Árnason er fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og sækist hann áfram eftir því sæti., en Katrín er annars Bæði hafa þau verið orðuð við formannsframboð. Spurð hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns svarar Katrín: "Ég segi nú bara: Eitt í einu! Það er heilmikið að gefa kost á sér að vera oddviti í kjördæmi. Ef það gengur eftir þá mun ég auðvitað sjá til. En það er einn slagur fyrst og síðan mun ég meta stöðuna í framhaldi af því. En það er ekkert ákveðið og ég hef ekki gengið með formanninn í maganum hingað til en maður á aldrei að útiloka neitt í pólitík," segir Katrín. Árni Páll gefur heldur enn ekkert upp um hvort hann stefni á að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir ekki heldur ljóst hvenær hann gerir upp hug sinn. "Það bara kemur þegar það kemur," segir hann. 1.10.2012 14:00
Illa unnið að framkvæmdum OR á Hengilssvæðinu Framkvæmdir við niðurdælingu vatns frá Hellisheiðarvirkjun, sem leysti úr læðingi jarðhræringar við Húsmúla á Hengilssvæðinu haustið 2011 eru sagðar hafa verið illa undirbúnar og illa unnar. Þetta kemur fram í skýrslu sérfræðinga sem unnin var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Í skýrslunni segir að jarðskjálftar vegna framkvæmdarinnar hafi komið á óvart og vakið um tíma kvíði og tortryggni. Fyrstu viðbrögð hafi verið fálmkennd og nokkurn tíma hafi tekið að átta sig á atburðarrásinni og hvernig við skyldi brugðist. 1.10.2012 13:43
Heildarupphæð barnabóta hækkar um 30% Síðasta embættisverk Oddnýjar Harðardóttur á stóli fjármálaráðherra var að kynna breytingar á barnabótakerfinu en á Ríkisráðsfundi nú rétt fyrir hádegið tók Katrín Júlíusdóttir við ráðuneytinu af Oddnýju. Heildarupphæð bótanna hækkar um þrjátíu prósent og tekjuskerðingarmörk hækka einnig. 1.10.2012 12:25
Sveinn Arason: Upphlaup hjá fjárlaganefnd Ríkisendurskoðandi segir það hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að neita að afhenda honum frumvarp til umsagnar. Hann telur sinn enn njóta fulls trausts forseta Alþingis. 1.10.2012 12:13
Oddný út - Katrín inn Ríkisráðsfundur stendur nú yfir á Bessastöðum en fundurinn markar breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Oddný Harðardóttir kveður í dag efnahags- og fjármálaráðuneytið og Karín Júlíusdóttir tekur þar formlega við lyklavöldum klukkan hálf eitt í dag. 1.10.2012 12:09
Grófu 150 fjár upp úr snjó Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra skipulagði nú um helgina umfangsmiklar aðgerðir, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu, búnaðarráðunauta, bændur og aðrar hlutaðeigandi. 1.10.2012 11:56
Reyndi að kveikja í Kaffi Krús Mikil hætta myndaðist þegar eldur kom upp á veitingastaðnum Kaffi Krús á Selfossi á föstudagskvöld. Gestir á veitingastaðnum tóku eftir að kveikt hafði verið í blómaskreytingu sem stóð upp við húsvegg. 1.10.2012 10:58
Bekkjabófar í hefndarhug Að morgni síðastliðins miðvikudags tóku starfsmenn Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi eftir því að tveir bekkir sem höfðu verið framan við verslunina voru horfnir. 1.10.2012 10:55
Tók lögreglustöðina á Selfossi og sýsluskrifstofu eignarnámi Maður kom í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Selfossi um klukkan 19:30 síðastliðinn föstudag. 1.10.2012 10:51
Nöfn þeirra sem létust lesin upp Rannsóknarnefnd, sem hefur það verkefni að kanna skotárásirnar í Marikana námunni í Suður-Afríku í ágúst síðastliðnum, tók til starfa í dag. Nefndin hóf störf sín á því að lesa upp nöfn þeirra sem létust. 1.10.2012 10:43
Hátt í 500 greitt atkvæði utan kjörfundar Alls hafa 438 greitt atkvæði utan kjörfundar í stjórnlagaráðskosningunum sem fram fara 20. október næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík hafa 268 einstaklingar greitt atkvæði í Reykjavík. 1.10.2012 10:02
Jarðskjálftar við Grímsey Jarðskjálfti að stærð 3.2 með upptök um tuttugu kílómetra austan við Grímsey varð klukkan þrjú í nótt. Annar skjálfti, 2.6 að stærð, varð á sömu slóðum klukkan sex í morgun. 1.10.2012 09:59
Krefjast frávísunar al-Thani málsins Verjendur Kaupþingsmanna í al-Thani málinu svokallaða kröfðust frávísunar við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Enginn sakborninganna var mættur í Héraðsdóm, en Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, og fulltrúar hinna sakborninganna voru mættir til að leggja fram greinargerð í málinu. 1.10.2012 09:37
Oddný fundar fyrir ráðherraskipti Oddný G. Harðardóttir, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði til blaðamannafundar klukkan níu í morgun. Efni fundarins er bætt stuðningskerfi við barnafjölskyldur og breyttar úthlutunarreglur barnabóta. Fundurinn var haldinn í fundarsalnum Hóli í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í Arnarhvoli. 1.10.2012 09:29
Fyrirtöku í máli Pussy Riot frestað Fyrirtöku á áfrýjunarmáli þriggja kvenna úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot var frestað í morgun. Konurnar voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óspektir og guðlast í ágúst. 1.10.2012 09:17
Sjálfsmorðsárás í Afganistan - þrettán féllu Þrettán hið minnsta létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Afganistan í morgun. Sextíu aðrir liggja sárir eftir. Ódæðismaðurinn ók á mótorhjóli að hermönnum við útimarkað í borginni Khost og sprengdi sig í loft upp. 1.10.2012 08:30
Strætisvagn og fólksbíll lentu saman Engin slasaðist þegar strætisvagn og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á mótum Lönguhlíðar og Flókagötu í Reykjavík um klukkan átta í morgun. Lögregla kannar tildrög þessa, en fólksbíllinn var óökufær eftir áreksturinn og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. 1.10.2012 08:18
Þúsundir þýskra barna með magakveisu Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi segja að hátt í átta þúsund börn hafi smitast af alvarlegri maga- og þarmabólgu á síðustu dögum. 1.10.2012 08:15
Ríkisstjórnin "sú versta í sögunni" Núverandi ríkisstjórn er sú versta í sögunni og hafa kjör allra þjóðfélagshópa versnað á undanförnum árum, segir meðal annars í ályktun málefnaþings Sambands ungra Sjálfstæðismanna sem lauk á Akureyri í gærkvöldi. 1.10.2012 07:53
Ellefu látnir eftir flóð á Spáni Ellefu manns hafa farist í flóðunum í suðaustur Spáni. Mikið vatnsveður hefur verið á svæðinu síðustu daga. 1.10.2012 07:45
Yngsti fangi Guantanamó fluttur til Kanada Khadr var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann var handtekinn í Afganistan árið 2002. Hann var sakaður um að hafa staðið að baki sprengjuárás sem kostaði bandarískan herlækni lífið, ásamt því að hafa aðstoðað og miðlað upplýsingum til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. 1.10.2012 07:45
Nansý fór mikinn í Svíþjóð Nansý Davíðsdóttir Íslandsmeistari barna í skák í ár, sigraði örugglega í sínum flokki á 270 ungmenna skákmóti í Vesteraas í Svíþjóð, sem lauk í gærkvöldi. 1.10.2012 07:30
Lítið meiddar eftir bílveltu Tvær ungar konur sluppu lítið meiddar þegar bíll þeirra valt út af þjóðveginum í Bakkafirði, á Norðausturlandi á tíunda tímanum í gærkvöldi. 1.10.2012 07:18
Jarðskjálfti í Kólumbíu Öflugur jarðskjálfti reið yfir suðvesturhluta Kólumbíu í gærkvöld. Samkvæmt mælingum bandarísku jarðfræðistofnunarinnar var skjálftinn sjö komma eitt stig. 1.10.2012 07:02
Sauðaþjófnaður rannsakaður Lögreglan í Borgarfirði og Dölum rannsakar nú sauðaþjófnað frístundabónda í Borgarfirði úr hjörð annars bónda á svæðinu. 1.10.2012 07:00
Með fíkniefni og kuta í fórum sínum Fíkniefni og hnífur fundust í fórum ökumanns, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af í nótt við reglubundið eftirlit. 1.10.2012 06:58
Snædrekinn kominn til Kína Kínverska rannsóknaskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn kom til hafnar í Sjanghaí í Kína á þriðjudaginn í síðustu viku, eftir þriggja mánaða siglingu frá Asíu til Evrópu eftir svonefndri norðausturleið um Norður-Íshaf. Snædrekinn var hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda í ágúst. Um borð störfuðu tveir íslenskir vísindamenn að norðurslóðarannsóknum. 1.10.2012 05:00
Gríðarlegt mannfall í Sýrlandi og eyðilegging minja Auk gríðarlegs mannfalls í átökum uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar hafa óafturkræfar skemmdir orðið á heimsminjum í landinu. Um helgina logaði eldur í fornum útimarkaði innan borgarvirkisins í miðborg Aleppo, stærstu borg landsins. Markaðurinn sem enn er starfræktur er vinsæll ferðamannastaður og á heimsminjaskrá UNESCO. 1.10.2012 04:00
Börn fara á mis við íslenskan veruleika Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. 1.10.2012 03:00
Bílasala að taka við sér aftur Alls seldust 514 nýir bílar í september, en það jafngildir 65% aukningu í sölu miðað við sama mánuð í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa 6.757 nýir bílar verið seldir hér á landi en í fyrra voru þeir 5.431 á sama tímabili. 1.10.2012 02:00
Betri skattinnheimta skilaði 10 milljarða tekjum árið 2011 Innheimta skatttekna hefur batnað síðustu árin en hún tók smá dýfu eftir hrun. 1. júlí höfðu 96,4% verið innheimt af sköttum. Þar er átt við staðgreiðslu, tryggingargjald, virðisaukaskatt og þinggjöld á einstaklinga og fyrirtæki. 1.10.2012 01:00
2.000 bandarískir hermenn fallnir Tvö þúsund bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því að stríðið þar í landi hófst fyrir rúmum áratug. 1.10.2012 00:00