Innlent

Réðst á tvo lögreglumenn sömu nóttina

Fyrra atvikið átti sér stað í fangaklefa
Fyrra atvikið átti sér stað í fangaklefa
Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn. Annar maðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, réðst á lögreglumann á lögreglustöðinni á Selfossi í júlí í fyrra og veitti honum ítrekuð hnefahögg í andlit og höfuð. Við atlöguna nefbrotnaði lögreglumaðurinn, hlaut bólgu og mar á vinstra eyra og kúlu hægra megin á hnakka. Seinna sömu nótt réðst maðurinn aftur að öðrum lögreglumanni sem sinnti skyldustörfum í fangaklefanum þar sem maðurinn var vistaður og veittist að honum, meðal annars með hnefahöggi og hnéspörkum í andlit lögreglumanns.

Seinni ákæran beinist að karlmanni á fertugsaldri en hann veittist að lögreglumönnum á heimili sínu í Hafnafirði snemma á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa haft í hótunum við lögreglumennina og gripið í fingur hægri handar annars lögreglumannsins, haldið fast og rykkt hendinni ítrekað til, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut tognun á vísifingri og löngutöng hægri handar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×