Innlent

Samþykkja að auka aðgang íbúa að fjárhagsupplýsingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið aðgengi íbúa að fjármálum borgarinnar á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Samkvæmt tillögunni verða upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar gerðar almenningi tiltækar með rafrænum hætti á netinu. Borgarráði verður falið að skipa starfshóp til að vinna að málinu og skila tillögum um hvernig staðið verði að slíku verkefni fyrir 15. mars næstkomandi.

Í tillögugerðinni vísa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að skattgreiðendur eigi rétt á því að vita hvernig fé þeirra er ráðstafað. Til að tryggja að aðgangur almennings að slíkum upplýsingum sé sem greiðastur og fyrirhafnarminnstur hafa víða verið þróaðar svokallaðar gagnsæisgáttir (e. transparency portals) þar sem skattgreiðendur sjá hvernig farið er með fé þeirra. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekkert því til fyrirstöðu að fara í slíka vinnu og upplýsingagjöf á vettvangi Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×