Fleiri fréttir Kíkt í heimsókn til Ásgeirs Trausta Á Laugarbakka býr einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands um þessar myndir. Nýjasta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur selst í bílförmum en einnig var kjaftfullt á útgáfutónleikum hans á dögunum. 28.9.2012 21:30 Jóhanna hættir og Karl Ágúst smellir af sér brjóstahaldaranum "Það er mikill söknuður í því að sjá Jóhönnu fara og ég sé fram á að fá færri tækifæri í kjölfarið á þessu.“ Þetta sagði leikarinn Karl Ágúst Úlfsson í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til margra ára hefur Karl brugðið sér í hlutverk fráfarandi forsætisráðherra. 28.9.2012 21:00 Fátítt að eiturefnum sé blandað í landa „Íslenskur landi er í sjálfu sér ekkert slæmur. Það er í raun fátítt að það sé einhver óþverri í þessu." Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Í fyrradag voru þrír unglingar, ein stúlka og tveir piltar, þrettán og fimmtán ára, flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að þau höfðu drukkið landa, orðið ofurölvi og veik. 28.9.2012 20:15 Gagnrýnir danska dómstóla Móðir sem stendur í forræðisdeilu í Danmörku segir danska dómstóla mjög oft dæma útlendingum í óhag en danskur barnsfaðir hennar fékk í dag fullt forræði yfir þremur dætrum þeirra. 28.9.2012 19:30 Játaði morðið í Tulsa Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið Kristján Hinrik Thorson í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins til bana viðurkenndi fyrir vini sínum skömmu eftir atburðinn að hafa skotið Hinrik. 28.9.2012 18:45 Kanínan hefur ekki þegnrétt í náttúru Íslands Náttúrufræðistofnun Íslands telur kanínu ekki hluta af dýraríki Íslands heldur sé hún "framandi tegund sem beri að útrýma í villtri náttúru landsin". Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. 28.9.2012 17:36 Fær ekki fjáraukalagafrumvarpið - algjör trúnaðarbrestur Trúnaðarbrestur ríkir milli fjárlaganefndar Alþingis og Ríkisendurskoðunar vegna Oracle málsins svokallaða. Sá trúnaðarbrestur hefur leitt til þess að meirihluta fjárlaganefndar vill ekki láta Ríkisendurskoðun hafa fjáraukalög til umsagnar, enn sem komið er. Nefndin fundaði um málið í morgun. 28.9.2012 16:27 Skrifað undir nýja búvörusamninga Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, skrifuðu í dag undir nýja búvörusamninga. 28.9.2012 17:52 Lögreglan lýsir eftir 16 ára dreng Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Sigurði Rósant Júlíussyni en síðast sást til hans 25 september. 28.9.2012 17:40 Biskup tók við fyrstu bleiku slaufunni Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, veitti fyrstu Bleiku slaufunni í ár viðtöku í dag. Átakið Bleika slaufan fer fram í þrettánda sinn í ár. 28.9.2012 17:23 Ragnheiður: Kolröng ákvörðun Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, segir að það sé kolröng ákvörðun að láta Ríkisendurskoðun ekki hafa fjáraukalög til umsagnar. 28.9.2012 17:00 Ólafur Ragnar styrkti sjálfan sig um tvær milljónir Ólafur Ragnar Grímsson skilaði inn í dag uppgjöri vegna forsetaframboðs síns. Alls safnaði hann 6,5 milljón króna en níu lögaðilar styrktu hann, auk þess sem 36 einstaklingar styrktu hann um tvær og hálfa milljón rúma. Þá kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Ólafs Ragnars að hann hafi sjálfur styrkt framboð sitt um rúmar tvær milljónir króna. 28.9.2012 16:25 Ríkisstjórnin ver milljónum til björgunarstarfa um helgina Ríkisstjórnin samþykkti í dag að verja 8 milljónum króna til björgunarstarfa um næstu helgi vegna óveðursins á Norðausturlandi fyrr í mánuðinum. Enn er talið að um 5.500 kindur og lömb séu týnd á hálendinu. 28.9.2012 16:25 Þrír unglingar á spítala eftir landadrykkju Þrír unglingar, ein stúlka og tveir piltar, þrettán og fimmtán ára, voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í fyrradag, eftir að þau höfðu drukkið landa, orðið öfurölvi og veik. 28.9.2012 16:00 Ráðherraskipti á mánudaginn Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum næstkomandi mánudag, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ástæðan eru ráðherraskipti, en Katrín Júlíusdóttir snýr þá aftur úr barnseignaleyfi og tekur við fjármálaráðuneytinu, þar sem Oddný G. Harðardóttir er nú. 28.9.2012 15:50 Nuddari sakfelldur fyrir nauðgun Nuddari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reka fingur sinn inn í leggöng konu við beitingu framúrstefnulegrar nuddaðferðar. Nuddarinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi. 28.9.2012 15:33 Ríkisendurskoðandi segir fjölskyldutengsl ekki hafa skipt máli Sveinn Arason ríkisendurskoðandi vísar því á bug að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að rannsókn Ríkisendurskoðunar á kaupum ríkisins á Oracle kerfinu hafi dregist. 28.9.2012 15:23 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28.9.2012 15:19 Bakarar mótmæla fyrirhuguðum sykurskatti Stjórn Landssambands bakarameistara (LABAK) mótmælir harðlega fyrirhugaðri 800 milljón króna hækkun á vörugjöldum á matvæli sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Vörugjöldin eiga að beinast að sykri í matvælum og eru réttlætt með manneldissjónarmiðum og aðgerðum gegn offitu. 28.9.2012 14:58 Kvennaskólanemar halda peysufatadaginn hátíðlegan Peysufatadagur Kvennaskólans fer fram í dag en um er að ræða gamla hefð skólans og hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur síðan 1921. Á vefsíðu skólans segir að í þá daga hafi aðeins stúlkur verið nemendur við Kvennaskólann og þær ákveðið til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið endurtekinn síðan. Á Peysfatadaginn klæðast nemendur að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman í Hallargarðinum fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennaskólans og foreldra. 28.9.2012 14:23 Borgarbókasafnið skorar á meistara Borgarbókasafnið setti í dag áskorun inn á Twitter síðu sína fyrir tilvonandi meistara sem hyggjast bæta lífstíl sinn í októbermánuði undir merkjum Meistaramánaðarins svonefnda. Meistaramánuður hefst nú 1. október og gengur út á að taka upp nýjar og betri lífsvenjur. 28.9.2012 14:18 Vildi peningana strax Lögreglan á Suðurnesjum var í vikunni kvödd á veitingastað í umdæminu, þar sem maður var sagður láta ófriðlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var þar fyrir erlendur ferðamaður, ekki sáttur. Hann hafði smellt sér í spilakassa á staðnum og unnið 65 þúsund krónur. 28.9.2012 15:21 Borgin stórhuga í stígagerð Reykjavíkurborg hefur hrundið af stað metnaðarfullu átaki í að bæta aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Markmiðið er að Reykjavík verði framúrskarandi hjólaborg. 28.9.2012 14:48 Festi gröfu út í Jökulsá Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum var kölluð út nú í hádeginu til að sækja bílstjóra gröfu sem festist í Jökulsá í Fljótsdal. Sveitin fór á staðinn með bát og gekk fljótt og vel að sækja manninn. Ekkert amaði að honum þegar að var komið. 28.9.2012 13:29 Ragnheiður vill 2. sætið í Suðvestukjördæmi Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér á í 2 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. 28.9.2012 13:04 Rauðir íkornar að útrýmast á Ítalíu Rauðir íkornar hafa smám saman týnt tölunni á stórum svæðum á Ítalíu og vísindamenn hafa áhyggjur af yfirvofandi útrýmingu þeirra í landinu. Ástæðan er innrás grárra íkorna og sívaxandi umsvif þeirra. 28.9.2012 12:30 Þorgerður Katrín hættir í stjórnmálum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. Þorgerður Katrín hefur setið á þingi frá árinu 1999. Hún var mennta- og menningamálaráðherra 2004-2009 og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í 5 ár. 28.9.2012 12:13 Láta reyna á verðtrygginguna fyrir dómstólum Verkalýðsfélags Akraness ætlar að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort að verðtryggingin stenst lög. Formaður félagsins segir það eitt brýnasta hagsmunamál íslenskrar alþýðu að tekið verði á verðtryggingunni. 28.9.2012 12:06 Óumflýjanlegt að loka skólum Bretanna í Afganistan Veigamikill þáttur í starfi breskra hermanna í Afganistan hefur verið að byggja skóla og heilsugæslustöðvar víðsvegar í landinu. Fleiri hundruð milljónum hefur verið eytt í það uppbyggingastarf síðustu sex árin en nú lítur út fyrir að Afganistar neyðist til að loka hluta af skólunum. 28.9.2012 11:45 Kannabisræktandi benti fyrir tilviljun á annan ræktanda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á stúfana í Kópavogi í fyrradag eftir að hafa fengið ábendingar um megna kannabislykt sem virtist koma frá tilteknu fjölbýlishúsi. Eftir smá rannsóknarvinnu ákváðu lögreglumennirnir að spyrjast fyrir í einni íbúð hússins, en henni fylgdi bílskúr sem talinn var líklegur vettvangur ræktunar. 28.9.2012 11:42 Hústökumaður fangelsaður í fyrsta sinn Rúmlega tvítugur maður var nýverið dæmdur til fangelsisvistar í Bretlandi fyrir að gera hús sem hann átti ekki að dvalarstað sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem hústökumaður er dæmdur eftir nýrri löggjöf um hústökufólk sem tók gildi 1. september í ár í landinu. 28.9.2012 11:00 Segir Íslandsbanka flæktan í "fyrirlitlegan hugmyndastuld“ Jón Þorvarðarson, stærðfræðingur og rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið og Vísi í dag þar sem hann segir markaðsherferð Ergo innan Íslandsbanka sé stolin. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. 28.9.2012 10:07 Skúli stefnir á áframhaldandi þingsetu Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru til þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. 28.9.2012 09:45 Birgir Ármannsson sækist eftir öðru sæti Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í prófkjöri sem fram fer í nóvember. 28.9.2012 09:42 Bók J.K. Rowling ekkert meistaraverk en þó ekki svo slæm Bókin er ekkert meistaraverk en þó ekki svo slæm, segja gagnrýnendur nýjustu bókar metsöluhöfundarins J.K. Rowling, Casual Vacancy, sem kom út í Bretlandi í gær. 28.9.2012 06:52 Assange skilgreindur sem óvinur bandaríska ríkisins Bandaríski herinn hefur skilgreint Julian Assange og Wikileaks sem óvini bandaríska ríkisins. Þar með hefur Assange fengið sömu stöðu í Bandaríkjunum og al kaída og Talibanar. 28.9.2012 06:47 Danskir prestar messa fyrir tómum kirkjum Á sex mánaða tímabili fyrr í ár messuðu prestar á Fjóni í Danmörku fyrir galtómum kirkjum í yfir 60 sunnudagsmessum. 28.9.2012 06:32 Fimm stöðvaðir vegna ölvunar- og dópaksturs Fimm ökuþórar stöðvaðir í miðborginni í gærkvöldi og reyndust fjórir undir áhrifum áfengis og einn fíkniefna. Allir mega búast við að missa ökuréttindin og fá háa sekt. 28.9.2012 06:28 Lögreglan tvisvar kölluð til í nótt vegna heimilisófriðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kölluð til í nótt vegna ófriðar á heimilum. Á báðum stöðum rifust hjón svo harkalega og ljóst var að kalla þurfti á lögreglu til að stilla til friðar. 28.9.2012 06:24 Tjón í eldsvoða í Bláfjöllum Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálf tvö leytið í nótt um að eldur logaði í skúr í Kóngsgili í Bláfjöllum. 28.9.2012 09:11 Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara „Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni,“ segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. 28.9.2012 09:00 Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. 28.9.2012 08:00 Margir volgir fyrir því að gefa kost á sér til formanns Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. 28.9.2012 07:30 Fundu gögn um Geirfinnsmál Tveir stórir kassar með gögnum sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fundust nýverið fyrir tilviljun á Þjóðskjalasafninu. Gögnin voru færð starfshópi innanríkisráðuneytisins sem hefur haft til skoðunar hvort tilefni sé til endurupptöku málsins. 28.9.2012 07:00 Flugslys í Nepal kostaði 19 manns lífið Flugslys í Nepal kostaði 19 manns lífið í nótt, eða alla um borð, þegar tveggja hreyfla flugvél fórst skömmu eftir flugtak frá höfuðborginni Katmandú. 28.9.2012 06:59 Sjá næstu 50 fréttir
Kíkt í heimsókn til Ásgeirs Trausta Á Laugarbakka býr einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands um þessar myndir. Nýjasta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur selst í bílförmum en einnig var kjaftfullt á útgáfutónleikum hans á dögunum. 28.9.2012 21:30
Jóhanna hættir og Karl Ágúst smellir af sér brjóstahaldaranum "Það er mikill söknuður í því að sjá Jóhönnu fara og ég sé fram á að fá færri tækifæri í kjölfarið á þessu.“ Þetta sagði leikarinn Karl Ágúst Úlfsson í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til margra ára hefur Karl brugðið sér í hlutverk fráfarandi forsætisráðherra. 28.9.2012 21:00
Fátítt að eiturefnum sé blandað í landa „Íslenskur landi er í sjálfu sér ekkert slæmur. Það er í raun fátítt að það sé einhver óþverri í þessu." Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Í fyrradag voru þrír unglingar, ein stúlka og tveir piltar, þrettán og fimmtán ára, flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að þau höfðu drukkið landa, orðið ofurölvi og veik. 28.9.2012 20:15
Gagnrýnir danska dómstóla Móðir sem stendur í forræðisdeilu í Danmörku segir danska dómstóla mjög oft dæma útlendingum í óhag en danskur barnsfaðir hennar fékk í dag fullt forræði yfir þremur dætrum þeirra. 28.9.2012 19:30
Játaði morðið í Tulsa Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið Kristján Hinrik Thorson í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins til bana viðurkenndi fyrir vini sínum skömmu eftir atburðinn að hafa skotið Hinrik. 28.9.2012 18:45
Kanínan hefur ekki þegnrétt í náttúru Íslands Náttúrufræðistofnun Íslands telur kanínu ekki hluta af dýraríki Íslands heldur sé hún "framandi tegund sem beri að útrýma í villtri náttúru landsin". Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. 28.9.2012 17:36
Fær ekki fjáraukalagafrumvarpið - algjör trúnaðarbrestur Trúnaðarbrestur ríkir milli fjárlaganefndar Alþingis og Ríkisendurskoðunar vegna Oracle málsins svokallaða. Sá trúnaðarbrestur hefur leitt til þess að meirihluta fjárlaganefndar vill ekki láta Ríkisendurskoðun hafa fjáraukalög til umsagnar, enn sem komið er. Nefndin fundaði um málið í morgun. 28.9.2012 16:27
Skrifað undir nýja búvörusamninga Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, skrifuðu í dag undir nýja búvörusamninga. 28.9.2012 17:52
Lögreglan lýsir eftir 16 ára dreng Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Sigurði Rósant Júlíussyni en síðast sást til hans 25 september. 28.9.2012 17:40
Biskup tók við fyrstu bleiku slaufunni Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, veitti fyrstu Bleiku slaufunni í ár viðtöku í dag. Átakið Bleika slaufan fer fram í þrettánda sinn í ár. 28.9.2012 17:23
Ragnheiður: Kolröng ákvörðun Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, segir að það sé kolröng ákvörðun að láta Ríkisendurskoðun ekki hafa fjáraukalög til umsagnar. 28.9.2012 17:00
Ólafur Ragnar styrkti sjálfan sig um tvær milljónir Ólafur Ragnar Grímsson skilaði inn í dag uppgjöri vegna forsetaframboðs síns. Alls safnaði hann 6,5 milljón króna en níu lögaðilar styrktu hann, auk þess sem 36 einstaklingar styrktu hann um tvær og hálfa milljón rúma. Þá kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Ólafs Ragnars að hann hafi sjálfur styrkt framboð sitt um rúmar tvær milljónir króna. 28.9.2012 16:25
Ríkisstjórnin ver milljónum til björgunarstarfa um helgina Ríkisstjórnin samþykkti í dag að verja 8 milljónum króna til björgunarstarfa um næstu helgi vegna óveðursins á Norðausturlandi fyrr í mánuðinum. Enn er talið að um 5.500 kindur og lömb séu týnd á hálendinu. 28.9.2012 16:25
Þrír unglingar á spítala eftir landadrykkju Þrír unglingar, ein stúlka og tveir piltar, þrettán og fimmtán ára, voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í fyrradag, eftir að þau höfðu drukkið landa, orðið öfurölvi og veik. 28.9.2012 16:00
Ráðherraskipti á mánudaginn Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum næstkomandi mánudag, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ástæðan eru ráðherraskipti, en Katrín Júlíusdóttir snýr þá aftur úr barnseignaleyfi og tekur við fjármálaráðuneytinu, þar sem Oddný G. Harðardóttir er nú. 28.9.2012 15:50
Nuddari sakfelldur fyrir nauðgun Nuddari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reka fingur sinn inn í leggöng konu við beitingu framúrstefnulegrar nuddaðferðar. Nuddarinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi. 28.9.2012 15:33
Ríkisendurskoðandi segir fjölskyldutengsl ekki hafa skipt máli Sveinn Arason ríkisendurskoðandi vísar því á bug að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að rannsókn Ríkisendurskoðunar á kaupum ríkisins á Oracle kerfinu hafi dregist. 28.9.2012 15:23
Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28.9.2012 15:19
Bakarar mótmæla fyrirhuguðum sykurskatti Stjórn Landssambands bakarameistara (LABAK) mótmælir harðlega fyrirhugaðri 800 milljón króna hækkun á vörugjöldum á matvæli sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Vörugjöldin eiga að beinast að sykri í matvælum og eru réttlætt með manneldissjónarmiðum og aðgerðum gegn offitu. 28.9.2012 14:58
Kvennaskólanemar halda peysufatadaginn hátíðlegan Peysufatadagur Kvennaskólans fer fram í dag en um er að ræða gamla hefð skólans og hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur síðan 1921. Á vefsíðu skólans segir að í þá daga hafi aðeins stúlkur verið nemendur við Kvennaskólann og þær ákveðið til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið endurtekinn síðan. Á Peysfatadaginn klæðast nemendur að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman í Hallargarðinum fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennaskólans og foreldra. 28.9.2012 14:23
Borgarbókasafnið skorar á meistara Borgarbókasafnið setti í dag áskorun inn á Twitter síðu sína fyrir tilvonandi meistara sem hyggjast bæta lífstíl sinn í októbermánuði undir merkjum Meistaramánaðarins svonefnda. Meistaramánuður hefst nú 1. október og gengur út á að taka upp nýjar og betri lífsvenjur. 28.9.2012 14:18
Vildi peningana strax Lögreglan á Suðurnesjum var í vikunni kvödd á veitingastað í umdæminu, þar sem maður var sagður láta ófriðlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var þar fyrir erlendur ferðamaður, ekki sáttur. Hann hafði smellt sér í spilakassa á staðnum og unnið 65 þúsund krónur. 28.9.2012 15:21
Borgin stórhuga í stígagerð Reykjavíkurborg hefur hrundið af stað metnaðarfullu átaki í að bæta aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Markmiðið er að Reykjavík verði framúrskarandi hjólaborg. 28.9.2012 14:48
Festi gröfu út í Jökulsá Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum var kölluð út nú í hádeginu til að sækja bílstjóra gröfu sem festist í Jökulsá í Fljótsdal. Sveitin fór á staðinn með bát og gekk fljótt og vel að sækja manninn. Ekkert amaði að honum þegar að var komið. 28.9.2012 13:29
Ragnheiður vill 2. sætið í Suðvestukjördæmi Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér á í 2 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. 28.9.2012 13:04
Rauðir íkornar að útrýmast á Ítalíu Rauðir íkornar hafa smám saman týnt tölunni á stórum svæðum á Ítalíu og vísindamenn hafa áhyggjur af yfirvofandi útrýmingu þeirra í landinu. Ástæðan er innrás grárra íkorna og sívaxandi umsvif þeirra. 28.9.2012 12:30
Þorgerður Katrín hættir í stjórnmálum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. Þorgerður Katrín hefur setið á þingi frá árinu 1999. Hún var mennta- og menningamálaráðherra 2004-2009 og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í 5 ár. 28.9.2012 12:13
Láta reyna á verðtrygginguna fyrir dómstólum Verkalýðsfélags Akraness ætlar að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort að verðtryggingin stenst lög. Formaður félagsins segir það eitt brýnasta hagsmunamál íslenskrar alþýðu að tekið verði á verðtryggingunni. 28.9.2012 12:06
Óumflýjanlegt að loka skólum Bretanna í Afganistan Veigamikill þáttur í starfi breskra hermanna í Afganistan hefur verið að byggja skóla og heilsugæslustöðvar víðsvegar í landinu. Fleiri hundruð milljónum hefur verið eytt í það uppbyggingastarf síðustu sex árin en nú lítur út fyrir að Afganistar neyðist til að loka hluta af skólunum. 28.9.2012 11:45
Kannabisræktandi benti fyrir tilviljun á annan ræktanda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á stúfana í Kópavogi í fyrradag eftir að hafa fengið ábendingar um megna kannabislykt sem virtist koma frá tilteknu fjölbýlishúsi. Eftir smá rannsóknarvinnu ákváðu lögreglumennirnir að spyrjast fyrir í einni íbúð hússins, en henni fylgdi bílskúr sem talinn var líklegur vettvangur ræktunar. 28.9.2012 11:42
Hústökumaður fangelsaður í fyrsta sinn Rúmlega tvítugur maður var nýverið dæmdur til fangelsisvistar í Bretlandi fyrir að gera hús sem hann átti ekki að dvalarstað sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem hústökumaður er dæmdur eftir nýrri löggjöf um hústökufólk sem tók gildi 1. september í ár í landinu. 28.9.2012 11:00
Segir Íslandsbanka flæktan í "fyrirlitlegan hugmyndastuld“ Jón Þorvarðarson, stærðfræðingur og rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið og Vísi í dag þar sem hann segir markaðsherferð Ergo innan Íslandsbanka sé stolin. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. 28.9.2012 10:07
Skúli stefnir á áframhaldandi þingsetu Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru til þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. 28.9.2012 09:45
Birgir Ármannsson sækist eftir öðru sæti Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í prófkjöri sem fram fer í nóvember. 28.9.2012 09:42
Bók J.K. Rowling ekkert meistaraverk en þó ekki svo slæm Bókin er ekkert meistaraverk en þó ekki svo slæm, segja gagnrýnendur nýjustu bókar metsöluhöfundarins J.K. Rowling, Casual Vacancy, sem kom út í Bretlandi í gær. 28.9.2012 06:52
Assange skilgreindur sem óvinur bandaríska ríkisins Bandaríski herinn hefur skilgreint Julian Assange og Wikileaks sem óvini bandaríska ríkisins. Þar með hefur Assange fengið sömu stöðu í Bandaríkjunum og al kaída og Talibanar. 28.9.2012 06:47
Danskir prestar messa fyrir tómum kirkjum Á sex mánaða tímabili fyrr í ár messuðu prestar á Fjóni í Danmörku fyrir galtómum kirkjum í yfir 60 sunnudagsmessum. 28.9.2012 06:32
Fimm stöðvaðir vegna ölvunar- og dópaksturs Fimm ökuþórar stöðvaðir í miðborginni í gærkvöldi og reyndust fjórir undir áhrifum áfengis og einn fíkniefna. Allir mega búast við að missa ökuréttindin og fá háa sekt. 28.9.2012 06:28
Lögreglan tvisvar kölluð til í nótt vegna heimilisófriðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kölluð til í nótt vegna ófriðar á heimilum. Á báðum stöðum rifust hjón svo harkalega og ljóst var að kalla þurfti á lögreglu til að stilla til friðar. 28.9.2012 06:24
Tjón í eldsvoða í Bláfjöllum Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálf tvö leytið í nótt um að eldur logaði í skúr í Kóngsgili í Bláfjöllum. 28.9.2012 09:11
Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara „Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni,“ segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. 28.9.2012 09:00
Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. 28.9.2012 08:00
Margir volgir fyrir því að gefa kost á sér til formanns Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. 28.9.2012 07:30
Fundu gögn um Geirfinnsmál Tveir stórir kassar með gögnum sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fundust nýverið fyrir tilviljun á Þjóðskjalasafninu. Gögnin voru færð starfshópi innanríkisráðuneytisins sem hefur haft til skoðunar hvort tilefni sé til endurupptöku málsins. 28.9.2012 07:00
Flugslys í Nepal kostaði 19 manns lífið Flugslys í Nepal kostaði 19 manns lífið í nótt, eða alla um borð, þegar tveggja hreyfla flugvél fórst skömmu eftir flugtak frá höfuðborginni Katmandú. 28.9.2012 06:59