Innlent

Kanínan hefur ekki þegnrétt í náttúru Íslands

BBI skrifar
Kanína í Öskjuhlíðinni.
Kanína í Öskjuhlíðinni. Mynd/Pjetur
Náttúrufræðistofnun Íslands telur kanínu ekki hluta af dýraríki Íslands heldur sé hún „framandi tegund sem beri að útrýma í villtri náttúru landsin". Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.

Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um álit sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun sem taldi að kanínur væru orðnar hluti af fánu landsins. Þetta er ekki í samræmi við mat stofnunarinnar sjálfrar sem segir á heimasíðu sinni að umræddur sérfræðingur hafi þarna viðað persónulegar skoðanir sínar.

„Undanfarin ár hefur kanínum víða verið sleppt hér á landi úr vörslu manna og þær náð að lifa af og fjölga sér vegna hlýnandi loftslags. Þetta tímabundna ástand veitir þeim þó ekki neinn þegnrétt í villtri fánu landsins," segir á síðu stofnunarinnar. Stofnunin tekur því ekki undir skoðanir sérfræðingsins en telur kanínuna ágenga tegund og víða sé talið rétt að útrýma henni.


Tengdar fréttir

Kanínan orðin hluti af villtri fánu Íslands

Rétt er að líta svo á að kanínur hafi unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu Íslands, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Talið er líklegt, í ljósi hlýnandi veðurfars hér á landi og mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar, að hún auki útbreiðslu sína og fjölgi hratt að óbreyttu. Margir líta á kanínu sem meindýr og að henni beri að halda í skefjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×