Innlent

Lögreglan lýsir eftir 16 ára dreng

Sigurður Rósant Júlíusson.
Sigurður Rósant Júlíusson.
Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Sigurði Rósant Júlíussyni en síðast sást til hans 25 september.

Sigurður er 16 ára, 170sm á hæð, skolhærður og stuttklipptur. Var síðast klæddur í brúnum Carhart jakka, gulum buxum, svörtum bol og í svörtum og rauðum skóm.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigurðar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×