Innlent

Skrifað undir nýja búvörusamninga

BBI skrifar
Oddný og Steingrímur skrifuðu undir samningana fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Oddný og Steingrímur skrifuðu undir samningana fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Mynd/Vilhelm
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, skrifuðu í dag undir nýja búvörusamninga.

Búvörusamningar fela m.a. í sér reglur um mjólkuriðnaðinn en árleg framlög til mjólkurframleiðslu verða rúmir sex milljarðar næstu þrjú ár samkvæmt nýju samningnum. Í samninginn er settur fyrirvari vegna hugsanlegrar breytingar á þjóðréttarlegri stöðu Íslands, t.d. ef landið gengur í Evrópusambandið.

Einnig er áætlað að vinna við stefnumótun fyrir mjólkuriðnaðinn til að efla samkeppnishæfni og treysta afkomu greinarinnar til lengri tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×