Innlent

Birgir Ármannsson sækist eftir öðru sæti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í prófkjöri sem fram fer í nóvember.

Birgir segist í tilkynningu vera þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi góða sóknarmöguleika í kosningunum í vor. „Góður árangur er hins vegar ekki sjálfgefinn og býð ég fram krafta mína til að vinna að sem bestri niðurstöðu í þeim efnum," segir hann í tilkynningunni.

Birgir var fyrst kjörinn á þing árið 2003 og hefur verið þingmaður síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×