Fleiri fréttir Fimmtungur skulda heimila afskrifaður Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 28.9.2012 06:00 Moka upp síld eftir tregveiði Eftir tregveiði á síldarmiðunum um síðustu helgi og í byrjun vikunnar tók veiðin mikinn kipp á þriðjudagskvöld. Þá fannst síld út af Héraðsflóadjúpi, um 90 sjómílur frá Vopnafirði. 28.9.2012 05:00 Nýtt embætti norræns umboðsmanns Stofna á nýtt embætti norræns umboðsmanns sem aðstoða á norræna ríkisborgara sem lent hafa á milli stjórnkerfa við flutning á milli norrænna ríkja. Tekin var ákvörðun um stofnun embættisins á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Gautaborg nú í vikunni. 28.9.2012 04:30 Telja möguleika skapandi starfa vera vanmetna Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að því að möguleikar menningar og skapandi starfa séu vanmetnir, þegar hugað er að hagvexti til framtíðar. 28.9.2012 02:00 Sakar Ísraela um þjóðernishreinsanir Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. 28.9.2012 01:00 Átökin aldrei verið harðari Sýrlenski stjórnarherinn sendi í gær smáskilaboð í farsíma flestra íbúa landsins þar sem skorað var á uppreisnarherinn í landinu að gefast upp, og sagt að barátta hans væri hvort eð er töpuð. 28.9.2012 00:00 Fékk næst hæsta styrkinn frá Finni Ingólfssyni Ari Trausti Guðmundsson skilaði inn uppgjöri til Ríkisendurskoðanda vegna forsetaframboðs síns síðasta sumar, en hann er sá fyrsti sem skilar inn uppgjöri hvað þetta varðar, en fresturinn rennur út 30. september. 27.9.2012 22:06 Nikki er eini starfsmaður lögreglunnar í Vaughn Íbúar smábæjarins Vauhgn í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, eru heldur uggandi yfir öryggi bæjarbúa þessa dagana. Kannski eru áhyggjur þeirra eðlilegar en eini fulltrúi lögreglunnar í bænum er fíkniefnahundurinn Nikki. Og þó fíkniefnatíkin Nikka sé eflaust frábær starfskraftur, eiga glæpamenn líklega frekar auðvelt með að snúa á hana, sennilega þarf ekki meira en eina safaríka steik til. 27.9.2012 22:00 Obi-wan-Gnarr setti RIFF RIFF var formlega sett í kvöld klukkan átta í Hörpu. Það var sjálfur Obi-Wan-Gnarr sem setti hátíðina, en borgarstjórinn, sem er kannski þekktari sem Jón Gnarr, skartaði nefnilega fallegu rauðu skeggi, geislasverði og hempu eins og hinn heimsfrægi andlegi leiðtogi Loga Geimgengils, Obi-Wan-Kenobi, sem lærði sín helstu brögð af þessari mögnuðu sögupersónu úr kvikmyndunum Star Wars. Elísabet Rónaldsdóttir flutti svo "hátíðar-gusuna“ og Ari Eldjárn var kynnir kvöldsins. 27.9.2012 21:30 Myrti móður sína vegna deilna um útivistartíma Sextán ára unglingur búsettur í Bronx-hverfinu í New York játaði í gær að hafa skotið móður sína þar sem hún var sofandi á heimili þeirra. Samkvæmt New York Post lést móðir hans ekki strax af sárum sínum, heldur lamdi unglingurinn móður sína að lokum til bana með hafnaboltakylfu. 27.9.2012 21:30 Vildi ekki vinna í álveri - bjó í staðinn til barnamat "Ég ætlaði ekki að vinna í álveri og ekki í banka, þannig það var marg sem ég útilokaði,“ sagði Þórdís Jóhannsdóttir, sem hóf framleiðslu á íslenskum barnamat í kjölfarið á Meistararitgerð sinni auk þess sem hún vinnur á ljósmyndastofu og hannar fylgihluti fyrir konur. 27.9.2012 21:00 Benedikt og Helgi verða hæstaréttardómarar Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að skipa þá Benedikt Bogason, dómstjóra og settan hæstaréttardómara, og Helga I. Jónsson, dómstjóra í embætti tveggja hæstaréttardómara frá og með 1. október næstkomandi. 27.9.2012 21:14 Mörður Árnason vill auðvelda netverslun Mörður Árnason segist vilja efla og auka póstverslun á netinu en hann ásamt nokkrum öðrum þingmönnum hafa lagt fram þingályktunartillögu þess eðlis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segist hann vilja auðvelda þessi viðskipti, "meðal annars með því að fella niður aðflutnings- og tollagjöld, sem er praktískt atriði enda stundum dýrara fyrir ríkið að innheimta þau,“ sagði Mörður í viðtalinu. 27.9.2012 20:30 Íslenska lögreglan hóf rannsókn á risavöxnu fíkniefnamáli Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. 27.9.2012 20:00 Jóhanna hættir: "Tilhugsunin er góð“ Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. 27.9.2012 19:00 Leit að sauðfé á Norðurlandi haldið áfram um helgina Um liðna helgi fóru matsmenn á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um svæðið frá Húnaþingi í vestri og austur í Þingeyjarsýslur til að meta ástand og þörf fyrir aðgerðir til að finna og bjarga sauðfé eftir norðanáhlaupið 9.-11. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að matsmennirnir hafi átt fundi með búnaðarráðunautum, fulltrúum bænda og fulltrúum sveitarfélaga til að fá hjá þeim upplýsingar um ástand mála. 27.9.2012 18:26 Kjúklingatollar of háir - fjárhagslegt tjón hjá neytendum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða innflutningsfyrirtækinu Innnes ehf. tæplega 400 þúsund krónur vegna framkvæmdar og fyrirkomulags tollkvóta á landbúnaðarafurðum. Af hálfu Innnes ehf. var gerð krafa til fjárgreiðslu úr ríkissjóði vegna oftekinna tolla. 27.9.2012 17:32 Fjölmenni á FIFA-móti Hið árlega FIFA-mót stendur nú sem hæst í Kringlunni. Það er Skífan sem stendur yfir mótinu en það fer nú fram í þriðja skiptið. Um 130 þátttakendur voru skráðir til leiks í dag. 27.9.2012 17:32 Guðbjartur segir tíðindin af Jóhönnu óvænt Þegar Jóhanna Sigurðardóttir hættir í stjórnmálum í vor lýkur ferli sem spannar 35 ár, en hún var kjörin á Alþingi árið 1978. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, sem nefndur hefur verið sem líklegur arftaki sem formaður Samfylkingarinnar, segir að tíðindin séu óvænt. 27.9.2012 17:03 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Júlla í Draumnum Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Júlíusi Þorbergssyni en hann var fundinn sekur að um hafa selt lyfseðilsskyld lyf og fíkniefni í verslun sinni Draumnum á árunum 2008 og 2009. 27.9.2012 16:46 Nuddari grunaður um nauðgun Farbann yfir íslenskum nuddara, sem grunaður er um nauðgun á viðskiptavini, var staðfest í Hæstarétti í dag. Maðurinn er í farbanni að minnsta kosti til 16. október næstkomandi vegna málsins en í dómnum segir að maðurinn hafi búið erlendis um árabil. 27.9.2012 16:44 "Ferill Jóhönnu er einn sá merkilegasti í Íslandssögunni" "Þetta eru auðvitað leiðinleg tíðindi, en ekki eru þau óvænt.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tilkynnti samflokksmönnum sínum í dag að hún myndi láta af embætti í lok kjörtímabils sem og formennsku í Samfylkingunni. 27.9.2012 16:26 "Það munu ekki margir feta í fótspor Jóhönnu“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi staðið sig gríðarlega vel bæði sem forsætisráðherra og þingmaður alla tíð. Jóhanna tilkynnti í dag að hún hyggðist hætta í pólitík eftir líðandi kjörtímabil. 27.9.2012 16:14 Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að hætta í stjórnmálum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins og formennsku í Samfylkingunni. Þetta segir hún í tölvupósti til samflokksmanna sinna. Í tölvupóstinum fer Jóhanna yfir kjörtímabilið sem brátt er á enda, úrslit síðustu kosninga og hvað áunnist hefur í efnahagsmálum. 27.9.2012 15:50 Búddalíkneski nasista var meitlað úr loftsteini Vísindamenn hafa komist að því að rúmlega þúsund ára gamalt Búddalíkneski, sem nasistar stálu úr hofi í Tíbet árið 1938, sé í raun skorið úr heilsteyptum loftsteini. 27.9.2012 15:28 Forseti Alþingis þrýstir á Ríkisendurskoðun Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, krefst þess að Ríkisendurskoðun ljúki við skýrslu í lok október næstkomandi sem stofnuninni var falið að gera í apríl 2004. Umrædd skýrsla snýst um kaup ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfinu Oracle á árinu 2001, innleiðingu kerfisins og rekstur þess síðan þá. Umrædd skýrsla hefur verið töluvert til umfjöllunar í vikunni eftir Kastjlóssþátt á mánudaginn þar sem fram kom að kostnaður vegna kerfisins hefði verið miklu meiri en talið var. 27.9.2012 15:26 Sveppatínsla á Selfossi - stórhættulegt segir lögreglan Lögreglan handtók í gærkvöldi 17 ára ungling sem var við sveppatínslu á Selfossi á opnu svæði en þó nokkuð er um að unglingar séu að týna sveppi í bæjarfélaginu þessa dagana. Þá voru tveir menn um þrítugt teknir nú eftir hádegi fyrir sveppatínslu á sama stað og unglingurinn í gærkvöldi. 27.9.2012 14:53 Leiðtogar sértrúarsafnaðar teknir af lífi Tveir fyrrverandi leiðtogar sértrúarsafnaðar í Japan voru teknir af lífi í nótt. Um er að ræða karl og konu en þau voru fundin sek um að hafa myrt sex einstaklinga í særingarathöfnum á nokkurra ára tímabili. 27.9.2012 14:49 Síðasti tökudagur hjá Stiller í dag Síðasti tökudagur Hollywood-myndarinnar The secret life of Walter Mitty hér á landi er að öllum líkindum í dag. 27.9.2012 14:28 Gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fundust í sumar Gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fundust á Þjóðskjalasafni í júlí síðastliðnum. Gögnin tengjast rannsókn málsins og eru meðal annars frá lögreglu og úr sakadómi, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshóps sem innanríkisráðherra fól að skoða málið. 27.9.2012 13:49 Átta Íslendingar í haldi í Danmörku - höfuðpaurinn íslenskur Íslendingarnir sem flæktir eru í risastórt fíkniefnamál í Danmörku eru átta talsins. Þeir eru allir í haldi þar ytra. Talsmaður dönsku fíkniefnalögreglunnar segir að höfuðpaurinn í málinu sé Íslendingur og hann lofar samstarf dönsku lögreglunnar við þá íslensku í málinu. 27.9.2012 12:00 Vill að framkvæmdastjóri íhugi afsögn Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, íhugi uppsögn. 27.9.2012 13:30 Götuvirði efnanna hálfur milljarður "Þetta er eitt af stærstu málum sem við höfum fengist við í gegnum tíðina,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar. Alls voru átta íslendingar handteknir í Danmörku og Noregi í tengslum við gríðarstórt fíkniefnamál. Málið teygir anga sína víða en brotin voru framin á Norðurlöndum. 27.9.2012 13:05 Fæst sveitarfélög hafa útbúið viðbragðsáætlun við gróðureldum Fæst sveitarfélög hafa sett sér viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra gróðurelda þrátt fyrir tilmæli Mannvirkjastofnunar í þá átt. Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að fullt tilefni sé til að útbúa viðbragðsáætlanir af þessum toga enda aukist hætta á gróðureldum stöðugt í takt við hlýnandi veðurfar og breytingar í landbúnaði. 27.9.2012 12:30 Leit afturkölluð Leit af svissneskum ferðmanni sem var villtur á Kili hefur verið afturkölluð. Maðurinn hafði samband við Neyðarlínu fyrir skömmu og sagðist hafa fundið bíl sinni og væri nú leið til byggðar. Maðurinn hafði villst í þoku og rigningu fyrr í dag og óskaði eftir aðstoð Landsbjörg í kjölfarið. 27.9.2012 12:30 Fyrstu ljósmyndirnar innan úr Ryuyong Hið alræmda Ryuyong-hótel í hjarta Pyonyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hefur heillað marga í gegnum tíðina. Hótelið hefur staðið tómt í rúman aldarfjórðung — stjórnvöld í Norður-Kóreu létu þó fullklára glervegginn sem umlykur hótelið. 27.9.2012 12:11 Leita að týndum ferðalangi Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út fyrir stundu til að leita að rammvilltum ferðamanni sem gekk einn af stað frá Gullfossi í gær. Maðurinn hringdi á Neyðarlínuna um ellefu leytið í morgun, hefur verið á göngu í alla nótt og er nú rammvilltur. Hann óskaði aðstoðar en sambandið slitnaði áður en hann náði að lýsa umhverfi sínu. 27.9.2012 11:54 Nýjasta skáldsaga J.K. Rowling komin út Nýjasta skáldsaga breska rithöfundarins J.K. Rowling, The Casual Vacancy, kom út í dag. Gríðarleg eftirvænting hefur verið fyrir bókinni en 2.6 milljón eintök af henni seldust í forsölu. 27.9.2012 11:47 Dauðvona sjúklingur segist vita hvar Jimmy Hoffa er grafinn Dauðvona krabbameinssjúklingur er sagður hafa komið bandarisku lögreglunni á sporið um hvar lík verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa er að finna. 27.9.2012 10:47 Vitnaði í kommentakerfi DV.is Lögmaður Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, vitnaði í kommentakerfið á dv.is í munnlegum málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar kæmi greinilega fram að fólk tæki orð Ólafs Arnarsonar, um að LÍÚ myndi styrkja vefinn AMX um 20 milljónir á ári, trúanleg. 27.9.2012 10:23 Stórhuga smiður á of litlum bíl Myndin hér til hliðar er tekin fyrir utan Byko í Kópavogi þar sem stórhugi nokkur virðist hafa sagt rýminu í bílnum sínum stríð á hendur. Þannig ætlaði hann að leggja af stað út í umferðina með spýtur sem voru kannski um helmingi lengri en bíllinn hans. 27.9.2012 10:23 Skorað á stjórnvöld að tryggja íslenskum börnum tannvernd Nemendur úr Landakotsskóla afhentu núna í morgun Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra undirskriftalista þar sem skorað er á yfirvöld og aðra hlutaðeigandi að tryggja íslenskum börnum þá tannvernd sem þeim ber samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tæplega sex þúsund manns skrifuðu undir áskorunina. 27.9.2012 10:18 Deila hagfræðings og framkvæmdastjóra LÍÚ í héraðsdómi "Ég var einu sinni að koma út úr útsendingu á Bylgjunni sumarið 2011, og þá var hann greinilega að fara í útsendingu. Ég reyndi að kasta á hann kveðju, en það var fátt um svör,“ sagði Ólafur Arnarson, hagfræðingur, við dómara í morgun þegar hann talaði um samskipti sín við Friðrik Arngrímsson, formann LÍÚ. 27.9.2012 09:55 Jón Gnarr baðst afsökunar á ímynd hjóla í Næturvaktinni Jón Gnarr hefur opinberlega beðið hjólreiðamenn afsökunar á þeirri listrænu framsetningu sem fram kom í þáttaröðinni um Næturvaktina. Þar er hann í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar og til þess að undirstrika hversu andfélagsleg staða Georgs í þáttunum er, kemur hann á reiðhjóli í vinnuna. 27.9.2012 09:03 Obama og Romney berjast hart um Ohio Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Mitt Romney forsetaframbjóðandi Repúblikana leggja nú mikla áherslu á kosningabaráttu sína í Ohio. 27.9.2012 07:08 Sjá næstu 50 fréttir
Fimmtungur skulda heimila afskrifaður Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 28.9.2012 06:00
Moka upp síld eftir tregveiði Eftir tregveiði á síldarmiðunum um síðustu helgi og í byrjun vikunnar tók veiðin mikinn kipp á þriðjudagskvöld. Þá fannst síld út af Héraðsflóadjúpi, um 90 sjómílur frá Vopnafirði. 28.9.2012 05:00
Nýtt embætti norræns umboðsmanns Stofna á nýtt embætti norræns umboðsmanns sem aðstoða á norræna ríkisborgara sem lent hafa á milli stjórnkerfa við flutning á milli norrænna ríkja. Tekin var ákvörðun um stofnun embættisins á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Gautaborg nú í vikunni. 28.9.2012 04:30
Telja möguleika skapandi starfa vera vanmetna Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að því að möguleikar menningar og skapandi starfa séu vanmetnir, þegar hugað er að hagvexti til framtíðar. 28.9.2012 02:00
Sakar Ísraela um þjóðernishreinsanir Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. 28.9.2012 01:00
Átökin aldrei verið harðari Sýrlenski stjórnarherinn sendi í gær smáskilaboð í farsíma flestra íbúa landsins þar sem skorað var á uppreisnarherinn í landinu að gefast upp, og sagt að barátta hans væri hvort eð er töpuð. 28.9.2012 00:00
Fékk næst hæsta styrkinn frá Finni Ingólfssyni Ari Trausti Guðmundsson skilaði inn uppgjöri til Ríkisendurskoðanda vegna forsetaframboðs síns síðasta sumar, en hann er sá fyrsti sem skilar inn uppgjöri hvað þetta varðar, en fresturinn rennur út 30. september. 27.9.2012 22:06
Nikki er eini starfsmaður lögreglunnar í Vaughn Íbúar smábæjarins Vauhgn í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, eru heldur uggandi yfir öryggi bæjarbúa þessa dagana. Kannski eru áhyggjur þeirra eðlilegar en eini fulltrúi lögreglunnar í bænum er fíkniefnahundurinn Nikki. Og þó fíkniefnatíkin Nikka sé eflaust frábær starfskraftur, eiga glæpamenn líklega frekar auðvelt með að snúa á hana, sennilega þarf ekki meira en eina safaríka steik til. 27.9.2012 22:00
Obi-wan-Gnarr setti RIFF RIFF var formlega sett í kvöld klukkan átta í Hörpu. Það var sjálfur Obi-Wan-Gnarr sem setti hátíðina, en borgarstjórinn, sem er kannski þekktari sem Jón Gnarr, skartaði nefnilega fallegu rauðu skeggi, geislasverði og hempu eins og hinn heimsfrægi andlegi leiðtogi Loga Geimgengils, Obi-Wan-Kenobi, sem lærði sín helstu brögð af þessari mögnuðu sögupersónu úr kvikmyndunum Star Wars. Elísabet Rónaldsdóttir flutti svo "hátíðar-gusuna“ og Ari Eldjárn var kynnir kvöldsins. 27.9.2012 21:30
Myrti móður sína vegna deilna um útivistartíma Sextán ára unglingur búsettur í Bronx-hverfinu í New York játaði í gær að hafa skotið móður sína þar sem hún var sofandi á heimili þeirra. Samkvæmt New York Post lést móðir hans ekki strax af sárum sínum, heldur lamdi unglingurinn móður sína að lokum til bana með hafnaboltakylfu. 27.9.2012 21:30
Vildi ekki vinna í álveri - bjó í staðinn til barnamat "Ég ætlaði ekki að vinna í álveri og ekki í banka, þannig það var marg sem ég útilokaði,“ sagði Þórdís Jóhannsdóttir, sem hóf framleiðslu á íslenskum barnamat í kjölfarið á Meistararitgerð sinni auk þess sem hún vinnur á ljósmyndastofu og hannar fylgihluti fyrir konur. 27.9.2012 21:00
Benedikt og Helgi verða hæstaréttardómarar Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að skipa þá Benedikt Bogason, dómstjóra og settan hæstaréttardómara, og Helga I. Jónsson, dómstjóra í embætti tveggja hæstaréttardómara frá og með 1. október næstkomandi. 27.9.2012 21:14
Mörður Árnason vill auðvelda netverslun Mörður Árnason segist vilja efla og auka póstverslun á netinu en hann ásamt nokkrum öðrum þingmönnum hafa lagt fram þingályktunartillögu þess eðlis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segist hann vilja auðvelda þessi viðskipti, "meðal annars með því að fella niður aðflutnings- og tollagjöld, sem er praktískt atriði enda stundum dýrara fyrir ríkið að innheimta þau,“ sagði Mörður í viðtalinu. 27.9.2012 20:30
Íslenska lögreglan hóf rannsókn á risavöxnu fíkniefnamáli Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. 27.9.2012 20:00
Jóhanna hættir: "Tilhugsunin er góð“ Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. 27.9.2012 19:00
Leit að sauðfé á Norðurlandi haldið áfram um helgina Um liðna helgi fóru matsmenn á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um svæðið frá Húnaþingi í vestri og austur í Þingeyjarsýslur til að meta ástand og þörf fyrir aðgerðir til að finna og bjarga sauðfé eftir norðanáhlaupið 9.-11. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að matsmennirnir hafi átt fundi með búnaðarráðunautum, fulltrúum bænda og fulltrúum sveitarfélaga til að fá hjá þeim upplýsingar um ástand mála. 27.9.2012 18:26
Kjúklingatollar of háir - fjárhagslegt tjón hjá neytendum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða innflutningsfyrirtækinu Innnes ehf. tæplega 400 þúsund krónur vegna framkvæmdar og fyrirkomulags tollkvóta á landbúnaðarafurðum. Af hálfu Innnes ehf. var gerð krafa til fjárgreiðslu úr ríkissjóði vegna oftekinna tolla. 27.9.2012 17:32
Fjölmenni á FIFA-móti Hið árlega FIFA-mót stendur nú sem hæst í Kringlunni. Það er Skífan sem stendur yfir mótinu en það fer nú fram í þriðja skiptið. Um 130 þátttakendur voru skráðir til leiks í dag. 27.9.2012 17:32
Guðbjartur segir tíðindin af Jóhönnu óvænt Þegar Jóhanna Sigurðardóttir hættir í stjórnmálum í vor lýkur ferli sem spannar 35 ár, en hún var kjörin á Alþingi árið 1978. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, sem nefndur hefur verið sem líklegur arftaki sem formaður Samfylkingarinnar, segir að tíðindin séu óvænt. 27.9.2012 17:03
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Júlla í Draumnum Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Júlíusi Þorbergssyni en hann var fundinn sekur að um hafa selt lyfseðilsskyld lyf og fíkniefni í verslun sinni Draumnum á árunum 2008 og 2009. 27.9.2012 16:46
Nuddari grunaður um nauðgun Farbann yfir íslenskum nuddara, sem grunaður er um nauðgun á viðskiptavini, var staðfest í Hæstarétti í dag. Maðurinn er í farbanni að minnsta kosti til 16. október næstkomandi vegna málsins en í dómnum segir að maðurinn hafi búið erlendis um árabil. 27.9.2012 16:44
"Ferill Jóhönnu er einn sá merkilegasti í Íslandssögunni" "Þetta eru auðvitað leiðinleg tíðindi, en ekki eru þau óvænt.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tilkynnti samflokksmönnum sínum í dag að hún myndi láta af embætti í lok kjörtímabils sem og formennsku í Samfylkingunni. 27.9.2012 16:26
"Það munu ekki margir feta í fótspor Jóhönnu“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi staðið sig gríðarlega vel bæði sem forsætisráðherra og þingmaður alla tíð. Jóhanna tilkynnti í dag að hún hyggðist hætta í pólitík eftir líðandi kjörtímabil. 27.9.2012 16:14
Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að hætta í stjórnmálum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins og formennsku í Samfylkingunni. Þetta segir hún í tölvupósti til samflokksmanna sinna. Í tölvupóstinum fer Jóhanna yfir kjörtímabilið sem brátt er á enda, úrslit síðustu kosninga og hvað áunnist hefur í efnahagsmálum. 27.9.2012 15:50
Búddalíkneski nasista var meitlað úr loftsteini Vísindamenn hafa komist að því að rúmlega þúsund ára gamalt Búddalíkneski, sem nasistar stálu úr hofi í Tíbet árið 1938, sé í raun skorið úr heilsteyptum loftsteini. 27.9.2012 15:28
Forseti Alþingis þrýstir á Ríkisendurskoðun Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, krefst þess að Ríkisendurskoðun ljúki við skýrslu í lok október næstkomandi sem stofnuninni var falið að gera í apríl 2004. Umrædd skýrsla snýst um kaup ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfinu Oracle á árinu 2001, innleiðingu kerfisins og rekstur þess síðan þá. Umrædd skýrsla hefur verið töluvert til umfjöllunar í vikunni eftir Kastjlóssþátt á mánudaginn þar sem fram kom að kostnaður vegna kerfisins hefði verið miklu meiri en talið var. 27.9.2012 15:26
Sveppatínsla á Selfossi - stórhættulegt segir lögreglan Lögreglan handtók í gærkvöldi 17 ára ungling sem var við sveppatínslu á Selfossi á opnu svæði en þó nokkuð er um að unglingar séu að týna sveppi í bæjarfélaginu þessa dagana. Þá voru tveir menn um þrítugt teknir nú eftir hádegi fyrir sveppatínslu á sama stað og unglingurinn í gærkvöldi. 27.9.2012 14:53
Leiðtogar sértrúarsafnaðar teknir af lífi Tveir fyrrverandi leiðtogar sértrúarsafnaðar í Japan voru teknir af lífi í nótt. Um er að ræða karl og konu en þau voru fundin sek um að hafa myrt sex einstaklinga í særingarathöfnum á nokkurra ára tímabili. 27.9.2012 14:49
Síðasti tökudagur hjá Stiller í dag Síðasti tökudagur Hollywood-myndarinnar The secret life of Walter Mitty hér á landi er að öllum líkindum í dag. 27.9.2012 14:28
Gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fundust í sumar Gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fundust á Þjóðskjalasafni í júlí síðastliðnum. Gögnin tengjast rannsókn málsins og eru meðal annars frá lögreglu og úr sakadómi, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshóps sem innanríkisráðherra fól að skoða málið. 27.9.2012 13:49
Átta Íslendingar í haldi í Danmörku - höfuðpaurinn íslenskur Íslendingarnir sem flæktir eru í risastórt fíkniefnamál í Danmörku eru átta talsins. Þeir eru allir í haldi þar ytra. Talsmaður dönsku fíkniefnalögreglunnar segir að höfuðpaurinn í málinu sé Íslendingur og hann lofar samstarf dönsku lögreglunnar við þá íslensku í málinu. 27.9.2012 12:00
Vill að framkvæmdastjóri íhugi afsögn Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, íhugi uppsögn. 27.9.2012 13:30
Götuvirði efnanna hálfur milljarður "Þetta er eitt af stærstu málum sem við höfum fengist við í gegnum tíðina,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar. Alls voru átta íslendingar handteknir í Danmörku og Noregi í tengslum við gríðarstórt fíkniefnamál. Málið teygir anga sína víða en brotin voru framin á Norðurlöndum. 27.9.2012 13:05
Fæst sveitarfélög hafa útbúið viðbragðsáætlun við gróðureldum Fæst sveitarfélög hafa sett sér viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra gróðurelda þrátt fyrir tilmæli Mannvirkjastofnunar í þá átt. Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að fullt tilefni sé til að útbúa viðbragðsáætlanir af þessum toga enda aukist hætta á gróðureldum stöðugt í takt við hlýnandi veðurfar og breytingar í landbúnaði. 27.9.2012 12:30
Leit afturkölluð Leit af svissneskum ferðmanni sem var villtur á Kili hefur verið afturkölluð. Maðurinn hafði samband við Neyðarlínu fyrir skömmu og sagðist hafa fundið bíl sinni og væri nú leið til byggðar. Maðurinn hafði villst í þoku og rigningu fyrr í dag og óskaði eftir aðstoð Landsbjörg í kjölfarið. 27.9.2012 12:30
Fyrstu ljósmyndirnar innan úr Ryuyong Hið alræmda Ryuyong-hótel í hjarta Pyonyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hefur heillað marga í gegnum tíðina. Hótelið hefur staðið tómt í rúman aldarfjórðung — stjórnvöld í Norður-Kóreu létu þó fullklára glervegginn sem umlykur hótelið. 27.9.2012 12:11
Leita að týndum ferðalangi Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út fyrir stundu til að leita að rammvilltum ferðamanni sem gekk einn af stað frá Gullfossi í gær. Maðurinn hringdi á Neyðarlínuna um ellefu leytið í morgun, hefur verið á göngu í alla nótt og er nú rammvilltur. Hann óskaði aðstoðar en sambandið slitnaði áður en hann náði að lýsa umhverfi sínu. 27.9.2012 11:54
Nýjasta skáldsaga J.K. Rowling komin út Nýjasta skáldsaga breska rithöfundarins J.K. Rowling, The Casual Vacancy, kom út í dag. Gríðarleg eftirvænting hefur verið fyrir bókinni en 2.6 milljón eintök af henni seldust í forsölu. 27.9.2012 11:47
Dauðvona sjúklingur segist vita hvar Jimmy Hoffa er grafinn Dauðvona krabbameinssjúklingur er sagður hafa komið bandarisku lögreglunni á sporið um hvar lík verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa er að finna. 27.9.2012 10:47
Vitnaði í kommentakerfi DV.is Lögmaður Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, vitnaði í kommentakerfið á dv.is í munnlegum málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar kæmi greinilega fram að fólk tæki orð Ólafs Arnarsonar, um að LÍÚ myndi styrkja vefinn AMX um 20 milljónir á ári, trúanleg. 27.9.2012 10:23
Stórhuga smiður á of litlum bíl Myndin hér til hliðar er tekin fyrir utan Byko í Kópavogi þar sem stórhugi nokkur virðist hafa sagt rýminu í bílnum sínum stríð á hendur. Þannig ætlaði hann að leggja af stað út í umferðina með spýtur sem voru kannski um helmingi lengri en bíllinn hans. 27.9.2012 10:23
Skorað á stjórnvöld að tryggja íslenskum börnum tannvernd Nemendur úr Landakotsskóla afhentu núna í morgun Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra undirskriftalista þar sem skorað er á yfirvöld og aðra hlutaðeigandi að tryggja íslenskum börnum þá tannvernd sem þeim ber samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tæplega sex þúsund manns skrifuðu undir áskorunina. 27.9.2012 10:18
Deila hagfræðings og framkvæmdastjóra LÍÚ í héraðsdómi "Ég var einu sinni að koma út úr útsendingu á Bylgjunni sumarið 2011, og þá var hann greinilega að fara í útsendingu. Ég reyndi að kasta á hann kveðju, en það var fátt um svör,“ sagði Ólafur Arnarson, hagfræðingur, við dómara í morgun þegar hann talaði um samskipti sín við Friðrik Arngrímsson, formann LÍÚ. 27.9.2012 09:55
Jón Gnarr baðst afsökunar á ímynd hjóla í Næturvaktinni Jón Gnarr hefur opinberlega beðið hjólreiðamenn afsökunar á þeirri listrænu framsetningu sem fram kom í þáttaröðinni um Næturvaktina. Þar er hann í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar og til þess að undirstrika hversu andfélagsleg staða Georgs í þáttunum er, kemur hann á reiðhjóli í vinnuna. 27.9.2012 09:03
Obama og Romney berjast hart um Ohio Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Mitt Romney forsetaframbjóðandi Repúblikana leggja nú mikla áherslu á kosningabaráttu sína í Ohio. 27.9.2012 07:08