Innlent

Fátítt að eiturefnum sé blandað í landa

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.
„Íslenskur landi er í sjálfu sér ekkert slæmur. Það er í raun fátítt að það sé einhver óþverri í þessu." Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Í fyrradag voru þrír unglingar, ein stúlka og tveir piltar, þrettán og fimmtán ára, flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að þau höfðu drukkið landa, orðið ofurölvi og veik.

Í samtali við Vísi sagði Þórarinn að það væri sjaldgæft að iðnaðarspíritus eða önnur eitruð efni séu notuð við landaframleiðslu.

„En það sem gleymist oft í þessari umræðu er að áfengið sjálft er eitrið," sagði Þórarinn. „Auðvitað verður maður veikur af því að drekka mikið af áfengi. Mikið magn áfengis, drukkið hratt, getur auðveldlega orsakað hastarleg veikindi og jafnvel dregið mann til dauða."

„Það er ávallt sögur á kreiki af því að bruggarar blandi einhverjum óþverra við landann en það er sannarlega fátítt hér á landi."


Tengdar fréttir

Þrír unglingar á spítala eftir landadrykkju

Þrír unglingar, ein stúlka og tveir piltar, þrettán og fimmtán ára, voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í fyrradag, eftir að þau höfðu drukkið landa, orðið öfurölvi og veik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×