Innlent

Ragnheiður: Kolröng ákvörðun

BBI skrifar
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mynd/Anton Brink
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, segir að það sé kolröng ákvörðun að láta Ríkisendurskoðun ekki hafa fjáraukalög til umsagnar.

Meirihluti fjárlaganefndar taldi trúnaðarbrest ríkja milli Alþingis og Ríkisendurskoðunar vegna oracle-málsins og ákvað því að láta Ríkisendurskoðun ekki fá fjáraukalögin til umsagnar eins og venja er.

„Fjáraukalögin hafa farið í þennan farveg árum saman. Því á auðvitað að halda áfram," segir Ragnheiður. Hún telur að oracle-málið eigi ekki að hafa áhrif á öll önnur mál milli þingsins og Ríkisendurskoðunar. „Það verður að vera hægt að vinna. Það er bara þannig," segir hún.

Ragnheiður telur nauðsynlegt að ljúka umræðunni um skýrsluna og afgreiða málið. „En það er allt önnur umræða. Önnur mál verða að ganga þann veg sem þau hafa gengið hingað til," segir Ragnheiður.


Tengdar fréttir

Fær ekki fjáraukalagafrumvarpið - algjör trúnaðarbrestur

Trúnaðarbrestur ríkir milli fjárlaganefndar Alþingis og Ríkisendurskoðunar vegna Oracle málsins svokallaða. Sá trúnaðarbrestur hefur leitt til þess að meirihluta fjárlaganefndar vill ekki láta Ríkisendurskoðun hafa fjáraukalög til umsagnar, enn sem komið er. Nefndin fundaði um málið í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×