Innlent

Ráðherraskipti á mánudaginn

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum næstkomandi mánudag, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ástæðan eru ráðherraskipti, en Katrín Júlíusdóttir snýr þá aftur úr barnseignaleyfi og tekur við fjármálaráðuneytinu, þar sem Oddný G. Harðardóttir er nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×