Innlent

Ólafur Ragnar styrkti sjálfan sig um tvær milljónir

Ólafur Ragnar Grímsson skilaði inn í dag uppgjöri vegna forsetaframboðs síns. Alls safnaði hann 6,5 milljón króna en níu lögaðilar styrktu hann, auk þess sem 36 einstaklingar styrktu hann um tvær og hálfa milljón rúma. Þá kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Ólafs Ragnars að hann hafi sjálfur styrkt framboð sitt um rúmar tvær milljónir króna.

Ólafur er þriðji frambjóðandinn sem skilar inn uppgjöri, en Ari Trausti Guðmundsson skilaði inn uppgjöri í gær. Þar kom meðal annars fram að Finnur Ingólfsson styrkti hann um tæplega 200 þúsund krónur. Þá hefur Andrea Ólafsdóttir einnig skilað inn uppgjöri, en kostnaður vegna framboðs hennar eru 1,8 milljónir króna.

Hægt er að skoða uppgjör Ólafs Ragnars hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×