Innlent

Fimm stöðvaðir vegna ölvunar- og dópaksturs

Fimm ökuþórar stöðvaðir í miðborginni í gærkvöldi og reyndust fjórir undir áhrifum áfengis og einn fíkniefna. Allir mega búast við að missa ökuréttindin og fá háa sekt.

Þá leiddi eftirlit með skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins í ljós að starfandi voru dyraverðir sem ekki höfðu tilskilin réttindi og voru gerðar athugasemdir við þau atvik.

Um tíuleytið var tilkynnt um bruna í Kópavogi en kveikt hafði verið í rusli. Ekki er vitað hver var að verki en skemmdir urðu litlar sem engar. Að öðru leyti var nóttin róleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×