Innlent

Tjón í eldsvoða í Bláfjöllum

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálf tvö leytið í nótt um að eldur logaði í skúr í Kóngsgili í Bláfjöllum.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn var skúrinn alelda og brann hann til kaldra kola. Í skúrnum voru geymdar stangir og merkingar fyrir skíðabrautir svæðisins en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins nemur tjónið hundruðum þúsunda króna.

Ekki er vitað um eldsupptök og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×