Innlent

Skúli stefnir á áframhaldandi þingsetu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli Helgason þingmaður
Skúli Helgason þingmaður
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru til þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Skúli segist í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum vilja leggja sitt af mörkum til nýrrar atvinnu- og menntastefnu á komandi kjörtímabili með áherslu á þjóðareign á auðlindum, lýðræðis- og stjórnkerfisumbætur, aukið vægi menntamála og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið, ekki síst með eflingu græns hagkerfis og skapandi greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×