Erlent

Danskir prestar messa fyrir tómum kirkjum

Á sex mánaða tímabili fyrr í ár messuðu prestar á Fjóni í Danmörku fyrir galtómum kirkjum í yfir 60 sunnudagsmessum.

Það er orðin sjaldgæf sjón að sjá fólk í hefðbundnum messum í dönskum kirkjum. Á fyrrgreindu sex mánaða tímabili voru sex eða færri sóknarbörn mætt í samtals yfir 600 sunnudagsmessur á Fjóni.

Það var Kresten Drejergaard biskup á Fjóni sem bað presta sína að skrá hjá sér síðustu sex mánuði þegar færri en sex sóknarbörn mættu í messu. Biskupinn vill bregðast við þessu með því að fækka messunum um helming, það er þær verði haldnar annan hvern sunnudag.

Þetta kemur fram í umfjöllun Politiken um málið. Þar segir raunar að slíkt fyrirkomulag sé þegar til staðar í minnstu landsbyggðarsóknunum á Fjóni.

Málið verður þó ekki á könnu Drejergaard því biskupinn lætur af störfum fyrir áramótin sökum aldurs.

Manu Saaren kirkjumálaráðherra Danmerkur er hinsvegar sammála biskupnum um að bregðast verði við þessari stöðu og augljósu áhugaleysi fólks á að sækja messur. Ráðherrann ætlar að taka málið upp á næsta fundi biskuparáðs Danmerkur.

Fámenni í messum er ekki bundið við Fjón. Áður hefur komið fram í fréttum að á síðustu árum hafa Danir almennt haft lítinn áhuga á að sækja messur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×